Fréttir


Takk fyrir samveru á unglingalandsmóti 2-5. ágúst

posted Aug 11, 2018, 4:05 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Aug 11, 2018, 4:07 AM ]

Þið stóðuð ykkur frábærlega.

Það var flottur hópur vaskra unglinga á aldrinum 11-18 ára sem tók þátt fyrir hönd UMSE á Unglingalandsmóti sem fram fór um verslunarmannahelgina í Þorlákshöfn. Unglingarnir okkar voru til fyrirmyndar á mótinu og náðu að landa nokkrum Unglingalandsmótstitlum. Að þessu sinni voru allir keppendur UMSE á mótinu úr Dalvíkurbyggð og vonumst við til að fleiri aðildarfélög verði með á næsta móti sem haldið verður á Höfn í Hornafirði. Mótið var í alla staði til fyrirmyndar hjá Þorlákshafnarbúum.

Unglingalandsmótið er svo miklu meira en bara íþróttamót því þarna eiga fjölskyldur, vinir og kunningjar yndislegar samverustundir og búa til minningar fyrir lífstíð og eignast nýja vini. Mótið er líka góður liður í forvörnum fyrir unga fólkið okkar og það var frábær upplifun að vera á útihátíð um verslunarmannahelgi og allir edrú að skemmta sér saman.

Árleg grillveisla UMSE fór að venju vel fram og gæddu menn sér á nautasteik. Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og hennar maður Haukur Snorrason stóðu í ströngu við að grilla ofan í keppendur og aðstandendur UMSE og fórst það vel úr hendi.

 

UMSE færir öllum þeim sem komu að þátttöku á mótinu kærar þakkir.

 

Sérstakar þakkir fá þeir aðilar sem studdu við þátttöku UMSE á mótinu. Það voru:

Bústólpi, aðalstyrktaraðili UMSE

Landflutningar Samskip

Félagsbúið Áshóli

Nýja kaffibrennslan

Kristjánsbakarí

Þorvaldsdalsskokkið 2018 - 25 ára afmælishlaup

posted Jul 9, 2018, 5:47 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Þorvaldsdalsskokkið fór fram í 25 sinn laugardaginn 07.07.2018 í allskonar veðri. Það var met þátttaka í hlaupinu en það voru 73 keppendur sem hlupu leiðina og tveir fóru fótgangandi. Það var gaman að sjá keppendur koma í markið sumir búnir að sigra sjálfan sig og aðrir að sigra besta tímann sinn. Keppendur voru sammála um að þetta sé erfiðasta leið sem hlaupin er á landinu. 
Það voru þau Óskar Jakobsson og Elsa Guðrún Jónsdóttir sem komu fyrst í mark í karla og kvenna flokki. Óskar kom fyrstur í mark á 2:20:08 og Elsa á 2:25:29. Í öðrusæti voru það svo Helgi Reynir Árnason á tímanum 02:30:06 og Svava Jónsdóttir 03:01:02 en hún og Elsa eru systur. Í þriðju sætum voru svo Hólmgeir Rúnar Hreinsson 02:31:31 og Þórhildur Ólöf Helgadóttir 03:01:40.
Takk fyrir allir sem komu og tóku þátt í hlaupinu og þeir sem stóðu vaktina í hlaupinu og undirbúningnum.
Flottur hópur keppenda

Landsmót UMFÍ á Sauðárkróki 12.-15.júlí 2018

posted May 15, 2018, 6:21 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated May 15, 2018, 6:37 AM ]

Landsmótið verður haldið með nýju sniði þetta árið. Það verða margar og fjölbreyttar greinar sem hægt er að keppa í. Einnig verður fullt af öðru sem hægt er að gera á mótinu ef ekki er áhugi á keppni. Ungmannafélagsandinn verður ríkjandi og UMSE tjaldið staðsett á tjaldsvæðinu. 

Kynnið ykkur nýtt form á Landsmóti á þessum link.
https://www.landsmotid.is/media/1962/landsmot_web.pdf


Við vonumst til þess að sem flestir finni sér eitthvað við hæfi og mæti í þessa íþróttaveislu.

Mynd frá Þorsteinn Marinósson.

Búið að opna fyrir skráningar í Þorvaldsdalsskokkið 2018

posted May 2, 2018, 3:29 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Opnað hefur verið fyrir skráningar í Þorvaldsdalsskokkið á hlaup.is 
 https://hlaup.is/default.asp?cat_id=813

Þorvaldsdalsskokkið er elsta utanvegahlaup á Íslandi og á 25 ára afmæli í ár. Við vonum að þú takir þátt í afmælinu með okkur. Við hlökkum til að sjá þig 7. júlí fyrir norðan.

Fyrir þá sem eru að safna greinum í Landvættinum þá viljum við minna á að Þorvaldsdalsskokkið er hluti af Landvættinum. 
http://www.landvaettur.is/

Ferðastyrkir

posted Apr 20, 2018, 6:38 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Kæru félagar það er hægt að sækja um í ferðasjóðinn okkar

Stjórn UMSE veitir ferðastyrki til íþróttafólks innan UMSE vegna æfinga- og keppnisferða. Hægt er að sækja um fyrir einstaklinga eða hópa.
Stjórnin setur sér vinnureglur um þessa styrki og miðast þeir við fjárhag sambandsins að hverju sinni. Hver einstaklingur getur einungis fengið einn styrk á hverju ári. Íþróttafólk getur sótt sjálft um styrkinn til stjórnar, en umsóknina þarf að staðfesta af forráðamanni íþróttafélagsins. Einnig geta aðildarfélög sótt um styrki fyrir hönd iðkenda. Úthlutað er tvisar á ári, í júní og október. Umsóknarfrestur er til 31. maí og 30. september.
http://www.umse.is/styrkir - á þessari slóð eru umsóknareyðublöð fyrir styrkina.
Myndaniðurstaða fyrir fer í íþróttaferð

97. ársþing UMSE

posted Mar 27, 2018, 2:58 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Mar 27, 2018, 2:59 AM ]

Fimmtudaginn 22.mars fór 97. ársþing UMSE fram í félagsheimilinu Laugarborg í Eyjafjarðarsveit. Mjög vel var mætt á þingið en öll félög UMSE áttu fulltrúa á þinginu. Alls var mættur 31 fulltrúi af þeim 46 sem áttu rétt til setu.

Auk þingfulltrúa og starfsmanna þingsins voru mættir gestir frá Eyjafjarðarsveit, Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands og Ungmennafélagi Íslands. Þegar allt er talið sátu 44 aðilar þingið og verður því að segjast að þingið hafi verið vel sótt. Vel gert félagar UMSE.

Óvenju fá mál lágu fyrir á þinginu þetta árið. Þar má einna helst nefna breytingu á 8. grein í Fræðslu- og verkefnasjóði UMSE þess efnis að nú verður aðeins hægt að sækja um í sjóðinn einu sinni á ári, þ.e. fyrir 1. október. Úthlutun fer fram 1. nóvember. Þá var samþykkt tillaga á þinginu þar sem UMSE beinir því til aðildarfélaga sinna að þau gangi úr skugga um að þjálfarar og þeir aðilar sem stýra íþróttastarfi í félögunum séu með hreint sakavottorð. Það verði gert með því að óska eftir skriflegu samþykki viðkomandi þess efnis að fá aðgang að upplýsingum úr sakaskrá. UMFÍ mun aðstoða félögin við þetta eins og á þarf að halda.

Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins voru samþykkt einróma á þinginu.

Á þinginu var fimm einstaklingum veitt heiðursviðurkenning frá UMSE. Þau Stefán Friðgeirsson, Guðrún Erna Rúdolfsdóttir og Christina Niewert Hestamannafélaginu Hring og Jónína Guðrún Jónsdóttir Umf. Svarfdæla hlutu starfsmerki UMSE. Kristjáni Ólafssyni formanni Umf. Svarfdæla var veitt gullmerki UMSE fyrir störf sín í þágu íþrótta- og ungmennafélagsmála. Stefáni Garðari Níelssyni, formanni knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis var veitt starfsmerki UMFÍ. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands veitti Bjarnveigu Ingvadóttur gullmerki fyrir störf sín í þágu félagsins.

Guðmundi Steindórssyni var síðan færður þakklætisvottur frá stjórn UMSE fyrir störf í tengslum við skráningu gamalla gagna, flokkun skjala og að koma þeim í varðveislu á héraðsskjalasafnið.

Það voru þónokkrar breytingar í stjórn UMSE að þessu sinni. Nýir að koma inn og þeir sem fyrir voru að færast til í störfum. Bjarnveig Ingvadóttir gaf ekki kost á sér áfram sem formaður og var Sigurður Eiríksson Umf. Samherjum og varaformaður UMSE kosinn formaður. Þorgerður Guðmundsdóttir Umf. Samherjum,  meðstjórnandi UMSE var kosin varaformaður. Hólmfríður Gísladóttir, Sundfélaginu Rán, kemur ný inn í stjórn UMSE sem meðstjórnandi og Kristlaug Valdimarsdóttir Umf. Smáranum kemur ný inn í stjórn UMSE sem ritari en hún hefur gegnt því embætti áður.  Endurkjörin í varastjórn UMSE voru þau Guðrún Sigurðardóttir, Umf. Svarfdæla og Björgvin Hjörleifsson, Skíðafélagi Dalvíkur en ný inn kemur Edda Kamilla Örnólfsdóttir, Hestamannafélaginu Funa. Gjaldkeri stjórnar UMSE, Einar Hafliðason Umf. Þorsteini Svörfuði, er sá eini úr stjórn sem heldur sínum störfum áfram.

 

Sjóðsstjórn Fræðslu- og verkefnasjóðs UMSE er óbreytt frá síðasta ári en þá voru þau Hringur Hreinsson, Umf. Æskunni og Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Umf. Þorsteini Svörfuði kjörin í stjórn sjóðsins ásamt einum fulltrúa sem stjórn UMSE tilnefnir. Anna Kristín Árnadóttir og Elín Margrét Stefánsdóttir, Hestamannafélaginu Funa, voru endurkjörnar -skoðunarmenn reikninga.

Uppstillingarnefnd fyrir næsta árþing munu skipa formenn Skíðafélags Dalvíkur, Umf. Smárans og Blakfélagsins Rima.

Skíðafélag Dalvíkur hlaut Félagsmálabikar UMSE.

Forsetar þingsins voru Sigmundur Guðmundsson og Jónas Vigfússon frá Umf. Samherjum og ritarar Jónína H. Gunnlaugsdóttir, Umf. Þorsteini Svörfuði, og Rósa Margrét Húnadóttir, Umf. Samherjum. Gestir þingsins voru Halldóra Magnúsdóttir formaður íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar, Gunnar Gunnarsson, stjórnarmaður UMFÍ og Ingi Þór Ágústson, stjórnarmaður ÍSÍ.

Ársskýrsla UMSE 2017, sem gefin var út á þinginu, er nú aðgengileg hér á vefsíðu UMSE og verður þinggerðin sömuleiðis aðgengileg innan skamms.

Fleiri myndir af þinginu er að finna á Facebook síðu UMSE:

 
 
  
 
 
  


UMSE gallarnir ennþá til í Toppmenn og sport

posted Mar 6, 2018, 1:36 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Mar 20, 2018, 2:09 AM ]


 Hægt er að kaupa vinsælu UMSE gallana í verslun Toppmenn og sport á Akureyri. Við viljum hvetja félög til þess að fá lánaða mátunargalla og vera með mátunar og pöntunar daga fyrir félagsmenn ykkar. Ef einhverjar spurningar vakna verið þá í sambandi við skrifstofu í síma 898-3310 eða tölvupósti umse@umse.is
Gallarnir eru niðurgreiddir af UMSE. Verslunin selur gallana á niðurgreidda verðinu.
    

Svavar Örn Hreiðarsson íþróttamaður UMSE 2017

posted Jan 19, 2018, 11:25 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Jan 19, 2018, 11:40 AM ]


Í gærkvöldi var kjöri Íþróttamanns UMSE lýst á Hótel Natur, Svalbarðsstrandarhreppi. Svavar Örn er knapi úr Hestamannafélaginu Hring. Hann var jafnframt  útnefndur hestamaður UMSE 2017 og er einnig íþróttamaður Dalvíkurbyggðar og Hestamannafélagsins Hrings.

Svavar Örn hefur verið í fremstu röð á kappreiðarbrautinni undanfarin ár og sló ekki slöku við þetta árið og var markmið hans að komast á HM í Hollandi með Heklu frá Akureyri. Þangað náði hann þó leiðin hafi hvorki verið bein né greið. Veltan sem Svavar og Hekla tóku saman er heimsfræg og flestir töldu að þar með væri draumurinn búinn en svo var aldeilis ekki. Með eljusemi og slatta af keppnisskapi uppskar hann það sem stefnt var að.

Svavar keppti á Íslandsmótinu í 100 metra skeiði á Heklu og urðu þau þar í öðru sæti og á úrtökumóti fyrir HM urðu þau sigurvegarar. Þessi árangur ásamt góðum árangri á öðrum mótum varð til þess að Svavar komst í landsliðið með Heklu og fóru þau á Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Hollandi í ágúst og kepptu þar í skeiði.  Þar enduðu þau í 3. sæti í 100 metra skeiði og 10. sæti í 250 metra skeiði“.

Í kjöri til íþróttamanns UMSE 2017 voru:

Sundmaður UMSE 2017, Amalía Nanna Júlíusdóttir, Sundfélaginu Rán.

Golfmaður UMSE 2017, Amanda Guðrún Bjarnadóttir, Golfklúbbnum Hamri.

Skíðamaður UMSE 2017, Andrea Björk Birkisdóttir, Skíðafélagi Dalvíkur.

Frjálsíþróttamaður UMSE 2017, Guðmundur Smári Daníelsson, Umf. Samherjum.

Badmintonmaður UMSE 2017, Haukur Gylfi Gíslason, Umf. Samherjum.

Frisbígolfmaður UMSE 2017, Ólafur Ingi Sigurðsson, Umf. Samherjum.

Hestamaður UMSE 2017, Svavar Örn Hreiðarsson, Hestamannafélaginu Hring.

Borðtennismaður UMSE 2017, Sævar Gylfason, Umf. Æskunni.

Arnór Snær Guðmundsson, Golfklúbbnum Hamri, tilnefndur af stjórn fyrir góðan árangur í golfi.

Viktor Hugi Júlíusson, Umf. Svarfdælum, tilnefndur af stjórn fyrir góðan árangur í frjálsíþróttum.

 

Við sama tilefni var veitt viðurkenning og styrkur til hestamannafélagsins Hrings fyrir framúrskarandi barna- og unglingastarf. Hjá Hring er mikið og öflugt barna- og unglingastarf þar sem gleði, bros og hlátur einkenna hópinn. Til þess að gefa öllum börnum og unglingum færi á að stunda hestamennsku þá lækkaði stjórn Hrings námskeiðsgjöld all verulega fyrir þátttakendur og Tina reiðkennari hefur  útvegað hesta fyrir þá sem hafa ekki aðgang að reiðhesti. Styrkurinn er veittur af Bústólpa ehf. sem er aðal styrktaraðili UMSE og sér stjórn UMSE um úthlutun styrksins.

 

Veittar voru viðurkenningar til íþróttamanna sem allir eiga það sameiginlegt að hafa skarað framúr á sviði íþróttanna á árinu 2017. Eftirfarandi íþróttafólki voru veittar viðurkenningar fyrir að hafa unnið til Íslandsmeistaratitla, landsmótsmeistaratitla, verið valin í úrvals- eða afrekshópa sérsambanda eða í landslið á árinu 2017:

Brynjólfur Máni Sveinsson Íslandsmeistari í stórsvigi 12 ára.

Daníle Rosazza Íslandsmeistari í stórsvigi og samhliðasvigi 13 ára.

Daði Hrannar Jónsson Íslandsmeistari í svigi 14 ára.

Guðni Berg Einarsson Íslandsmeistari í samhliðasvigi 14 ára.

Helgi Halldórsson Íslandsmeistari í svigi og alpatvíkeppni 14 ára.

Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir Íslandsmeistari í svigi, stórsvigi, alpatvíkeppni og samhliðasvigi 14 ára.

Skíðalið Dalvíkur varð bikarmeistari í liðakeppni drengja. 

Hildur Marín Gísladóttir Íslandsmeistari í badminton í tvíliðaleik Táta U13. Valin í landsliðsæfingabúðir U15 í badmintoni, Íslandsmeistari í tvíliðaleik í borðtennis 13 ára og yngri. Valin í unglingalandslið í borðtennis.

Úlfur Hugi Sigmundsson, valinn í U15 landslið í badminton og borðtennis. Íslandsmeistari í tvíliðaleik 13 ára og yngri.

Heiðmar Örn Sigmarsson Íslandsmeistari barna í frisbígolfi, Íslandsmeistari í tvíliðaleik 13 ára og yngri í badminton. Íslandsmeistari í einliðaleik í borðtennis og valinn í unglingalandslið í borðtennis.

Trausti Freyr Sigurðsson valinn í unglingalandslið í borðtennis.

Brimar Jörvi Guðmundsson Unglingalandsmótsmeistari í strandblaki 17-18 ára og Unglingalandsmótsmeistari í golfi 16-18 ára.

Baldur Smári Sævarsson Unglingalandsmótsmeistari í strandblaki 17-18 ára ásamt Brimari Jörva.

Markús Máni Pétursson Unglingalandsmótsmeistari í strandblaki 11-12 ára.

Dagur Ýmir Sveinsson Unglingalandsmótsmeistari í strandblaki 11-12 ára.

Sveinn Margeir Hauksson Unglingalandsmótsmeistari í 4x100 metra boðhlaupi með liðinu Justice League 16-17 ára.

Veigar Heiðarsson Unglingalandsmótsmeistari í golfi 11-13 ára.

Sandra Ósk Svavarsdóttir Unglingalandsmótsmeistari í körfubolta og knattspyrnu 17-18 ára.

Rakel Sjöfn Stefánsdóttir Unglingalandsmótsmeistari í körfubolta og knattspyrnu 17-18 ára.

Rósa Dís Stefánsdóttir Unglingalandsmótsmeistari í körfubolta og knattspyrnu 17-18 ára.

Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir Unglingalandsmótsmeistari í körfubolta og knattspyrnu 17-18 ára.


Íþróttamaður UMSE 2017

posted Jan 8, 2018, 10:11 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Jan 8, 2018, 10:18 AM ]

Kjöri íþróttamanns UMSE 2017 verður lýst á Hótel Natur, Þórisstöðum, Svalbarðsstrandarhreppi,fimmtudaginn 18. janúar. kl. 18:00. Þar verða einnig veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í íþróttum á árinu 2017.


Jólakveðja

posted Dec 27, 2017, 2:12 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Myndaniðurstaða fyrir jólamyndirSendum ykkur okkar bestu jóla- og nýárskveðjur með þökkum fyrir samverustundirnar á síðasta ári. Hlökkum til að búa til nýjar minningar á nýju ári.

1-10 of 304