Fréttir


Ársþing UMSE 9. mars

posted Feb 16, 2017, 3:16 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

96. ársþing UMSE fer fram í félagsheimilinu Árskógi, í Dalvíkurbyggð. Þingið mun hefjast stundvíslega kl. 18:00. Réttur til setu á þinginu er samkv. 6. og 8. grein laga UMSE:

„6. grein. Hvert sambandsfélag hefur rétt til að senda fulltrúa á ársþing þannig: Einn fulltrúi komi fyrir hverja 50 skattskylda félaga eða færri. Þó skal hvert félag ætíð eiga rétt á tveimur fulltrúum. Tala félagsmanna skal miðuð við síðustu áramót og eru 18 ára og eldri skattskyldir.“

„8. grein. Á ársþingi hafa kjörnir fulltrúar og aðalstjórn UMSE atkvæðisrétt og fer hver með eitt atkvæði. Aðeins sá, sem er í félagi innan sambandsins er kjörgengur fulltrúi þess á þingi. Allir þingfulltrúar skulu hafa kjörbréf. Sérhverjum félagsmanni innan UMFÍ og ÍSÍ er heimilt að vera á þingum sambandsins og hafa þar málfrelsi og tillögurétt þó eigi sé hann fulltrúi neins félags.“

Tillögur og málefni, sem félög óska eftir að lagðar verði fyrir þingið, þurfa að berast skrifstofu UMSE í síðasta lagi mánudaginn 20. febrúar. 

Námskeið í Ólympíu

posted Feb 14, 2017, 5:54 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, kven- og karlkyns, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 16. júní-1.júlí n.k. Að þessu sinni er aðal umfjöllunarefnið íþróttastjórnun og ólympíuhreyfingin, en auk þess verður lögð áhersla á siðfræði og menntun.

Flugferðir, gisting og uppihald eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Leitað er að einstaklingum sem náð hafa mjög góðum árangri í íþróttagrein (-greinum) og/eða sinnt kennslu/þjálfun/félagsstörfum innan íþróttahreyfingarinnar, ásamt því að sýna málefnum ólympíuhreyfingarinnar sérstakan áhuga. Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á ensku og/eða frönsku og vera fyrirmynd annars æskufólks í hvívetna.

Umsóknum skal skilað, á þar til gerðum eyðublöðum til skrifstofu ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, ekki seinna en þriðjudaginn 28. febrúar n.k. Umsóknareyðublað er að finna hér neðar á síðunni.

Umsókn skal skilað á ensku á skrifstofu ÍSÍ og skulu fylgja henni tvær passamyndir. 

Frekari upplýsingar veitir Ragnhildur Skúladóttir sviðsstjóri þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sími 514 4000, ragnhildur@isi.is.

Einnig má benda á heimasíður IOA www.ioa-sessions.org/ og www.ioa.org.gr

Helgi og Lovísa með gull á Dalvík

posted Feb 7, 2017, 3:53 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Um síðustu helgi fór fram fyrsta bikarmót vetrarins í flokkið 12-15 ára á alpagreinum. 
Mótið var í umsjón Skíðafélags Dalvíkur og Skíðafélags Ólafsfjarðar og fór það fram á Dalvík. Á laugardaginn var keppt í svigi og í stórsvigi á sunnudag. Þrátt fyrir að snjóleysi hafi herjað á skíðasvæðin þennan veturinn, þá gekk mótshaldið með besta móti.

Keppendur frá Skíðafélagi Dalvíkur stóðu sig með prýði á mótinu. Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir sigraði nokkuð örugglega í svigkeppninni í flokki 14 ára og hafnaði svo í öðru sæti í stórsvigskeppninni. Helgi Halldórsson sigraði bæði í sviginu og stórsviginu í flokki 15 ára með yfirburðum.

Nánari upplýsingar um úrslit og fréttir af mótinu má finna á síðu Skíðafélags Dalvíkur og hjá Skíðasambandi Íslands.

Á mótinu var stórsvigskeppnin sýnd beint í gegnum vefin. Upptökur af því má nálgast hér:

Mynd frá Magnea Helgadóttir.

Mynd frá Magnea Helgadóttir.

Gömul gögn yfirfarin og ljósmyndir færðar á stafrænt form

posted Jan 24, 2017, 3:29 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Jan 26, 2017, 10:00 AM ]

Á síðasta ári hóf stjórn UMSE vinnu við að fara yfir gömul gögn og ljósmyndir sem hafa safnast upp hjá skrifstofunni um ára bil.

Núna hafa rykfallnir pappakassar og möppur fullar af allskonar skjölum verið dregnar fram og hefur Guðmundur Steindórsson, fyrrverandi stjórnarmaður UMSE tekið að sér yfirferð á gögnunum. Markmiðið er að fara yfrir, flokka og undirbúa það sem á að fara á skjalasafn og gera gögnin þannig aðgengileg fyrir sagnaritun og almennt grúsk.

Ljósmyndasafn UMSE sem spannar um 4.000.- myndir hefur verið fært yfir á rafrænt form og standa vonir til þess að hægt verði að gera myndirnar aðgengilegar á netinu á næstu misserum.


Ungmennasambandið er stofnað árið 1922 og nær því þeim áfanga að verða 100 ára eftir 5 ár. Vinnan er liður í undirbúningi fyrir afmælið.
Hér fyrir neðan má sjá mynd af tjaldbúðum UMSE á Landsmóti UMFÍ sem fram fór á Þingvöllum 1957.


Arnór Snær Íþróttamaður UMSE 2016

posted Jan 19, 2017, 1:45 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Jan 19, 2017, 1:47 PM ]

Í kvöld var kjöri íþróttamanns UMSE lýst í Hlíðarbæ í Hörgársveit. Arnór Snær Guðmundsson, golfari úr Golfklúbbnum Hamri var kjörinn Íþróttamaður UMSE 2016. Hann var jafnframt útnefndur golfmaður UMSE 2016. Annar í kjörinu var Guðmundur Smári Daníelsson, frjálsíþróttamaður frá Umf. Samherjum og frjálsíþróttamaður UMSE 2016 og þriðji Viktor Hugi Júlíusson, frjálsíþróttamaður frá Umf. Svarfdælum. Hér má sjá myndskeið af þeim íþróttamönnum sem voru í kjöri til íþróttamanns UMSE (video).

Í kjöri til íþróttamans UMSE voru:
 • Badmintonmaður UMSE 2016, Haukur Gylfi Gíslason, Umf. Samherjum.
 • Borðtennismaður UMSE 2016, Jóhannes Bjarki Sigurðsson, Umf. Samherjum.
 • Frjálsíþróttamaður UMSE 2016, Guðmundur Smári Daníelsson, Umf. Samherjum.
 • Golfmaður UMSE 2016, Arnór Snær Guðmundsson, frá Golfklúbbnum Hamri.
 • Hestaíþróttamaður UMSE 2016, Svavar Örn Hreiðarsson, Hestamannafélginu Hring.
 • Skíðamaður UMSE 2016, Andrea Björk Birkisdóttir, Skíðafélag Dalvíkur.
 • Sundmaður UMSE 2016, Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson, Sundfélaginu Rán.
 • Amanda Guðrún Bjarnadóttir, Golfklúbbnum Hamri, tilnefnd af stjórn UMSE fyrir góðan árangur í golfi.
 • Helgi Halldórsson, Skíðafélagi Dalvíkur, tilnefndur af stjórn UMSE fyrir góðan árangur á skíðum.
 • Eir Starradóttir, Umf. Æskunni, tilnefnd af stjórn UMSE fyrir góðan árangur í frjálsíþróttum.
 • Viktor Hugi Júlíusson, Umf. Svarfdæla, tilnefndur af stjórn UMSE fyrir góðan árangur í frjálsíþróttum.


Við sama tilefni var veitt viðurkenning og styrkur til fimleikadeildar Umf. Svarfdæla fyrir framúrskarandi barna- og unglingastarf. Starfið í þessari ungu deild hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Styrkurinn er veittur af Bústólpa ehf. sem er aðal styrktaraðili UMSE og sér stjórn UMSE um úthlutun styrksins.

Veittar voru viðurkenningar til samtals 25 íþróttamanna sem allir eiga það sameiginlegt að hafa skarað framúr á svið íþróttanna á árinu 2016. Eftirfarandi íþróttafólki voru veittar viðurkenningar fyrir að hafa unnið til Íslandsmeistaratitla, landsmótsmeistaratitla, verið valin í úrvals- eða afrekshópa sérsambanda eða í landslið á árinu 2016:

 • Agnes Fjóla Flosadóttir, unglingalandsmótsmeistari í 50 m skriðsundi, 100 m skriðsundi og boðsundi (blönduð sveit).
 • Amalía Nanna Júlíusdóttir, aldurflokkameistari Íslands í 200 m í bringsundi í flokki 13-14 ára., unglingalandsmótsmeistari í 100 m fjórsund, 50 m bringusund, 50 m flugsundi og boðsundi (blönduð sveit) í flokki 13-14 ára. Er í framtíðarhópi Sundsambands Íslands.
 • Amanda Guðrún Bjarnadóttir, Íslandsmeistari í höggleik 15-16 ára.
 • Andrea Björk Birkisdóttir, B-landslið Skíðasambands Íslands.
 • Axel Reyr Rúnarsson, unglingameistari Íslands í stórsvigi 15 ára.
 • Arnór Snær Guðmundsson, afrekshópur GSÍ, Íslandsmeistari í liðakeppni golfklúbba (sameignlegt lið GHD og GA) 18 ára og yngri.
 • Daði Hrannar Jónsson, unglingameistari Íslands í stórsvigi í flokki 13 ára.
 • Daniel Rosazza, unglingalandsmótsmeistari í fjalllahjólreiðum í flokki 13-15 ára.
 • Guðmundur Smári Daníelsson, Íslandsmeistari utanhúss í stangarstökki, þrístökki, kringlukasti, spjótkasti og sleggjukasti í flokki 18 til 19 ára. Unglingalandsmótsmeistari í 110 metra grindarhlaupi, hástökki pilta, langstökki pilta, kúluvarpi og kringlukast í flokki 18 ára pilta. Unglingalandsmótsmeistari í glímu.
 • Guðni Berg Einarsson, unglingameistari Íslands í svigi og alpatvíkeppni í flokki 13 ára.
 • Haukur Gylfi Gíslason, U19 landsliðshópur í badminton.
 • Heiðmar Sigmarsson, mini-cadet (U-13) hópur BTÍ
 • Helgi Halldórsson, Unglingameistari í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni í flokki 14 ára
 • Hildur Marín Gísladóttir, mini-cadet (U-13) hópur BTÍ
 • Kristín Erna Jakobsdóttir, unglingalandsmótsmeistari í 50 m skriðsundi og 50 m bringusund 11 ára í flokki hreyfihamlaðra og Unglingalandsmótsmeistari í langstökk og 60 m hlaupi í flokki hreyfihamlaðra.
 • Sindri Sigurðarson, mini-cadet (U-13) hópur BTÍ
 • Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir, unglingalandsmótsmeistari í golfi í flokki 16-18 ára.
 • Sveinborg Katla Daníelsdóttir, Íslandsmeistari í stangarstökki kvenna utanhúss 20-22 ára.
 • Trausti Freyr Sigurðsson, mini-cadet (U-13) hópur BTÍ
 • Úlfur Hugi Sigmundsson, mini-cadet (U-13) hópur BTÍ
 • Viktor Hugi Júlíusson, Íslandsmeistari í 100 m hlaupi og þrístökki 15 ára utanhúss. Íslandsmeistari 60 m hlaupi og langstökki 15 ára innanhús. Unglingalandsmótsmeistari í 100 metra hlaupi og 100 metra grindarhlaupi (84 cm) og hástökki pilta 15-16 ára.Ungmennasamband Eyjafjarðar óskar þessum einstaklingum, aðstandendum þeirra og þjálfurum til hamingju með árangur sinn á sviði íþrótta á árinu 2016.

Íþróttamaður UMSE 19. janúar

posted Jan 15, 2017, 1:37 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Jan 15, 2017, 1:42 PM ]

Kjöri íþróttamanns UMSE verður lýst í Hlíðarbæ í Hörgársveit 19. janúar. Kjörið hefst kl. 18:00.

Í kjörinu eru að þessu sinni:
Amanda Guðrún Bjarnadóttir, Golfklúbbnum Hamri
Andrea Björk Birkisdóttir, Skíðafélagi Dalvíkur
Arnór Snær Guðmundsson, Golfklúbbnum Hamri
Guðmundur Smári Daníelsson, Umf. Samherjum
Haukur Gylfi Gíslason, Umf. Samherjum
Helgi Halldórsson, Skíðafélagi Dalvíkur
Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson, Sundfélaginu Rán
Jóhannes Bjarki Sigurðsson, Umf. Samherjum
Eir Starradóttir, Umf. Æskunni
Svavar Örn Hreiðarsson, Hestamannafélginu Hring
Viktor Hugi Júlíusson, Umf. Svarfdæla

Veittar verða viðurkenningar til þeirra sem í kjörinu eru. Auk þess verða veittar sérstakar viðurkenningar til þeirra sem hafa unnið til Íslandsmeistaratitla, bikarmeistaratitla eða Landsmótstitla, verið valdir í úrvals eða afrekshópa sérsambanda eða landslið á árinu 2016.

Vakin er athygli á því að áður hafði verið auglýst að kjörið hæfist kl. 20:00 en vegna viðburða sem fara fram í Eyjafjarðarsveit og Dalvíkurbyggð þennan sama dag hefur því verið flýtt til kl. 18:00.

Hlíðarbær
Nýtt fréttabréf UMSE komið á vefinn

posted Dec 30, 2016, 8:32 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Nýtt fréttabréf UMSE er nú komið á vefinn.


http://www.umse.is/frettabref/1.tbl.31.argangur.pdf

Jólakveðja

posted Dec 25, 2016, 9:31 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE


Úthlutað úr Afreksmannasjóði UMSE

posted Dec 15, 2016, 5:44 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Stjórn UMSE hefur úthlutað úr Afreksmannasjóði UMSE.

Að þessu sinni bárust sjóðnum 13 umsóknir frá 12 einstaklingum og einu íþróttafélagi. Eftirfarandi hlutu úthlutun úr sjóðnum að þessu sinni:

 • Amalía Nanna Júlíusdóttir, Sundkona, Sundfélaginu Rán.
 • Amanda Guðrún Bjarnadóttir, Golfkona, Golfklúbbnum Hamri.
 • Andrea Björk Birkisdóttir, Skíðakona, Skíðafélagi Dalvíkur.
 • Arnór Snær Guðmundsson, Golfmaður, Golfklúbbnum Hamri.
 • Axel Reyr Rúnarsson, Skíðamaður, Skíðafélagi Dalvíkur.
 • Eir Starradóttir, frjálsíþróttakona, Umf. Æskunni.
 • Guðmundur Smári Daníelsson, frjálsíþróttamaður, Umf. Samherjum.
 • Guðni Berg Einarsson, skíðamaður, skíðafélagi Dalvíkur.
 • Helgi Halldórsson, skíðamaður, Skíðafélagi Dalvíkur.
 • Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson, Sundmaður, Sundfélaginu Rán.
 • Viktor Hugi Júlíusson, frjálsíþróttamaður, Umf. Svarfdæla.
 • Sveinborg Katla Daníelsdóttir, frjálsíþróttakona, Umf. Samherjum.
Þessir einstaklingar eiga það sameiginlegt að vera efnilegir íþróttamenn sem hafa staðið sig frábærlega, hvert á sínum vettvangi, á árinu.

Samtals var úthlutað úr afreksmannasjóðnum kr.420.000.- til þessara 12 aðila. Einni umsókn var hafnað.

UMSE óskar þessu íþróttafólki innilega til hamingju með árangur sinn í íþróttum og velfarnaðar í framtíðinni.

UMSE gallinn hjá Toppmenn- og sport

posted Dec 15, 2016, 3:14 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

UMSE gallinn er til sölu hjá versluninni Toppmenn- og sport á Akureyri. 

Gallinn verður niðurgreiddur af UMSE fram til 1. júní 2017. Verslunin selur gallan með niðurgreiðsluverðinu og því þarf ekki að sækja hana sérstaklega. Verðlista yfir þær vörur sem í boði eru má finna hér (verðlisti).

Gallarnir eru frá Hummel. Til þess að halda niður verðinu á göllunum, er pöntunum safnað saman og þeir pantaðir í magni. Þar af leiðandi getur afgreiðsla gallanna dregist um töluverðan tíma meðan náð er tilteknum fjölda til pöntunar.

Við viljum hvetja þau félög sem vilja nýta sér gallann fá lánað mátunarssett hjá versluninni og vera með mátunar-og pöntunardag fyrir sitt fólk. Þannig mætti afgreiða galla á mun skemmri tíma.

Tengiliður í versluninni er Sveinn, verslunarstjóri. Hægt er að hafa samband við hann með því að senda tölvupóst á toppmenn@toppmenn.is eða hafa samband við hann í síma 461 1855.

Ef einhverjar viðbótarspurningar vakna, er ykkur velkomið að hafa samband við skrifstofu UMSE í tölvupósti umse@umse.is eða í síma 868 3820.


1-10 of 265