Fréttir


Hjólað í vinnuna

posted Apr 16, 2021, 2:14 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2021 hefjist í nítjánda sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 5. - 25. maí. Opnað verður fyrir skráningu þann 21. apríl og við hvetjum alla til að skrá sig strax til leiks

Verkefnið Hjólað í vinnuna fer fram 5.-25. maí nk. Opnað verður fyrir skráningar 21. apríl og hægt er að skrá sig allan tímann á meðan keppni stendur yfir eða fram til 25. maí. Hjólað í vinnuna er fyrir marga vorboðinn ljúfi. Þrátt fyrir að enn ríki töluvert sérstakar aðstæður í þjóðfélaginu þá aldrei mikilvægara en núa að huga vel að heilsunni og sinni daglegu hreyfingu. Fyrirtæki og stofnanir um allt land geta nú farið að huga að því að skrá vinnustaðinn til leiks og hvetja þannig allt starfsfólk til að vera með þrátt fyrir að fólk vinni jafnvel heiman frá sér. Mikilvægt er fyrir vinnustaði landsins að huga að starfsandanum á þessum fordæmalausu tímum og er verkefnið Hjólað í vinnuna góð leið til þess að hressa upp á stemninguna og þjappa hópnum saman, en auðvitað á sama tíma að virða 2 metra fjarlægðarmörkin. Sami háttur verður hafður á og í fyrra að fyrir þá sem vinna heima að er úrtfærslan einföld. Fólk gengur, hjólar eða ferðast með öðrum virkum hætti þá vegalengd er samsvarar vegalengd til og frá vinnu og skráir þá kílómetra inn í kerfið. Hægt er að byrja eða enda vinnudaginn á því að ganga eða hjóla til og frá vinnu.

Markmið verkefnisins er að huga að daglegri hreyfingu ásamt því að vekja athygli á virkum ferðamáta og eru hjólreiðar bæði virkur og umhverfisvænn ferðamáti. Hjólreiðar eru frábær útivist, hreyfing og líkamsrækt. Munum bara að halda góðri fjarlægð á milli annarra hjólreiðarmanna/-kvenna

Íþrótta- og Ólympíusamband Ísland hvetur landsmenn til að hreyfa sig daglega og ekki síst taka þátt í þessu skemmtilega verkefni sem Hjólað í vinnuna er.

Við óskum hér með eftir ykkar liðsinni við að hvetja aðila innan þíns sambands til þátttöku í verkefninu þetta árið. Við hvetjum ykkur til að segja frá verkefninu á ykkar heimasíðum og samfélagsmiðlum. Í gegnum árin hefur myndast gríðarlega góð stemmning á vinnustöðum meðan á átakinu stendur. Von okkar er sú að svo verði í ár líka.

Hjólakveðja,
Almenningsíþróttasvið Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

Praktískar upplýsingar:
Keppt er í átta flokkum um flesta þátttökudaga hlutfallslega miðað við heildarfjölda starfsmanna á vinnustöðum og í liðakeppni um flesta kílómetra.
Aðalatriðið er að fá sem flesta með sem oftast, til að hjóla, ganga, taka strætó, nota línuskauta eða annan virkan ferðamáta.

Að skrá sig til leiks:


1. Farið er inná vef Hjólað í vinnuna,
2. Smellt er á Innskráning efst í hægra horninu
3. Stofnaðu þinn eigin aðgang með því að skrá þig inn með Facebook eða búðu þér til notendanafn og lykilorð.
4. Velja má á milli þess að stofna vinnustað (þarf að gera ef vinnustaðurinn finnst ekki í fellilista) eða stofna/ganga í lið (þá er búið að stofna vinnustaðinn).
5. Skráningu lokið

Hægt er að nálgast ítarlegar skráningarleiðbeiningar inná vef Hjólað í vinnuna 

Nánari upplýsingar um Hjólað í vinnuna gefur Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ í síma: 514-4000 eða á netfangið hjoladivinnun@isi.is.

Óskar Þór Halldórsson ritstýrir söguritun

posted Mar 31, 2021, 5:10 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Mar 31, 2021, 5:11 AM ]

8. apríl 2022 verður Ungmennasamband Eyjafjarðar 100 ára. Í tilefni af því var ákveðið að rita sögu UMSE, með áherslu á seinni 50 árin í sögu sambandsins. Óskar Þór Halldórsson hefur verið ráðinn til þess að ritstýra verkinu. Óskar er ýmsum kunnur, en hann skrifaði m.a. Á Ytri-Á, sögu Mundínu Þorláksdóttur og Finns Björnssonar og Gullin Ský, ævisögu Helenu Eyjólfsdóttur. Óskar hefur einnig verið ötull í kringum íþróttastarf. Hann var sem dæmi verkefnastjóri Landsmóts UMFÍ, sem fram fór á Akureyri 2009 og haldið var af UMSE og UFA. Hann starfaði einnig um tíma sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA. Einnig hefur hann starfað sem sjálfboðaliði innan hreyfingarinnar.


Verkefnið að ná utan um sögu UMSE er viðamikið og taldi stjórn og framkvæmdastjóri mikilvægt að vandað yrði til verksins. Í ristjórn með Óskari verða Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Gísli Pálsson og Sigríður Bjarnadóttir. Einnig verður framkvæmdastjóri UMSE innan handar við verkið.


Stjórn UMSE ber miklar vætningar til Óskars og ritnefndarinnar um framgang verksins og stefnt er að því að söguritið komi út á 100 ára afmælisdaginn.

Áhugasamir um að leggja verkefninu lið s.s. með því að senda inn greinar, myndir eða frásagnir er bent á að hafa samband við Óskar í tölvupósti soguritun@umse.is eða beint við skirfstofu UMSE.

Íþróttamaður UMSE 2020 Guðmundur Smári

posted Mar 25, 2021, 8:39 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Kjöri íþróttamanns UMSE 2020 var lýst fyrir skemmstu. Viðburðurinn fór fram með fremur óhefðbundnum hætt að þessu sinni, en verðlaunin voru veitt í beinni útsendingu á Facebook síðu UMSE. Að venju voru veitt verðlaun til íþróttafólks sem skaraði framúr á liðnu ári. Sérstakar viðurkenningar til þess íþróttafólks sem unnið hefur til Íslandsmeistaratitla, bikarmeistaratiltla, verið valin í landslið, afreks- eða úrtakshópa sérsambanda eða sett Íslandsmet á árinu 2020. Þá var þeim sem voru í kjöri til íþróttamanns UMSE og útnefndir íþróttamenn hverrar íþróttagreinar veittar viðurkenningar.

Eftirfarandi einstaklingar hlutu sérstaka viðurkenningu fyrir afrek.

•             Alexander Þór Arnarsson, í æfingahóp unglingalandsliðs í borðtennis.

•             Andri Már Mikaelsson, í landsliði Íslands í bandý.

•             Auðunn Arnarsson, í landsliði Íslands í bandý.

•             Friðrik Örn Ásgeirsson, í landsliði Íslands í bandý.

•             Heiðmar Örn Sigmarsson, í æfingahóp unglingalandsliðs í borðtennis.

•             Pétur Elvar Sigurðsson, í landsliði Íslands í bandý.

•             Ólafur Ingi Sigurðsson, í landsliði Íslands í bandý.

•             Trausti Freyr Sigurðsson, í æfingahóp unglingalandsliðs í borðtennis

•             Úlfur Hugi Sigmundsson, í æfingahóp unglingalandsliðs í borðtennis.

Við óskum þessu einstaklingum öllu til hamingju með þeirra árangur.

Í kjöri til íþróttamanns UMSE vour eftirfarandi:

Knattspyrnumaður UMSE:

     Borja López Lagúna, Umf. Svarfdæla (Dalvík/Reynir)

Sundmaður UMSE:

     Elín Björk Unnarsdóttir, Sundfélagið Rán

Frjálsíþróttamaður UMSE:

     Guðmundur Smári Daníelsson, Umf. Samherjar

Frisígolfmaður UMSE:

     Ólafur Ingi Sigurðson, Umf. Samherjar

Bandýmaður UMSE:

     Pétur Elvar Sigurðsson, Umf. Samherjar

Hestaíþróttamaður UMSE:

     Stefán Birgir Stefánsson, Hestamannafélagið Funi

Tilnefndur fyrir góðan árangur í hestaíþróttum:

     Svavar Örn Hreiðarsson, Hestamannafélagið Hringur

Tilnefnd fyrir góðan árangur í frjálsíþróttum:

     Sveinborg Katla Daníelsdóttir, Umf. Samherjar

Borðtennismaður UMSE:

     Trausti Freyr Sigurðsson, Umf. Samherjar

 

Úrslit kjörsins voru eftirfarandi:

    Í þriðja til fjórða sæti urðu Stefán Birgir Stefánsson og Svavar Örn Hreiðarsson. Þeir hlutu báðir 113 stig

    Í öðru sæti varð Ólafur Ingi Sigurðsson. Hann hlaut 115 stig.

    Í fyrsta sæti og íþróttamaður UMSE 2020, er Guðmundur Smári Daníelsson. Hann hlaut 129 stig.

Guðmundur Smári æfir frjálsíþróttir með háskólaliði sínu í Queen university of Charlotte. Hann leggur aðal áherslu á tugþraut. Vegna Covid-19 þá var ekki eins miklir möguleikar á þátttöku á stærri mótum eins og árið á undan. Öll mótin sem hann tók þátt í voru engu að síður sterk háskólamót sem fram fóru í Bandaríkjunum. Á hverju móti voru yfir 30 keppendur sem hafa náð lágmörkum inn á þessi mót og hafa hlotið keppnisleyfi. Á síðasta ári setti hann tvö skólamet í stangarstökki og  þrístökki bæði innan- og utanhúss.

Hann var einnig valinn í ALL Region innanhúss í sjöþraut og í spjótkasti utanhúss. Til að öðlast All Region þá þarf að vera með einn af fimm bestu árangrum í allri suð-austur hluta Bandaríkjana.


UMSE þakkar öllu íþróttafólkinu fyrir þáttökuna og við óskum öllum til hamingju með árangurinn á síðasta ári.

Myndir úr kjörinu, kynningu á þeim einstaklingum sem voru í kjörinu og upptöku af viðburðinum er að finna á facebook síðu UMSE:

https://www.facebook.com/UMSE1922Kjöri íþróttamanns UMSE lýst í beinni á Facebook

posted Mar 16, 2021, 3:44 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Kjöri íþróttamanns UMSE 2020 verður lýst fimmtudaginn 18. mars kl. 20:00.

Kjörinu verður lýst í beinni útsendingu á Facebook síðu UMSE. Er það gert til þess að fylgja tilmælum og reglum sóttvarnaryfirvalda um takmarkanir á samkomum.

Í kjörinu að þessu sinni eru 9 íþróttamenn og koma þeir frá 5 íþróttafélögum.

Eftirtaldir eru í kjörinu:
Borja López Lagúna                 Knattspyrna
Elín Björk Unnarsdóttir                 Sund
Guðmundur Smári Daníelsson Frjálsíþróttir
Ólafur Ingi Sigurðsson                 Frisbígolf
Pétur Elvar Sigurðsson                 Bandý
Stefán Birgir Stefánsson                 Hestaíþróttir
Svavar Örn Hreiðarsson                 Hestaíþróttir
Sveinborg Katla Daníelsdóttir         Frjálsíþróttir
Trausti Freyr Sigurðsson                 BorðtennisFacebook síðu UMSE er að finna hér:


Skráning að opna í Þorvaldsdalsskokkið

posted Mar 9, 2021, 5:40 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Á morgun, 10. mars, kl. 12:00 opnar fyrir skráningu í Þorvaldsdalsskokkið. Þetta er í 28. skiptið sem hlaupið er haldið og er von á met þátttöku annað árið í röð.

Nánar um skráninguna og upplýsingar um hlaupið á www.thorvaldsdalur.is


Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ, opið fyrir umsóknir

posted Mar 3, 2021, 3:15 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE


Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ.

Sjóðurinn hefur þann tilgang að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar m.a með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi. 

Opið er fyrir umsóknir til 1. apríl og verður úthlutað úr sjóðnum á degi verkalýðsins, 1. maí.


Rétt til styrkveitingar úr sjóðnum eiga allir félagar í ungmennafélögum sem eru virkir í starfi og hafa uppáskrift síns félags eða sambands til að afla sér aukinnar þekkingar á sínu sérsviði sem gæti nýst viðkomandi félagi, sambandi og ungmennafélagshreyfingunni í heild. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ, héraðssambönd, ungmennafélög og deildir innan þeirra rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum. Smelltu hér til þess að kynna þér reglugerð sjóðsins. 

Umsóknarfrestir eru tveir á ári, 1. apríl og 1. október.

Úthlutun fer fram sem næst 1. maí og 1. nóvember ár hvert.   

Umtalsverðar tilslakanir taka gildi 24. febrúar.

posted Feb 23, 2021, 6:46 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Af vef Ungmennafélags Íslands www.umfi.is

Allt að 200 manns mega horfa á íþróttaviðburði að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, skíðasvæði og sundstaðir mega taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda og allt að 150 nemendur verða heimilaðir í hverju rými á öllum skólastigum. Fjöldatakmarkanir fara úr 20 manns í 50, samkvæmt nýjum tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í morgun.

Breytingarnar taka gildi á morgun, miðvikudaginn 24. febrúar.

Þá segir í reglugerð að sú breyting hefur nú átt sér stað að fyrirkomulag íþróttakennslu barna og ungmenna fellur nú undir almenna reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Ný reglugerð heilbrigðisráðherra veitir umtalsvert svigrúm til íþróttaiðkunar og gilda sömu reglur um íþróttastarf innan skóla og utan frá og með morgundeginum, 24. febrúar.


Breytingar á samkomutakmörkunum í hnotskurn:

 • 200 áhorfendur mega vera á íþróttaviðburðum.
 • Einn metri verður að vera á milli fólks.
 • Gestir mega ekki sitja andspænis hver öðrum nema meira en tveir metrar séu á milli þeirra.
 • Þátttaka allra gesta skal skráð þar sem fram kemur nafn, kennitala og símanúmer.
 • Allir skulu nota andlitsgrímu og tryggt að fjarlægð milli ótengdra aðila sé meiri en 1 metri.
 • Heimilt er að hafa hlé á sýningum en áfengisveitingar og áfengissala á viðburðum er óheimil.
 • Koma skal í veg fyrir hópamyndanir, jafnt fyrir og eftir viðburð og í hléi.
 • Ef ekki er hægt að uppfylla eitthvert framantalinna skilyrða gildir reglan um 50 manna hámarksfjölda á viðburðinum.
 • Almennt verður heimilaður hámarksfjöldi nemenda 150 í hverju rými og blöndun milli sóttvarnahólfa heimil á öllum skólastigum, líka í háskólum.
 • Sund- og baðstaðir: Gestir mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda.
 • Heilsu- og líkamsræktarstöðvar: Gestir mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda. Í  hverju rými mega nú að hámarki vera 50 manns. 
 • Skíðasvæði: Heimilt er að taka á móti 75% af hámarksfjölda af móttökugetu hvers svæðis.

Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns samkvæmt nýjum reglum um samkomutakmarkanir sem taka gildi 24. febrúar.

Reglur um grímunotkun verða óbreyttar og áfram verður 2 metra nándarregla meginviðmið en þó með ákveðnum undantekningum eins og að neðan greinir.

Nánar í frétt á vef stjórnarráðsins:

Æskulýsvettvangurinn

posted Feb 4, 2021, 1:35 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Félagar UMSE eiga aðild að Æskulýðsvettvangnum í gegnum UMFÍ.

Æskulýðsvettvangurinn vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi og stuðlar að heilbrigðum, uppbyggjandi, vönduðum og öruggum aðstæðum í slíku starfi.

Tilgangur og markmið félagsins er að stuðla að samræðu og samstarfi aðildarfélaganna á sviði leiðtogaþjálfunar, fræðslu- og forvarnarmála, útbreiðslu og kynningar sem og á öðrum sviðum eftir því sem þurfa þykir. Tilgangi sínum og markmiðum hyggst félagið ná með því að standa fyrir námskeiðum, ráðstefnum og öðrum sameiginlegum verkefnum sem lúta að hagsmunum barna og ungmenna.

Á vef Æskulýðsvettvangsins er að finna ýmis gagnleg verkfæri, skjöl og námskeið sem geta nýst íþrótta- og ungmennafélögum í daglegu starfi.

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu samtakanna www.aev.is

www.aev.is

Opið fyrir umsóknir um endurgreiðslur

posted Feb 1, 2021, 4:10 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna endurgreiðslna til eininga innan vébanda ÍSÍ á vef Vinnumálastofnunar en stofnuninni var falið af hálfu félags- og barnamálaráðherra að sjá um framkvæmd laga nr. 155/2020 um greiðslur vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs.

Með lögunum er stuðlað að því að íþróttafélög og sambönd sem starfa innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands geti hafið óbreytta starfsemi að nýju eftir að þeim var gert að fella niður starfsemi á tilteknu tímabili, að hluta eða jafnvel öllu leyti vegna opinberra sóttvarnararráðstafanna. Markmiðið með þessari lagasetningu er að sem minnstar raskanir verði á íþróttastarfi á Íslandi til lengri tíma litið vegna faraldursins.

Lögin taka til greiðslna vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna hjáíþróttafélögum og öðrum samböndum sem starfa innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem hófu starfsemi fyrir 1. október 2020 og þurftu að fella niður starfsemi tímabundið, að hluta eða öllu leyti, vegna opinberra sóttvarnarráðstafana á tímabilinu 1. október 2020 til og með 30. júní 2021. Umsóknir um greiðslur skulu berast Vinnumálastofnun fyrir 30. september 2021. Eftir þá dagsetningu fellur réttur til greiðslu niður.

Vinnumálastofnun og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tóku höndum saman og hafa unnið í sameiningu að mótun verklags varðandi umsóknarferlið með það að leiðarljósi að einfalda umsýslu og ferlið í heild sinni.


ÍSÍ hvetur alla sambandsaðila sína og íþrótta- og ungmennafélög til að kynna sér skilyrði umsókna um ofangreindar endurgreiðslur og nýta sér úrræðið til hlítar.

Lífshlaupið hefst 3. febrúar.

posted Jan 27, 2021, 6:54 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands minnir á að Lífshlaupið 2021 hefst 3febrúar. 

Skráning hófst þann 20. janúar.

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.

Lífshlaupið skiptist í fjóra keppnisflokka:
 • vinnustaðakeppni frá 3febrúar – 23. febrúar, fyrir 16 ára og eldri (þrjár vikur)
 • framhaldsskólakeppni frá 3febrúar – 16. febrúar, fyrir 16 ára og eldri (tvær vikur)
 • grunnskólakeppni frá 3febrúar – 16. febrúar, fyrir 15 ára og yngri (tvær vikur)
 • einstaklingskeppni þar sem hver og einn getur skráð inn sína hreyfingu allt árið


Eins og ávallt hvetjum við alla landsmenn til þess að taka þátt í Lífshlaupinu og skapa skemmtilega stemningu og auka félagsandann á vinnustaðnum/í skólanum.

Skráningarferlið er einfalt og þægilegt en fínar leiðbeiningar má finn hér og undir viðeigandi keppni vinstra megin.

Gaman er að geta fylgst með sinni hreyfingu og jafnframt tekið þátt í þessari skemmtilegu landskeppni. Skrá má alla hreyfingu inn á vefinn svo framarlega sem hún nær ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu. Börnum 15 ára og yngri er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og 16 ára og eldri a.m.k. 30 mínútur á dag. Einnig er einfalt að ná í hreyfinguna sína úr Strava.

Um leið og við hvetjum ykkur til þess að taka þátt í Lífshlaupinu óskum við eftir liðsinni ykkar við að hvetja ykkar fólk til þess að gera það líka.

Nánari upplýsingar um Lífshlaupið og skráningu gefur Hrönn Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ á hronn@isi.is, eða Kristín Birna Ólafsdóttir verkefnastóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ á kristino@isi.is. Einnig er hægt að hringja á vinnutíma í síma 514-4000.


Nánar um Lífshlaupið er að finna hér:

https://lifshlaupid.is/

https://lifshlaupid.is/

1-10 of 378