Fréttir


UMSE auglýsir eftir framkvæmdastjóra

posted Sep 19, 2017, 4:04 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE


Ferðastyrkir til íþróttafólks innan UMSE

posted Sep 8, 2017, 2:23 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Stjórn UMSE auglýsir eftir umsóknum um ferðastyrki til íþróttafólks innan UMSE. Styrkjunum er úthlutað eftir vinnureglum sem stjórn UMSE setur og miðast upphæð styrkjanna við samþykkta fjárhagsáætlun hverju sinni.

Hver einstaklingur getur einungis fengið einn styrk á hverju ári. Íþróttafólk getur sótt sjálft um styrkinn til stjórnar, en umsóknina þarf að staðfesta af forráðamanni íþróttafélagsins. Einnig geta aðildarfélög sótt um styrki fyrir hönd iðkenda. Úthlutað er tvisar á ári, í júní og október.


Umsóknarfrestur fyrir seinni úthlutun ársins er til og með 30. september.

Umsóknum þarf að skila til skrifstofu UMSE á þar til gerðum umsóknareyðublöðum.

Nánar um styrkina og vinnureglur um úhlutun er að finna á vefsíðu UMSE www.umse.is/styrkir. Þar er einnig að finna umsóknareyðublöð.

Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu UMSE til að fá upplýsingar.

Auglýst eftir umsóknum í Fræðslu- og verkefnasjóð UMSE

posted Sep 7, 2017, 5:17 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Ungmennasamband Eyjafjarðar auglýsir eftir umsóknum í Fræðslu- og verkefnasjóð UMSE

Seinni úthlutun ársins 2017 fer fram 1. nóvember.

Sjóðurinn hét áður Landsmótssjóður UMSE, en nafni hans og reglugerð var breytt á síðasta ársþingi UMSE sem fór fram í Árskógi, 9. mars 2017.

Sjóðurinn hefur frá stofnun stutt vel við margvísleg verkefni. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að öflugara starfi hjá UMSE og aðildarfélögum þess. Sjóðurinn styrkir ýmis verkefni í innra starfi UMSE – svo sem:
-Útbreiðslu- og kynningarstarf í því skyni að gera UMSE sýnilegra og vekja athygli á fjölþættu starfi sambandsins.-Fræðslustarf – m.a. námskeiðshald og fyrirlestra fyrir þjálfara, leiðbeinendur, starfsmenn og/eða dómara, félagsmenn og iðkendur innan UMSE.
-Önnur verkefni sem sjóðsstjórn metur að séu til þess fallin að efla innra starf UMSE.

Vakin er athygli á því að sækja þarf um styrki á sérstöku umsóknareyðublaði.

Umsóknarfrestur er til og með 30. september n.k. 

Umsóknir berist skirfstofu UMSE Búgarði, Óseyri 2, 603 Akureyri eða í tölvupósti á umse@umse.is.

Umsóknareyðublað, nánar um sjóðinn og úthlutunarreglur hans er að finna á vefsíðu UMSE.
http://www.umse.is/reglugerdhir/Frslu--og-verkefnasjur-UMSE

Nánari upplýsingar veitir skrifstofa UMSE.

Knattspyrnumót UMSE og Bústólpa 2017

posted Aug 31, 2017, 4:18 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Aug 31, 2017, 4:20 AM ]

Knattspyrnunefnd UMSE hefur ákveðið að halda knattspyrnumót UMSE og Bústólpa á íþróttavellinum á Hrafnagili miðvikudaginn 6. september kl. 17:30.
Aðalmarkmið mótsins er að börn og unglingar á svæðinu sem áhuga hafa á fótbolta komi saman, kynnist og skemmti sér.
 
Stefnt er að því að keppa í eftirfarandi flokkum ef næg þátttaka fæst (blönduð lið):

8. flokkur (Börn fædd 2011 og síðar).  5 manna bolti.
7. flokkur (Börn fædd 2009-2010).       5 manna bolti.
6. flokkur (Börn fædd 2007-2008).       5 manna bolti.
5. flokkur (Börn fædd 2005-2006).       5 manna bolti.
4. flokkur (Börn fædd 2003-2004).       5 manna bolti.
3. flokkur (Börn fædd 2001-2002).       5 manna bolti.
17-18 ára (Börn fædd 2000-1999)       5 manna bolti

Mögulega þarf að setja saman einhverja flokka eftir skráningu.

Til að hægt sé að raða niður leikjum og ganga frá pöntun á viðurkenningum er mikilvægt að skráningar berist í síðasta lagi sunnudaginn 3. september kl. 22  á netfangið elvaroli58@gmail.com
Í skráningunni þarf að koma fram hve mörg lið félagið sendir, í hvaða flokki þau keppa og fjöldi barna. Endilega hafið samband þó að það náist ekki í fullt lið. Markmiðið er að allir geti tekið þátt svo við munum reyna að koma öllum í lið.

Þátttökugjaldið er 1000 kr. á haus en félög sjá sjálf um að rukka þáttakendur. Innifalið í því er ein pizza sneið og svali. Ef þátttakendur vilja meira þá geta þeir keypt sér það á smápening líkt og aðrir gestir.
 
Okkur langar að biðja ykkur, kæru viðtakendur, að koma þessum pósti áfram til þjálfara og annarra sem málið varðar. Við erum ekki með nettfang hjá öllum og treystum því á ykkur. Einnig væri gott að setja upplýsingar um mótið inn á heimasíður félaganna.
 
Hlökkum til að heyra frá ykkur,
Elvar Óli Marinósson Umf. Reyni og Einar Hafliðason Umf. Þorsteini Svörfuði. 
 
Gott að muna:
Staðsetning:  Íþróttavöllurinn á Hrafnagili
Tímasetning:  Miðvikudagurinn 6. semptember kl. 17:30
Skráning:  Í síðasta lagi sunnudaginn 3. september kl. 22

Guðmundur Smári á Norðurlandamót U19 í frjálsíþróttum

posted Aug 15, 2017, 7:30 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Aug 15, 2017, 7:32 AM ]

Guðmundur Smári Daníelsson, frjálsíþróttamaður úr Umf. Samherjum, var valinn í U19 landsliðshóp FRÍ til þátttöku á Norðurlandamóti U19 í frjálsíþróttum.
Guðmundur er einn 15 íslenskra keppenda á mótinu, en Ísland teflir fram sameiginlegu liði með Danmörku. Mótið fer fram dagana 19.-20. ágúst nk. í Umea, Svíþjóð.

Guðmundur sem hefur lagt mesta áherslu á Tugþrautarkeppni, var valinn til þátttöku í þrem greinum á mótinu: spjótkasti, þrístökk og 4×400.

Nánari upplýsingar um valið og einnig verður hægt að fylgjast með gangi mála á vefsíðu Frjálsíþróttasambands Íslands:

Takk fyrir gott Unglingalandsmót UMFÍ

posted Aug 14, 2017, 3:42 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Aug 14, 2017, 3:46 AM ]

Um verslunarmannahelgina fór fram Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum. Keppendur frá UMSE voru 39 að þessu sinni og kepptu í strandblaki, frjálsíþróttum, knattspyrnu, körfuknattleik, golfi, sundi, kökuskreytingum, þreki (crossfit) og skák. Keppendur UMSE voru til fyrirmyndar á mótinu, bæði á keppnisvellinum sem og utan hans. Það sama má segja um aðstandendur, sem stóðu þétt við bakið á sínu fólki.

Árleg grillveisla fór að venju vel fram og voru um 110 - 120 manns sem gæddu sér á nautasteikinni í þetta skiptið.
Mótið var í alla staði til mikillar fyrirmyndar og veðrið lék við mótsgesti alla helgina.

Fjölmörgum Unglingalandsmótsmeistaratitlum var landað af keppendum UMSE.

UMSE færir öllum þeim sem komu að þátttöku á mótinu kærar þakkir.

Sérstakar þakkir fá þeir aðilar sem studdu við þátttöku UMSE á mótinu. Það voru:
Bústólpi, aðalstyrktaraðili UMSE
Landflutningar Samskip
Félagsbúið Áshóli
Ölgerðin
Nýja kaffibrennslan.


Myndir af mótinu eru væntanlegar inn á Facebook síðu UMSE

www.facebook.com/ungmennasamband.eyjafjardar/

Arnór Snær í piltalandsliðið í golfi sem keppir á EM í Póllandi

posted Aug 10, 2017, 5:51 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE


Arnór Snær Guðmundsson, Golfklúbbnum Hamri, hefur verið valinn í piltalandsliðið sem keppir í 2. deild á Evrópumóti piltalandsliða. Mótið fer fram í Kraków í Póllandi dagana 20.-23. september.

Arnór hefur gert það gott á síðustu misserum í golfinu. Hann var m.a. valinn íþróttamaður Dalvíkurbyggðar og íþróttamaður UMSE fyrir árið 2016.

Nánar um piltalandsliðið á vefsíðu Golfsambands Íslands:

Dótið farið af stað til Egilsstaða í boði Samskipa

posted Aug 1, 2017, 4:37 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Það fylgir því töluverður búnaður að vera með stóran hóp þátttakenda á Unglingalandsmótin UMFÍ. Í gær fóru allt sem fylgir UMSE á mótið af stað til Egilsstaða, samkomutjaldið, bekkir, borð og stólar. Síðast en ekki síst grillið, fyrir árlega grillveislu UMSE á mótinu.

Búnaðinum var hlaðið á bretti hjá Samskipum á Dalvík og meistararnir þar kláruðu svo að vefja það plasti og setja það þá bíl. Samskip hefur núna í nokkur ár flutt allan okkar búnað án endurgjals og segjast stoltir af því að styðja okkur með þessum hætti. Þeir skila þessu beint upp á tjaldstæði til okkar og sækja það svo aftur að loknu mótinu.


Skráningarfrestur á Unglingalandsmót framlengdur

posted Jul 31, 2017, 11:35 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Þar sem enn eru keppendur að skrá sig á Unglingalandsmótið sem verður um næstu helgi á Egilsstöðum, hefur UMFÍ framlengt skráningarfrestinn til þriðjudagsins 1. ágúst.


Nánar á vefsíðu UMFÍ :

Svavar fékk styrk úr afreksmannasjóði og er á leið á HM íslenska hestsins

posted Jul 27, 2017, 11:50 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Jul 27, 2017, 4:26 PM ]

Svavar Hreiðarsson, Hestamannafélaginu Hring, tryggði sér keppnisrétt á HM íslenska hestsins sem fram fer í Hollandi 7.-13 ágúst.
 
Bjarnveig Ingvadóttir, formaður UMSE  og Þorsteinn Marinósson, framkvæmdastjóri UMSE hittu kappann í dag í Hringsholti, svæði Hestamannafélagsins Hrings og afhenti Bjarnveig honum styrk úr afreksmannasjóði UMSE.

Leið Svavars að markmiði sínu um að keppa á mótinu hefur verið fjarri áfallalaus, en hann glímir við MS-sjúkdóminn. Svavar varð einnig fyrir því óláni í júní að hesturinn hans hrasaði og féll með Svavar á baki í keppni og töldu menn þá vonir hans um þátttöku á mótinu í Hollandi úti. Þrátt fyrir að bæði Svavar og hesturinn hafi slasast í byltunni þá fór betur en á horfðist og er Svavar á leiðinni til Hollands á næstu dögum.Svavar og hesturinn Hekla frá Akureyri hafa nýtt veðurblíðuna norðanlands undanfarna daga til þess að hesturinn venjist hitanum. Líkt og hjá öðru íþróttafólki er undirbúningur fyrir þátttöku á slíku móti gríðarlegur og kostnaðurinn mikill. Hestar sem fara út til keppni fá ekki að snúa aftur til landsins, en auk þess þurfa keppendur að skilja nánast allan sinn búnað eftir erlendis, hvort sem það er hnakkur, reiðtígi eða stígvél. Þá hefur Svavar þurft að sækja sér hey af Suðurlandi til að fóðra hestinn svo hann venjist því fóðri sem notað verður á mótinu, en heyið tekur hann með sér erlendis.

Töluvert hefur verið fjallað um kappann í helstu fjölmiðlum og má finna umfjöllun um hann meðal annars á ruv.is, mbl.is og visir.is.

UMSE óskar Svavari til hamingju með árangurinn og óskar honum góðs gengis í Hollandi.1-10 of 289