Fréttir


Íþróttamaður UMSE 19. janúar

posted Jan 15, 2017, 1:37 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Jan 15, 2017, 1:42 PM ]

Kjöri íþróttamanns UMSE verður lýst í Hlíðarbæ í Hörgársveit 19. janúar. Kjörið hefst kl. 18:00.

Í kjörinu eru að þessu sinni:
Amanda Guðrún Bjarnadóttir, Golfklúbbnum Hamri
Andrea Björk Birkisdóttir, Skíðafélagi Dalvíkur
Arnór Snær Guðmundsson, Golfklúbbnum Hamri
Guðmundur Smári Daníelsson, Umf. Samherjum
Haukur Gylfi Gíslason, Umf. Samherjum
Helgi Halldórsson, Skíðafélagi Dalvíkur
Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson, Sundfélaginu Rán
Jóhannes Bjarki Sigurðsson, Umf. Samherjum
Eir Starradóttir, Umf. Æskunni
Svavar Örn Hreiðarsson, Hestamannafélginu Hring
Viktor Hugi Júlíusson, Umf. Svarfdæla

Veittar verða viðurkenningar til þeirra sem í kjörinu eru. Auk þess verða veittar sérstakar viðurkenningar til þeirra sem hafa unnið til Íslandsmeistaratitla, bikarmeistaratitla eða Landsmótstitla, verið valdir í úrvals eða afrekshópa sérsambanda eða landslið á árinu 2016.

Vakin er athygli á því að áður hafði verið auglýst að kjörið hæfist kl. 20:00 en vegna viðburða sem fara fram í Eyjafjarðarsveit og Dalvíkurbyggð þennan sama dag hefur því verið flýtt til kl. 18:00.

Hlíðarbær
Nýtt fréttabréf UMSE komið á vefinn

posted Dec 30, 2016, 8:32 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Nýtt fréttabréf UMSE er nú komið á vefinn.


http://www.umse.is/frettabref/1.tbl.31.argangur.pdf

Jólakveðja

posted Dec 25, 2016, 9:31 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE


Úthlutað úr Afreksmannasjóði UMSE

posted Dec 15, 2016, 5:44 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Stjórn UMSE hefur úthlutað úr Afreksmannasjóði UMSE.

Að þessu sinni bárust sjóðnum 13 umsóknir frá 12 einstaklingum og einu íþróttafélagi. Eftirfarandi hlutu úthlutun úr sjóðnum að þessu sinni:

 • Amalía Nanna Júlíusdóttir, Sundkona, Sundfélaginu Rán.
 • Amanda Guðrún Bjarnadóttir, Golfkona, Golfklúbbnum Hamri.
 • Andrea Björk Birkisdóttir, Skíðakona, Skíðafélagi Dalvíkur.
 • Arnór Snær Guðmundsson, Golfmaður, Golfklúbbnum Hamri.
 • Axel Reyr Rúnarsson, Skíðamaður, Skíðafélagi Dalvíkur.
 • Eir Starradóttir, frjálsíþróttakona, Umf. Æskunni.
 • Guðmundur Smári Daníelsson, frjálsíþróttamaður, Umf. Samherjum.
 • Guðni Berg Einarsson, skíðamaður, skíðafélagi Dalvíkur.
 • Helgi Halldórsson, skíðamaður, Skíðafélagi Dalvíkur.
 • Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson, Sundmaður, Sundfélaginu Rán.
 • Viktor Hugi Júlíusson, frjálsíþróttamaður, Umf. Svarfdæla.
 • Sveinborg Katla Daníelsdóttir, frjálsíþróttakona, Umf. Samherjum.
Þessir einstaklingar eiga það sameiginlegt að vera efnilegir íþróttamenn sem hafa staðið sig frábærlega, hvert á sínum vettvangi, á árinu.

Samtals var úthlutað úr afreksmannasjóðnum kr.420.000.- til þessara 12 aðila. Einni umsókn var hafnað.

UMSE óskar þessu íþróttafólki innilega til hamingju með árangur sinn í íþróttum og velfarnaðar í framtíðinni.

UMSE gallinn hjá Toppmenn- og sport

posted Dec 15, 2016, 3:14 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

UMSE gallinn er til sölu hjá versluninni Toppmenn- og sport á Akureyri. 

Gallinn verður niðurgreiddur af UMSE fram til 1. júní 2017. Verslunin selur gallan með niðurgreiðsluverðinu og því þarf ekki að sækja hana sérstaklega. Verðlista yfir þær vörur sem í boði eru má finna hér (verðlisti).

Gallarnir eru frá Hummel. Til þess að halda niður verðinu á göllunum, er pöntunum safnað saman og þeir pantaðir í magni. Þar af leiðandi getur afgreiðsla gallanna dregist um töluverðan tíma meðan náð er tilteknum fjölda til pöntunar.

Við viljum hvetja þau félög sem vilja nýta sér gallann fá lánað mátunarssett hjá versluninni og vera með mátunar-og pöntunardag fyrir sitt fólk. Þannig mætti afgreiða galla á mun skemmri tíma.

Tengiliður í versluninni er Sveinn, verslunarstjóri. Hægt er að hafa samband við hann með því að senda tölvupóst á toppmenn@toppmenn.is eða hafa samband við hann í síma 461 1855.

Ef einhverjar viðbótarspurningar vakna, er ykkur velkomið að hafa samband við skrifstofu UMSE í tölvupósti umse@umse.is eða í síma 868 3820.


Úthlutað úr Landsmótssjóði UMSE

posted Dec 6, 2016, 3:39 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Úthlutað hefur verið úr Landsmótssjóði UMSE. Alls bárust sjóðnum þrjár umsóknir að þessu sinn og hlutu tvær þeirra úthlutun.
Skíðafélag Dalvíkur hlýtur 50.000.- kr. styrk til kaupa á tæknibúnaði vegna þjálfunar.
Stjórn UMSE hlýtur 50.000.- kr. styrk vegna vinnu við varðveilsu á sögulegum gögnum og ljósmyndum.

Landsmótssjóður UMSE 2009 var stofnaður í kjölfar Landsmóts UMFÍ sem haldið var á Akureyri árið 2009. Mótshaldið var samstarfsverkefni UMSE og Ungmennafélags Akureyrar.
Sjóðurinn hefur frá stofnun stutt vel við margvísleg verkefni. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að því að öflugara starfi hjá UMSE og aðildarfélögum þess. Sjóðurinn styrkir ýmis verkefni í innra starfi UMSE – svo sem:
-Fræðslustarf – m.a. námskeiðshald og fyrirlestra fyrir þjálfara, leiðbeinendur, starfsmenn og/eða dómara, félagsmenn og iðkendur innan UMSE.
-Útbreiðslu- og kynningarstarf í því skyni að gera UMSE sýnilegra og vekja athygli á fjölþættu starfi sambandsins.
-Önnur verkefni sem sjóðsstjórn metur að séu til þess fallin að efla innra starf UMSE. 
Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári, 1. júní og 1. nóvember. Umsóknarfrestur fyrir fyrri úthlutunina er til og með 31. apríl og fyrir þá seinni  til og með 30. september. Nánar um sjóðinn er að finna í reglugerð hans hér á vefsíðunni.

Sýnum karakter í Háskólanum á Akureyri í dag kl. 17:00

posted Nov 24, 2016, 5:51 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

ÍSÍ og UMFÍ standa saman að ráðstefnunni Sýnum karakter í Háskólanum á Akureyri í dag, fimmtudaginn 24. nóvember klukkan 17:15 - 19:15. Ráðstefnan er til kynningar á sameiginlegu verkefni og vefsíðu með sama heiti (www.synumkarakter.is) sem ætluð er þjálfurum og íþróttafélögum.

Á ráðstefnunni mun íþróttafólk og þjálfarar halda erindi um hvernig hægt sé að þjálfa karakter. Fyrirlesarar verða Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, Dr. Viðar Halldórsson, Pálmar Ragnarsson körfuboltaþjálfari, Dagný Linda Kristjánsdóttir Ólympíufari og skíðaþjálfari. Fleiri fyrirlesarar munu verða kynntir á næstu dögum. Ráðstefnugestir geta tekið þátt í umræðunum.

Samstarfsaðilar um framkvæmdina á Akureyri eru Háskólinn á Akureyri ásamt Akureyrarbæ. Þátttakendur mæta á ráðstefnuna þeim að kostnaðarlausu. Boðið verður uppá léttar veitingar.

Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig á vefsíður ÍSÍ: http://www.isi.is/fraedsla/hadegisfundir/synum-karakter/

Styrktarsjóður Íslandsbanka og ÍSÍ, umsóknarfrestur til 2. des.

posted Nov 22, 2016, 4:03 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Styrktarsjóður Íslandsbanka og ÍSÍ auglýsir nú eftir umsóknum í sjóðinn. Markmið sjóðsins er að styðja ungt íþróttafólk, á aldrinum 15-20 ára, á braut sinni í átt að hámarksárangri. Við mat á umsóknum leggur sjóðsstjórn til grundvallar almennt viðmið íþróttahreyfingarinnar um stöðu íþróttamanna og flokka í afreksstarfi.

Umsóknarfrestur vegna úthlutunar ársins 2016 er til föstudagsins 2. desember.  

Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á vefsíðu íþrótta- og ólympíusambands Íslands, www.isi.is.

Auglýst er eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE

posted Nov 3, 2016, 5:36 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

UMSE auglýsir eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga eða hópa,
innan UMSE, sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni.

Umsóknarfrestur í sjóðinn er til og með 1. desember n.k. og verður úthlutað úr sjóðunum 15. desember.

Vakin er athygli á því að að úthlutað í samræmi við reglugerð sjóðsins, sem samþykkt var árið 2013  og er hún aðgengileg á vefsíðu UMSE.
Stjórn UMSE úthlutar úr sjóðnum.


Umsóknareyðublað er að einnig að finna á vefsíðu UMSE.


Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri UMSE.

Paralympic-dagurinn 2016 22. október

posted Oct 20, 2016, 4:06 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Laugardaginn 22. október næstkomandi fer Paralympic-dagurinn fram í annað sinn á Íslandi. Um er að ræða stórskemmtilega kynningu á íþróttastarfi fatlaðra á Íslandi. 


Sveppi tekur á móti gestum og skorar á þá í ýmsum íþróttagreinum.
Aðildarfélög ÍF, íþróttanefndir ÍF og margir fleiri standa að fjölbreyttum kynningum í Frjálsíþróttahöllinni. 


Paralympic-dagurinn er frá kl. 14-16 í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal þar sem allir eru velkomnir. Pylsur í boði á meðan birgðir endast frá Atlantsolíu-bílnum.


1-10 of 260