Fréttir


Dagskrá viðurkenningarhátíðar á Hrafnagili 13. nóv kl. 17-18

posted Nov 10, 2017, 6:10 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Mánudaginn 13. nóvember verður UMSE veitt viðurkenning fyrir að vera fyrsta Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Einnig verður skrifað undir samstarfssamning við Bústólpa.

Dagskrá

Gestir boðnir velkomnir

Íþróttasýning frá félögum UMSE 

Hástökk sýning

Undirritun samnings við Bústólpa aðal stuðningsaðila UMSE

Viðurkenning Fyrirmyndarhéraðs ÍSÍ veitt

Veitingar

Öllum velkomið að koma og taka þátt. 

Auglýst eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE

posted Nov 7, 2017, 4:07 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

UMSE auglýsir eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga eða hópa, 
innan UMSE, sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni.

Umsóknarfrestur í sjóðinn er til og með 1. desember n.k. og verður úthlutað úr sjóðunum 15. desember.

Vakin er athygli á því að að úthlutað í samræmi við reglugerð sjóðsins, sem samþykkt var árið 2013  og er hún aðgengileg á vefsíðu UMSE.
Stjórn UMSE úthlutar úr sjóðnum.


Umsóknareyðublað er að einnig að finna á vefsíðu UMSE.


Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri UMSE.

Fyrirmyndarhéraðið UMSE

posted Nov 7, 2017, 3:33 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Nov 7, 2017, 3:09 PM ]


Mánudaginn 13. nóvember mun forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands veita UMSE viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Fyrirmyndarhérað ÍSÍ er gæðavottun íþróttahreyfingarinnar á íþróttastarfi. UMSE tók sér góðan tíma í að klára umsóknarferlið og mikil fagleg vinna að baki. UMSE er fyrsta íþróttahéraðið sem fær þessa viðurkenningu. Einnig verður undirritaður samningur milli UMSE og Bústólpa sem er aðal styrktaraðili héraðsins. Þessu ætlum við að fagna í Íþróttamiðstöðinni á Hrafnagili kl 17-18. 
Þér er boðið að koma og fagna með okkur.  

Ásdís Sigurðardóttir nýr framkvæmdastjóri UMSE

posted Oct 24, 2017, 1:47 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Fréttatilkynning frá stjórn UMSE: 

Nú um næstu mánaðarmót tekur Ásdís Sigurðardóttir við starfi framkvæmdastjóra UMSE.  

Ásdís er frá Siglufirði en er búsett á Akureyri. Hún er með meistaragráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst en hefur einnig verið við nám í opinberri stjórnsýslu í Háskóla Íslands, lagt stund á markþjálfanám, verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun svo eitthvað sé nefnt. Hún hefur komið töluvert að íþrótta- og æskulýðsmálum gegnum tíðina bæði sem keppandi, þjálfari, kennari og verkefnastjóri. Auk fjölbreyttrar reynslu á sviði íþróttamála hefur hún einnig verið með sjálfstæðan rekstur, sinnt félagsmálum af miklum krafti og nú síðast verið umsjónarmaður Vinnuskóla Akureyrar og formaður frjálsíþróttadeildar KFA á Akureyri.  Stjórn UMSE býður Ásdísi velkomna til starfa.

Ásdís tekur við starfinu af Þorsteini Marinóssyni sem lætur nú af störfum hjá UMSE eftir 11 ára starf. Stjórn UMSE færir Þorsteini bestu þakkir fyrir allt hans mikla og góða starf í þágu UMSE og fyrir afar ánægjulegt samstarf á liðnum árum með ósk um að honum farnist vel á nýjum vettvangi. 

UMSE auglýsir eftir framkvæmdastjóra

posted Sep 19, 2017, 4:04 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE


Ferðastyrkir til íþróttafólks innan UMSE

posted Sep 8, 2017, 2:23 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Stjórn UMSE auglýsir eftir umsóknum um ferðastyrki til íþróttafólks innan UMSE. Styrkjunum er úthlutað eftir vinnureglum sem stjórn UMSE setur og miðast upphæð styrkjanna við samþykkta fjárhagsáætlun hverju sinni.

Hver einstaklingur getur einungis fengið einn styrk á hverju ári. Íþróttafólk getur sótt sjálft um styrkinn til stjórnar, en umsóknina þarf að staðfesta af forráðamanni íþróttafélagsins. Einnig geta aðildarfélög sótt um styrki fyrir hönd iðkenda. Úthlutað er tvisar á ári, í júní og október.


Umsóknarfrestur fyrir seinni úthlutun ársins er til og með 30. september.

Umsóknum þarf að skila til skrifstofu UMSE á þar til gerðum umsóknareyðublöðum.

Nánar um styrkina og vinnureglur um úhlutun er að finna á vefsíðu UMSE www.umse.is/styrkir. Þar er einnig að finna umsóknareyðublöð.

Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu UMSE til að fá upplýsingar.

Auglýst eftir umsóknum í Fræðslu- og verkefnasjóð UMSE

posted Sep 7, 2017, 5:17 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Ungmennasamband Eyjafjarðar auglýsir eftir umsóknum í Fræðslu- og verkefnasjóð UMSE

Seinni úthlutun ársins 2017 fer fram 1. nóvember.

Sjóðurinn hét áður Landsmótssjóður UMSE, en nafni hans og reglugerð var breytt á síðasta ársþingi UMSE sem fór fram í Árskógi, 9. mars 2017.

Sjóðurinn hefur frá stofnun stutt vel við margvísleg verkefni. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að öflugara starfi hjá UMSE og aðildarfélögum þess. Sjóðurinn styrkir ýmis verkefni í innra starfi UMSE – svo sem:
-Útbreiðslu- og kynningarstarf í því skyni að gera UMSE sýnilegra og vekja athygli á fjölþættu starfi sambandsins.-Fræðslustarf – m.a. námskeiðshald og fyrirlestra fyrir þjálfara, leiðbeinendur, starfsmenn og/eða dómara, félagsmenn og iðkendur innan UMSE.
-Önnur verkefni sem sjóðsstjórn metur að séu til þess fallin að efla innra starf UMSE.

Vakin er athygli á því að sækja þarf um styrki á sérstöku umsóknareyðublaði.

Umsóknarfrestur er til og með 30. september n.k. 

Umsóknir berist skirfstofu UMSE Búgarði, Óseyri 2, 603 Akureyri eða í tölvupósti á umse@umse.is.

Umsóknareyðublað, nánar um sjóðinn og úthlutunarreglur hans er að finna á vefsíðu UMSE.
http://www.umse.is/reglugerdhir/Frslu--og-verkefnasjur-UMSE

Nánari upplýsingar veitir skrifstofa UMSE.

Knattspyrnumót UMSE og Bústólpa 2017

posted Aug 31, 2017, 4:18 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Aug 31, 2017, 4:20 AM ]

Knattspyrnunefnd UMSE hefur ákveðið að halda knattspyrnumót UMSE og Bústólpa á íþróttavellinum á Hrafnagili miðvikudaginn 6. september kl. 17:30.
Aðalmarkmið mótsins er að börn og unglingar á svæðinu sem áhuga hafa á fótbolta komi saman, kynnist og skemmti sér.
 
Stefnt er að því að keppa í eftirfarandi flokkum ef næg þátttaka fæst (blönduð lið):

8. flokkur (Börn fædd 2011 og síðar).  5 manna bolti.
7. flokkur (Börn fædd 2009-2010).       5 manna bolti.
6. flokkur (Börn fædd 2007-2008).       5 manna bolti.
5. flokkur (Börn fædd 2005-2006).       5 manna bolti.
4. flokkur (Börn fædd 2003-2004).       5 manna bolti.
3. flokkur (Börn fædd 2001-2002).       5 manna bolti.
17-18 ára (Börn fædd 2000-1999)       5 manna bolti

Mögulega þarf að setja saman einhverja flokka eftir skráningu.

Til að hægt sé að raða niður leikjum og ganga frá pöntun á viðurkenningum er mikilvægt að skráningar berist í síðasta lagi sunnudaginn 3. september kl. 22  á netfangið elvaroli58@gmail.com
Í skráningunni þarf að koma fram hve mörg lið félagið sendir, í hvaða flokki þau keppa og fjöldi barna. Endilega hafið samband þó að það náist ekki í fullt lið. Markmiðið er að allir geti tekið þátt svo við munum reyna að koma öllum í lið.

Þátttökugjaldið er 1000 kr. á haus en félög sjá sjálf um að rukka þáttakendur. Innifalið í því er ein pizza sneið og svali. Ef þátttakendur vilja meira þá geta þeir keypt sér það á smápening líkt og aðrir gestir.
 
Okkur langar að biðja ykkur, kæru viðtakendur, að koma þessum pósti áfram til þjálfara og annarra sem málið varðar. Við erum ekki með nettfang hjá öllum og treystum því á ykkur. Einnig væri gott að setja upplýsingar um mótið inn á heimasíður félaganna.
 
Hlökkum til að heyra frá ykkur,
Elvar Óli Marinósson Umf. Reyni og Einar Hafliðason Umf. Þorsteini Svörfuði. 
 
Gott að muna:
Staðsetning:  Íþróttavöllurinn á Hrafnagili
Tímasetning:  Miðvikudagurinn 6. semptember kl. 17:30
Skráning:  Í síðasta lagi sunnudaginn 3. september kl. 22

Guðmundur Smári á Norðurlandamót U19 í frjálsíþróttum

posted Aug 15, 2017, 7:30 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Aug 15, 2017, 7:32 AM ]

Guðmundur Smári Daníelsson, frjálsíþróttamaður úr Umf. Samherjum, var valinn í U19 landsliðshóp FRÍ til þátttöku á Norðurlandamóti U19 í frjálsíþróttum.
Guðmundur er einn 15 íslenskra keppenda á mótinu, en Ísland teflir fram sameiginlegu liði með Danmörku. Mótið fer fram dagana 19.-20. ágúst nk. í Umea, Svíþjóð.

Guðmundur sem hefur lagt mesta áherslu á Tugþrautarkeppni, var valinn til þátttöku í þrem greinum á mótinu: spjótkasti, þrístökk og 4×400.

Nánari upplýsingar um valið og einnig verður hægt að fylgjast með gangi mála á vefsíðu Frjálsíþróttasambands Íslands:

Takk fyrir gott Unglingalandsmót UMFÍ

posted Aug 14, 2017, 3:42 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Aug 14, 2017, 3:46 AM ]

Um verslunarmannahelgina fór fram Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum. Keppendur frá UMSE voru 39 að þessu sinni og kepptu í strandblaki, frjálsíþróttum, knattspyrnu, körfuknattleik, golfi, sundi, kökuskreytingum, þreki (crossfit) og skák. Keppendur UMSE voru til fyrirmyndar á mótinu, bæði á keppnisvellinum sem og utan hans. Það sama má segja um aðstandendur, sem stóðu þétt við bakið á sínu fólki.

Árleg grillveisla fór að venju vel fram og voru um 110 - 120 manns sem gæddu sér á nautasteikinni í þetta skiptið.
Mótið var í alla staði til mikillar fyrirmyndar og veðrið lék við mótsgesti alla helgina.

Fjölmörgum Unglingalandsmótsmeistaratitlum var landað af keppendum UMSE.

UMSE færir öllum þeim sem komu að þátttöku á mótinu kærar þakkir.

Sérstakar þakkir fá þeir aðilar sem studdu við þátttöku UMSE á mótinu. Það voru:
Bústólpi, aðalstyrktaraðili UMSE
Landflutningar Samskip
Félagsbúið Áshóli
Ölgerðin
Nýja kaffibrennslan.


Myndir af mótinu eru væntanlegar inn á Facebook síðu UMSE

www.facebook.com/ungmennasamband.eyjafjardar/

1-10 of 293