Fréttir


Lionsmót Sundfélagsins Ránar

posted May 16, 2017, 4:21 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Lionsmót Sunfélagsins Ránar á Dalvík verður laugardaginn 20. maí nk. Að þessu sinni verður mótið haldið í Sundhöll Siglufjarðar þar sem miklar framkvæmdir standa yfir í sundlauginni á Dalvík.

Að sögn þjálfara Ránar stefnir í met þátttöku á mótinu, fjögur sundfélög hafa þegar skráð til þátttöku. Það eru Óðinn frá Akureyri, Tindastóll frá Skagafirði, HSÞ frá Húsavík og Rán frá Dalvík.

Nánari upplýsingar um mótið veitir Hólmfríður Gísladóttir í síma 860-4925, netfang: hosagisla64@gmail.com.

Upplýsingar um greinar á mótinu:

Ferðastyrkir til íþróttamanna, umsóknarfrestur til 31.maí.

posted May 4, 2017, 6:05 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Stjórn UMSE auglýsir eftir umsóknum um ferðastyrki til íþróttafólks innan UMSE. Styrkjunum er úthlutað eftir vinnureglum sem stjórn UMSE setur og miðast upphæð styrkjanna við samþykkta fjárhagsáætlun hverju sinni.

Hver einstaklingur getur einungis fengið einn styrk á hverju ári. Íþróttafólk getur sótt sjálft um styrkinn til stjórnar, en umsóknina þarf að staðfesta af forráðamanni íþróttafélagsins. Einnig geta aðildarfélög sótt um styrki fyrir hönd iðkenda. Úthlutað er tvisar á ári, í júní og október.

Umsóknarfrestur er til 31. maí og 30. september.

Umsóknum þarf að skila til skrifstofu UMSE á þar til gerðum umsóknareyðublöðum.

Nánar um styrkina og vinnureglur um þær er að finna á vefsíðu UMSE www.umse.is/styrkir. Þar er einnig að finna umsóknareyðublöð.
Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu UMSE til að fá upplýsingar

Hjólað í vinnuuna hófst í dag

posted May 3, 2017, 10:28 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Íþrótta- og Ólympíusamband íslands stendur í fimmtánda sinn fyrir Hjólað í vinnuna, heilbrigðri vinnustaðakeppni um allt land, dagana 3. – 23. maí. Landsmenn hafa tekið átakinu gríðarlega vel í gegnum árin. Einnig má merkja að hjólreiðar allt árið hafa aukist til muna síðan að verkefnið hófst fyrir 15 árum. Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. 


Meðan á átakinu stendur eru ýmsir leikir í gangi svo sem skráningarleikurinn þar sem allir þátttakendur fara sjálfkrafa í pott og eiga möguleika á að vera dregnir út í Popplandi á Rás 2 alla virka daga. Hjólreiðaverslunin Örninn gefur glæsilega vinninga og þann 23. maí er dregið út glæsilegt reiðhjól að verðmæti 100.000kr. 

Myndaleikur verður í gangi á Instagram, Facebook og á vefsíðu hjoladivinnuna.is þar sem fólk er hvatt til að taka skemmtilegar myndir af þátttöku sinni í verkefninu og merkja myndina með #hjoladivinnuna, með því gætu þátttakendur unnið veglega vinninga frá Nutcase á Íslandi.  

Helstu samstarfsaðilar verkefnisins eru: Embætti landlæknis, umhverfissvið Reykjavíkurborgar, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, Rás 2, Landssamtök Hjólreiðamanna, Örninn, Advania og Nutcase á Íslandi.


Nánari upplýsingar á vefsíðu ÍSÍ:

Fræðslu- og verkefnasjóður UMSE, auglýst eftir umsóknum

posted Apr 11, 2017, 6:33 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Ungmennasamband Eyjafjarðar auglýsir eftir umsóknum í Fræðslu- og verkefnasjóð UMSE

Fyrri úthlutun ársins 2017 fer fram fyrir 1. júní.

Sjóðurinn hét áður Landsmótssjóður UMSE, en nafni hans og reglugerð var breytt á síðasta ársþingi UMSE sem fór fram í Árskógi, 9. mars 2017.

Sjóðurinn hefur frá stofnun stutt vel við margvísleg verkefni. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að öflugara starfi hjá UMSE og aðildarfélögum þess. Sjóðurinn styrkir ýmis verkefni í innra starfi UMSE – svo sem:
-Útbreiðslu- og kynningarstarf í því skyni að gera UMSE sýnilegra og vekja athygli á fjölþættu starfi sambandsins.-Fræðslustarf – m.a. námskeiðshald og fyrirlestra fyrir þjálfara, leiðbeinendur, starfsmenn og/eða dómara, félagsmenn og iðkendur innan UMSE.
-Önnur verkefni sem sjóðsstjórn metur að séu til þess fallin að efla innra starf UMSE.

Vakin er athygli á því að sækja þarf um styrki á sérstöku umsóknareyðublaði.

Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl n.k. 

Umsóknir berist skirfstofu UMSE Búgarði, Óseyri 2, 603 Akureyri eða í tölvupósti á umse@umse.is.

Umsóknareyðublað, nánar um sjóðinn og úthlutunarreglur hans er að finna á vefsíðu UMSE.

Nánari upplýsingar veitir skrifstofa UMSE.

Námskeið í Felix 3. apríl

posted Mar 30, 2017, 7:33 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Mar 30, 2017, 7:35 AM ]


Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ, opið fyrir umsóknir

posted Mar 23, 2017, 6:43 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Fræðslu og verkefnasjóð UMFÍ. Umsóknir á þar til gerðu eyðublaði þurfa að berast fyrir 1. apríl næstkomandi en úthlutun úr sjóðnum fer fram 1. maí. UMFÍ hvetur sambandsaðila sérstaklega til þess að sækja um styrki vegna verkefna í samræmi við stefnu UMFÍ en þar er áherslan á ungt fólk, jaðarhópa og eldra fólk.

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ hefur þann tilgang að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar, m.a. með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi.

Nánari upplýsingar um sjóðinn og umsóknareyðublað er að finna á vefsíðu UMFÍ:


Ársskýrslan komin á vefinn

posted Mar 14, 2017, 8:00 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

http://www.umse.is/arsskyrslur/arsskyrsla_umse_2016.pdf?attredirects=0&d=1
Ársskýrsla UMSE 2016 er nú komin á vefinn. Í henni er að finna skýrslu stjórnar UMSE, ársreikninga, ágrip úr starfi aðildarfélaga UMSE ársins 2016 og ýmislegt fleira skemmtilegt.


og hér til að hlaða henni niður.

Við eigum einnig nokkur útprentuð eintök á skrifstofu UMSE fyrir þá sem vilja frekar fletta henni á pappírsformi.

Fréttir af 96. ársþingi UMSE

posted Mar 10, 2017, 1:21 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Mar 10, 2017, 1:37 PM ]

Í gær, 9. mars, fór fram 96. ársþing UMSE á félagsheimilinu Árskógi. Þingið var vel sótt, en 35 af mögulegum 45 fulltrúum voru mættir á þingið, frá 12 af 13 aðildarfélögum og stjórn UMSE, sem gerir um 78 % mætingu. Auk þeirra voru starfsmenn þingsins og gestir frá Dalvíkurbyggð, Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands og Ungmennafélagi Íslands. Voru alls 43 mættir á þingið og verður því að segjast að þingið hafi verið eitt það best sótta í fjölmörg ár.


Töluvert af málum lá fyrir þinginu. Þar má helst nefna reglugerðabreytingar á sjóðum og lottóúthlutun og stefnur um fræðslu- og forvarnir, félagsmál, jafnréttismál og umhverfismál. Hlutfall þeirra lottófjármuna sem runnið hafa til reksturs UMSE var lækkað, en það hlutfalla mun nú renna inn í Fræðslu- og verkefnasjóð UMSE, sem fyrir þingið hét Landsmótssjóður UMSE 2009. Með því var sjóðnum tryggður tekjustofn og lengri líftími, en honum var upphaflega ætlað að greiðast út í heild sinni á 10 árum. Þær málefnastefnur sem samþykktar voru á þinginu eru hluti af vinnu sem ákveðin var á 94. ársþingi UMSE í tengslum við stefnu UMSE 2015-2020 sem samþykkt var á sama þing. Einnig er sú vinna liður í að UMSE öðlist gæðavottunina fyrirmyndaríþróttahérað ÍSÍ, en sú vinna er á lokametrunum.


Á þinginu var fjórum einstaklingum veitt heiðursviðurkenning frá UMSE. Það voru Einar Hafliðason, umf. Þorsteini Svörfuði, Jónína Heiðveig Gunnlaugsdóttir, Umf. Þorsteini Svörfuði, Linda Stefánsdóttir, Umf. Æskunni og Tryggvi Guðmundsson, Umf. Reyni sem öll hlutu starfsmerki UMSE fyrir störf sín í þágu íþrótta- og ungmennafélagsmála. Þorsteinn Marinósson, framkvæmdastjóri UMSE var veitt starfsmerki UMFÍ.


Til setu í stjórn UMSE voru endurkjörnir sem varaformaður Sigurður Eiríksson, Umf. Samherjum og sem gjaldkeri Einar Hafliðason, Umf. Þorsteini Svörfuði. Sömuleiðis voru endurkjörin í varastjórn Guðrún Sigurðardóttir, Umf. Svarfdæla, Björgvin Hjörleifsson, Skíðafélagi Dalvíkur og Elvar Óli Marinósson, Umf. Reyni. 


Í sjóðsstjórn Fræðslu- og verkefnasjóðs UMSE voru kjörin Hringur Hreinsson, Umf. Æskunni og Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Umf. Þorsteini Svörfuði. Sjóðurinn hlaut, sem áður segir, nýtt nafn á þinginu, en hann hét áður Landsmótssjóður UMSE 2009 og sátu þau bæði í sjóðsstjórn hans áður og voru því í raun endurkjörin.
Sem skoðunarmenn reikninga voru endurkjörnar Anna Kristín Árnadóttir og Elín Margrét Stefánsdóttir. Þær koma báðar frá Hestamannafélaginu Funa. Til vara voru kjörnir Haukur Snorrason, Umf. Reyni og Níels Helgason, Umf. Samherjum.


http://docs.google.com/viewer?a=v&pid=sites&srcid=dW1zZS5pc3x1bXNlfGd4OjI2NjUzZDM1MTNjYmQyYw
Uppstillingarnefnd fyrir næsta þing munu skipa formenn hestamannafélaganna þriggja innan UMSE, Hestamannafélagsins Funa, Hestamannafélagsins Hrings og Hestamannafélagsins Þráins.

Hestamannafélagið Hringur hlaut Félagasmálabikar UMSE.

Forsetar þingsins voru Marinó Þorsteinsson og Sveinn Jónsson, frá Umf. Reyni og ritarar Kristlaug María Valdimarsdóttir, Umf. Smáranum og Hólmfríður Gísladóttir, Sundfélaginu Rán. Gestir þingsins voru Þórunn Andrésdóttir úr íþrótta- og æskulýðsráði Dalvíkurbyggðar, Björn Grétar Baldursson, stjórnarmaður UMFÍ, Ingi Þór Ágústson, stjórnarmaður ÍSÍ og Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.

Ársskýrsla UMSE 2016, sem gefin var út á þinginu, er nú aðgengileg hér á vefsíðu UMSE og verður þinggerðin sömuleiðis aðgengileg innan skamms.


Fleiri myndir af þinginu er að finna á Facebook síðu UMSE:


Bæklingur á vegum ÍSÍ um íþróttir og átröskun

posted Feb 28, 2017, 3:56 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Feb 28, 2017, 3:59 AM ]

Út er kominn bæklingur á vegum ÍSÍ um íþróttir og átröskun en um er að ræða endurnýjun á bæklingi sem gefinn var út af ÍSÍ árið 1999.  

Höfundur bæklingsins er Petra Lind Sigurðardóttir sálfræðingur. Hægt er að nálgast bæklinginn á heimasíðu ÍSÍ á slóðunum

og 

eða í prentaðri útgáfu á skrifstofu ÍSÍ.

Ársþing UMSE 9. mars

posted Feb 16, 2017, 3:16 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

96. ársþing UMSE fer fram í félagsheimilinu Árskógi, í Dalvíkurbyggð. Þingið mun hefjast stundvíslega kl. 18:00. Réttur til setu á þinginu er samkv. 6. og 8. grein laga UMSE:

„6. grein. Hvert sambandsfélag hefur rétt til að senda fulltrúa á ársþing þannig: Einn fulltrúi komi fyrir hverja 50 skattskylda félaga eða færri. Þó skal hvert félag ætíð eiga rétt á tveimur fulltrúum. Tala félagsmanna skal miðuð við síðustu áramót og eru 18 ára og eldri skattskyldir.“

„8. grein. Á ársþingi hafa kjörnir fulltrúar og aðalstjórn UMSE atkvæðisrétt og fer hver með eitt atkvæði. Aðeins sá, sem er í félagi innan sambandsins er kjörgengur fulltrúi þess á þingi. Allir þingfulltrúar skulu hafa kjörbréf. Sérhverjum félagsmanni innan UMFÍ og ÍSÍ er heimilt að vera á þingum sambandsins og hafa þar málfrelsi og tillögurétt þó eigi sé hann fulltrúi neins félags.“

Tillögur og málefni, sem félög óska eftir að lagðar verði fyrir þingið, þurfa að berast skrifstofu UMSE í síðasta lagi mánudaginn 20. febrúar. 

1-10 of 274