Fréttir
Íþróttamaður UMSE 2018 - Amanda Guðrún Bjarnadóttir
Kjöri Íþróttamanns UMSE 2018 frestað til 12. janúar
![]() | Vegna veðurofsa sem spáð er á morgun þá höfum við áveðið að fresta lýsingunni á kjöri Íþróttamanns UMSE 2018 um þrjá daga. Athöfnin verður færð til laugardagsins 12. janúar kl. 12:00 og fer fram í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju. Hlökkum til að sjá þig á laugardaginn. Stjórn UMSE |
Auglýst eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE 2018
UMSE auglýsir eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE. Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga eða hópa, innan UMSE, sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni. Umsóknir um styrk úr sjóðnum skulu berast fyrir 1. desember ár hvert og fer úthlutun fram 15. desember sama ár. Ef póstleggja á umsóknina vinsamlegast gerið það í tíma þannig að þær séu komna 1. des á skrifstofu. Vakin er athygli á því að að úthlutað í samræmi við reglugerð sjóðsins, sem samþykkt var árið 2013 og er hún aðgengileg á vefsíðu UMSE. Stjórn UMSE úthlutar úr sjóðnum. Umsóknareyðublað er að einnig að finna á vefsíðu UMSE. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri UMSE. | ![]() |
Ferðastyrkir - opið fyrir umsóknir 2018 (seinni úthlutun)
Stjórn UMSE auglýsir eftir umsóknum um ferðastyrki til íþróttafólks innan UMSE. Styrkjunum er úthlutað eftir vinnureglum sem stjórn UMSE setur og miðast upphæð styrkjanna við samþykkta fjárhagsáætlun hverju sinni. Hver einstaklingur getur einungis fengið einn styrk á hverju ári. Íþróttafólk getur sótt sjálft um styrkinn til stjórnar, en umsóknina þarf að staðfesta af forráðamanni íþróttafélagsins. Einnig geta aðildarfélög sótt um styrki fyrir hönd iðkenda. Úthlutað er tvisar á ári, í júní og október. Umsóknarfrestur fyrir seinni úthlutun ársins er til og með 30. september. Umsóknum þarf að skila til skrifstofu UMSE á þar til gerðum umsóknareyðublöðum. Nánar um styrkina og vinnureglur um úhlutun er að finna á vefsíðu UMSE www.umse.is/styrkir. Þar er einnig að finna umsóknareyðublöð. Ef þið þurfið aðstoð eða upplýsingar hafið þá samband við framkvæmdastjóra í síma 898-3310 |
Auglýst eftir umsóknum í Fræðslu- og verkefnasjóð UMSE
Umsóknarfrestur er til og með 30. september n.k. Úthlutun ársins 2018 fer fram 1. nóvember. Sjóðurinn hefur frá stofnun stutt vel við margvísleg verkefni. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að öflugara starfi hjá UMSE og aðildarfélögum þess. Sjóðurinn styrkir ýmis verkefni í innra starfi UMSE – svo sem: -Útbreiðslu- og kynningarstarf í því skyni að gera UMSE sýnilegra og vekja athygli á fjölþættu starfi sambandsins.-Fræðslustarf – m.a. námskeiðshald og fyrirlestra fyrir þjálfara, leiðbeinendur, starfsmenn og/eða dómara, félagsmenn og iðkendur innan UMSE. -Önnur verkefni sem sjóðsstjórn metur að séu til þess fallin að efla innra starf UMSE. Vakin er athygli á því að sækja þarf um styrki á sérstöku umsóknareyðublaði. Umsóknir berist skirfstofu UMSE Búgarði, Óseyri 2, 603 Akureyri eða í tölvupósti á umse@umse.is. Umsóknareyðublað, nánar um sjóðinn og úthlutunarreglur hans er að finna á vefsíðu UMSE. http://www.umse.is/reglugerdhir/Frslu--og-verkefnasjur-UMSE Nánari upplýsingar veitir framkvæmdasstjóri UMSE í síma 898-3310 | ![]() |
Knattspyrnumót UMSE og Bústólpa 4.sept. 2018
Knattspyrnunefnd UMSE hefur ákveðið að halda knattspyrnumót UMSE og Bústólpa á íþróttavellinum á Hrafnagili þriðjudaginn 4.sept. kl. 17:00 Aðalmarkmið mótsins er að börn og unglingar á svæðinu sem áhuga hafa á fótbolta komi saman, kynnist og skemmti sér.
Stefnt er að því að keppa í eftirfarandi flokkum ef næg þátttaka fæst (blönduð lið): 8. flokkur (Börn fædd 2012 og síðar). 5 manna bolti. 7. flokkur (Börn fædd 2010-2011). 5 manna bolti. 6. flokkur (Börn fædd 2008-2009). 5 manna bolti. 5. flokkur (Börn fædd 2006--2007). 5 manna bolti. 4. flokkur (Börn fædd 2004-2005). 5 manna bolti. 3. flokkur (Börn fædd 2002-2003). 5 manna bolti. 17-18 ára (Börn fædd 2001-2000) 5 manna bolti Mögulega þarf að setja saman einhverja flokka eftir skráningu. Til að hægt sé að raða niður leikjum og ganga frá pöntun á viðurkenningum er mikilvægt að skráningar berist í síðasta lagi laugardaginn 1.sept kl. 22 á netfangið einarhaf@gmail.com Í skráningunni þarf að koma fram hve mörg lið félagið sendir, í hvaða flokki þau keppa og fjöldi barna. Endilega hafið samband þó að það náist ekki í fullt lið. Markmiðið er að allir geti tekið þátt svo við munum reyna að koma öllum í lið. Þátttökugjaldið er 1000 kr. á haus en félög sjá sjálf um að rukka þáttakendur. Innifalið í því er ein pizza sneið og svali. Ef þátttakendur vilja meira þá geta þeir keypt sér það á smápening líkt og aðrir gestir.
Gott að muna: Staðsetning: Íþróttavöllurinn á Hrafnagili Tímasetning: Þriðjudagurinn 4. sept kl. 17:00 Skráning: Í síðasta lagi laugardaginn 1.sept kl. 22 |
Þorvaldsdalsskokkið 2018 - 25 ára afmælishlaup
Þorvaldsdalsskokkið fór fram í 25 sinn laugardaginn 07.07.2018 í allskonar veðri. Það var met þátttaka í hlaupinu en það voru 73 keppendur sem hlupu leiðina og tveir fóru fótgangandi. Það var gaman að sjá keppendur koma í markið sumir búnir að sigra sjálfan sig og aðrir að sigra besta tímann sinn. Keppendur voru sammála um að þetta sé erfiðasta leið sem hlaupin er á landinu. Það voru þau Óskar Jakobsson og Elsa Guðrún Jónsdóttir sem komu fyrst í mark í karla og kvenna flokki. Óskar kom fyrstur í mark á 2:20:08 og Elsa á 2:25:29. Í öðrusæti voru það svo Helgi Reynir Árnason á tímanum 02:30:06 og Svava Jónsdóttir 03:01:02 en hún og Elsa eru systur. Í þriðju sætum voru svo Hólmgeir Rúnar Hreinsson 02:31:31 og Þórhildur Ólöf Helgadóttir 03:01:40. Takk fyrir allir sem komu og tóku þátt í hlaupinu og þeir sem stóðu vaktina í hlaupinu og undirbúningnum. |