Bústólpi er aðalstyrktaraðili UMSE. Bústólpi framleiðir fóður fyrir nautgripi, sauðfé, svín, hross, varp-, og alifugla. Fóðrið er unnið úr innfluttu sem innlendu hráefni undir gæðaeftirliti. Eftir að öllum hráefnum hefur verið blandað saman í réttum hlutföllum er blandan hituð í stuttan tíma með gufu við lægsta hitastig sem nauðsynlegt er til þess að drepa hugsanlega sjúkdómsvalda. Síðan er blandan köggluð og kæld og er þá tilbúin til afgreiðslu. Með þessu er tryggt að hráefnin og bætiefnin haldi eiginleikum sínum sem næst óbreyttum. Ný hreinsitæki halda rafskautum gufuketils hreinum án þess að nokkur hreinsiefni séu notuð. Auk þess hefur fyrirtækið á boðstólum úrval af sáðvöru, og áburði í litlum sem stórum pakkningum, á hagstæðu verði. Fyrirtækið býr yfir áralangri reynslu í þjónustu við bændur, garðeigendur og skógræktarfólk. Bústólpi selur einnig fóðursíló og aðrar vörur tengdar fóðrun og jarðrækt. Má þar nefna sænska rúlluplastið Triowrap og Teno Spin sem selst mjög vel, enda þekkja bændur þetta plast sem gæðavöru. Bústólpi er umboðsaðili Áburðarverksmiðjunnar á Norð-Austurlandi. Allur áburður er nú afgreiddur frá athafnasvæði okkar á Oddeyraratanga. Í verslun þeirra er að finna ýmsar rekstrarvörur s.s. þrifa-, og sótthreinsiefni, vörur tengdar mjöltum og júgurheilbrigði og ýmislegt annað sem nýtist við daglegar gegningar. Afgreiðslutími er alla virka daga frá kl. 08:00 - 12:15 og 12:45 - 16:00 |