Fréttir


Ferðastyrkjum úthlutað til íþróttafólks

posted Jun 8, 2017, 9:47 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Jun 8, 2017, 10:06 AM ]

Í 771. stjórnarfundi UMSE var ferðastyrkjum til íþróttafólks innan UMSE úthlutað. Alls bárust stjórninni 6 umsóknir að þessu sinni. Allar voru þær vegna þátttöku í æfingaferðum eða keppnisferðum erlendis. Fimm umsóknir voru frá einstaklingum og ein vegna hóps. Allir umsækjendur hlutu úthlutun og nam heildar upphæð styrkjanna 500.000.- kr.

Eftirtaldir hlutu styrk:

 • Amanda Guðrún Bjarnadóttir, Golfklúbbnum Hamri vegna æfingaferðar erlendis í golfi.
 • Arnór Snær Guðmundsson, Golfklúbbnum Hamri vegna æfingaferðar erlendis í golfi.
 • Guðmundur Smári Daníelsson, Umf. Samherjum, vegna ferða til æfinga og keppni erlendis í frjálsíþróttum.
 • Guðni Berg Einarsson, Skíðafélagi Dalvíkur, vegna keppnisferðar erlendis á skíðum.
 • Sveinborg Katla Daníelsdóttir, Umf. Samherjum, vegna æfingaferðar erlendis í frjálsíþróttum.

 • Skíðafélag Dalvíkur vegna æfingaferðar erlendis á skíðum fyrir hönd:
  • Alexandra Líf Ingvarsdóttir
  • Ástrós Lena Ásgeirsdóttir
  • Birgir Ingvason
  • Brynjólfur Máni Sveinsson
  • Daði Hrannar Jónsson
  • Daníel Máni Hjaltason
  • Fannar Nataphum Sigurbjörnsson
  • Hekla Rán Árskóg
  • Jörvi Blær Traustason
  • Kristrún Lilja Sveinsdóttir
  • Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir
  • Magnús Rosazza
  • Manuel Árni Reynisson
  • Rebekka Lind Aðalsteinsdóttir
  • Rebekka Ýr Davíðsdóttir
  • Stefán Daðason
  • Styrmir Þeyr Traustason
  • Torfi Jóhann Sveinsson
  • Valgerður María Júlíusdóttir
  • Verónika Jana Ólafsdóttir


Stjórn UMSE hefur á hverju ári undanfarin ár veitt ferðastyrki til íþróttafólks innan UMSE vegna æfinga- og keppnisferða. Hægt er að sækja um fyrir einstaklinga eða hópa.

Stjórnin setur sér vinnureglur um þessa styrki og miðast þeir við fjárhag sambandsins að hverju sinni. Hver einstaklingur getur einungis fengið einn styrk á hverju ári. Íþróttafólk getur sótt sjálft um styrkinn til stjórnar, en umsóknina þarf að staðfesta af forráðamanni íþróttafélagsins. Einnig geta aðildarfélög sótt um styrki fyrir hönd iðkenda. Úthlutað er tvisar á ári, í júní og október. Umsóknarfrestur er til 31. maí og 30. september.

Nánari upplýsingar um styrkina og vinnureglur stjórnar vegna veitingu þeirra er að finn hér:

Landsmót UMFÍ 50+

posted Jun 8, 2017, 4:26 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Jun 8, 2017, 4:32 AM ]Landsmót UMFÍ 50+ fer fram 23. - 25. júní 2017 í Hveragerði.
 
Mótið er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Mótið hefst föstudaginn 23. júní og lýkur eftir hádegi, sunnudaginn 25. júní.
 
Landsmót UMFÍ 50+ var fyrst haldið árið 2011 og því verðu þetta í 7. sinn sem þetta skemmtilega mót er haldið. UMFÍ hefur úthlutað mótinu til HSK sem er mótshaldari að þessu sinni. Hveragerðisbær er bakhjarl mótsins og kemur að undirbúningi og framkvæmd mótsins á margan hátt.
Nánari upplýsingar um mótið er að finna á vefsíðu UMFÍ:

Blómasala um helgina

posted Jun 1, 2017, 7:05 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Um næstu helgi fer hin árlega blómsala fram. Þetta er samstarfsverkefni UMSE og nokkurra aðildarfélaga. Að þessu sinni eru söluaðilarnir:
Umf. Samherjar sem mun selja í Eyjafjarðarsveit.
Umf. Smárinn sem mun selja í Hörgársveit.
Umf. Þorsteinn Svörfuður sem mun selja í Svarfaðardal.
Fimleikadeild Umf. Svarfdæla sem mun selja á Dalvík og Árskógsströnd.

Aðildarfélög UMSE, líkt og önnur íþróttfélög standa í mikilli fjáröflun sem til þess að geta boðið upp á það frábæra starf sem þau standa fyrir. Við biðjum alla að taka vel á móti sölufólki félaganna og leggja starfinu lið.

Lionsmót Sundfélagsins Ránar

posted May 16, 2017, 4:21 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Lionsmót Sunfélagsins Ránar á Dalvík verður laugardaginn 20. maí nk. Að þessu sinni verður mótið haldið í Sundhöll Siglufjarðar þar sem miklar framkvæmdir standa yfir í sundlauginni á Dalvík.

Að sögn þjálfara Ránar stefnir í met þátttöku á mótinu, fjögur sundfélög hafa þegar skráð til þátttöku. Það eru Óðinn frá Akureyri, Tindastóll frá Skagafirði, HSÞ frá Húsavík og Rán frá Dalvík.

Nánari upplýsingar um mótið veitir Hólmfríður Gísladóttir í síma 860-4925, netfang: hosagisla64@gmail.com.

Upplýsingar um greinar á mótinu:

Ferðastyrkir til íþróttamanna, umsóknarfrestur til 31.maí.

posted May 4, 2017, 6:05 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Stjórn UMSE auglýsir eftir umsóknum um ferðastyrki til íþróttafólks innan UMSE. Styrkjunum er úthlutað eftir vinnureglum sem stjórn UMSE setur og miðast upphæð styrkjanna við samþykkta fjárhagsáætlun hverju sinni.

Hver einstaklingur getur einungis fengið einn styrk á hverju ári. Íþróttafólk getur sótt sjálft um styrkinn til stjórnar, en umsóknina þarf að staðfesta af forráðamanni íþróttafélagsins. Einnig geta aðildarfélög sótt um styrki fyrir hönd iðkenda. Úthlutað er tvisar á ári, í júní og október.

Umsóknarfrestur er til 31. maí og 30. september.

Umsóknum þarf að skila til skrifstofu UMSE á þar til gerðum umsóknareyðublöðum.

Nánar um styrkina og vinnureglur um þær er að finna á vefsíðu UMSE www.umse.is/styrkir. Þar er einnig að finna umsóknareyðublöð.
Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu UMSE til að fá upplýsingar

Hjólað í vinnuuna hófst í dag

posted May 3, 2017, 10:28 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Íþrótta- og Ólympíusamband íslands stendur í fimmtánda sinn fyrir Hjólað í vinnuna, heilbrigðri vinnustaðakeppni um allt land, dagana 3. – 23. maí. Landsmenn hafa tekið átakinu gríðarlega vel í gegnum árin. Einnig má merkja að hjólreiðar allt árið hafa aukist til muna síðan að verkefnið hófst fyrir 15 árum. Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. 


Meðan á átakinu stendur eru ýmsir leikir í gangi svo sem skráningarleikurinn þar sem allir þátttakendur fara sjálfkrafa í pott og eiga möguleika á að vera dregnir út í Popplandi á Rás 2 alla virka daga. Hjólreiðaverslunin Örninn gefur glæsilega vinninga og þann 23. maí er dregið út glæsilegt reiðhjól að verðmæti 100.000kr. 

Myndaleikur verður í gangi á Instagram, Facebook og á vefsíðu hjoladivinnuna.is þar sem fólk er hvatt til að taka skemmtilegar myndir af þátttöku sinni í verkefninu og merkja myndina með #hjoladivinnuna, með því gætu þátttakendur unnið veglega vinninga frá Nutcase á Íslandi.  

Helstu samstarfsaðilar verkefnisins eru: Embætti landlæknis, umhverfissvið Reykjavíkurborgar, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, Rás 2, Landssamtök Hjólreiðamanna, Örninn, Advania og Nutcase á Íslandi.


Nánari upplýsingar á vefsíðu ÍSÍ:

Fræðslu- og verkefnasjóður UMSE, auglýst eftir umsóknum

posted Apr 11, 2017, 6:33 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Ungmennasamband Eyjafjarðar auglýsir eftir umsóknum í Fræðslu- og verkefnasjóð UMSE

Fyrri úthlutun ársins 2017 fer fram fyrir 1. júní.

Sjóðurinn hét áður Landsmótssjóður UMSE, en nafni hans og reglugerð var breytt á síðasta ársþingi UMSE sem fór fram í Árskógi, 9. mars 2017.

Sjóðurinn hefur frá stofnun stutt vel við margvísleg verkefni. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að öflugara starfi hjá UMSE og aðildarfélögum þess. Sjóðurinn styrkir ýmis verkefni í innra starfi UMSE – svo sem:
-Útbreiðslu- og kynningarstarf í því skyni að gera UMSE sýnilegra og vekja athygli á fjölþættu starfi sambandsins.-Fræðslustarf – m.a. námskeiðshald og fyrirlestra fyrir þjálfara, leiðbeinendur, starfsmenn og/eða dómara, félagsmenn og iðkendur innan UMSE.
-Önnur verkefni sem sjóðsstjórn metur að séu til þess fallin að efla innra starf UMSE.

Vakin er athygli á því að sækja þarf um styrki á sérstöku umsóknareyðublaði.

Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl n.k. 

Umsóknir berist skirfstofu UMSE Búgarði, Óseyri 2, 603 Akureyri eða í tölvupósti á umse@umse.is.

Umsóknareyðublað, nánar um sjóðinn og úthlutunarreglur hans er að finna á vefsíðu UMSE.

Nánari upplýsingar veitir skrifstofa UMSE.

Námskeið í Felix 3. apríl

posted Mar 30, 2017, 7:33 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Mar 30, 2017, 7:35 AM ]


Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ, opið fyrir umsóknir

posted Mar 23, 2017, 6:43 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Fræðslu og verkefnasjóð UMFÍ. Umsóknir á þar til gerðu eyðublaði þurfa að berast fyrir 1. apríl næstkomandi en úthlutun úr sjóðnum fer fram 1. maí. UMFÍ hvetur sambandsaðila sérstaklega til þess að sækja um styrki vegna verkefna í samræmi við stefnu UMFÍ en þar er áherslan á ungt fólk, jaðarhópa og eldra fólk.

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ hefur þann tilgang að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar, m.a. með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi.

Nánari upplýsingar um sjóðinn og umsóknareyðublað er að finna á vefsíðu UMFÍ:


Ársskýrslan komin á vefinn

posted Mar 14, 2017, 8:00 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

http://www.umse.is/arsskyrslur/arsskyrsla_umse_2016.pdf?attredirects=0&d=1
Ársskýrsla UMSE 2016 er nú komin á vefinn. Í henni er að finna skýrslu stjórnar UMSE, ársreikninga, ágrip úr starfi aðildarfélaga UMSE ársins 2016 og ýmislegt fleira skemmtilegt.


og hér til að hlaða henni niður.

Við eigum einnig nokkur útprentuð eintök á skrifstofu UMSE fyrir þá sem vilja frekar fletta henni á pappírsformi.

1-10 of 277