Fréttir


Ferðasjóður íþróttafélaga, umóknarfrestur til 11. janúar

posted Jan 5, 2021, 2:38 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Ferðasjóður íþróttafélaga hefur fengið árlegt framlag á Fjárlögum Alþingis, allt frá árinu 2007, til úthlutunar til íþrótta- og ungmennafélaga í landinu vegna keppnisferða innanlands.  Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var falin umsjón á útreikningi og úthlutunum úr sjóðnum.

Umsóknarfrestur um styrk vegna keppnisferða innanlands á fyrirfram ákveðin styrkhæf mót á árinu 2020 er til miðnættis 11. janúar 2021.

Umsóknarferlið í ár er með sama hætti og áður en þar sem mótahald á árinu 2020 var afar óhefðbundið vegna afleiðinga Covid-19 þá gæti komið til breytinga á úthlutunum þannig að heildarframlag sjóðsins verði ekki allt til úthlutunar.


Nánari upplýsingar um ferðasjóðinn er að finna á vefsíðu Íþrótta- og ólympíusambands Íslands.

Jólakveðja

posted Dec 28, 2020, 2:46 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE


Úthlutað úr sjóðum og ferðastyrkjum

posted Dec 21, 2020, 5:30 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Á síðasta stjórnafundi UMSE var úthlutað úr afreksmannasjóði UMSE og ferðastyrkjum. 
Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga eða hópa, innan UMSE, sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni. Eingöngu félagar og keppnishópar innan UMSE, sem stunda íþróttir iðkaðar innan UMSE og viðurkenndar eru af Íþrótta- og Ólympíusamband (ÍSÍ), geta sótt um styrk úr sjóðnum. Stjórn sjóðsins er stjórn UMSE og sér hún um úthlutun úr honum hverju sinni.
Að þessu sinni hlut eftirfarandi einstaklingar styrki úr sjóðnum:
Alexander Þór Arnarson
Andri Már Mikaelsson
Auðunn Orri Arnarsson
Friðrik Örn Ásgeirsson
Guðmundur Smári Daníelsson
Ólafur Ingi Sigurðsson
Pétur Elvar Sigurðsson
Úlfur Hugi Sigmundsson
Trausti Freyr Sigurðsson
Sveinborg Katla Daníelsdóttir


Stjórn UMSE veitir ferðastyrki til íþróttafólks innan UMSE vegna æfinga- og keppnisferða. Hægt er að sækja um fyrir einstaklinga eða hópa. Úthlutað er samkvæmt vinnureglum sem stjórn setur og miðast þeir við fjárhag sambandsins að hverju sinni. Hver einstaklingur getur einungis fengið einn styrk á hverju ári. Íþróttafólk getur sótt sjálft um styrkinn til stjórnar, en umsóknina þarf að staðfesta af forráðamanni íþróttafélagsins. Einnig geta aðildarfélög sótt um styrki fyrir hönd iðkenda.
Ferðastyrki fengu að þessu sinni:
Aldís Lilja Sigurðardóttir
Auðunn Orri Arnarsson
Andri Már Mikaelsson
Friðrik Örn Ásgeirsson
Guðmundur Smári Daníelsson
Hinrik Logi Árnason
Kamil Michal Gorajek
Ólafur Ingi Sigurðsson
Pétur Elvar Sigurðsson
Trausti Freyr Sigurðsson
Úlfur Hugi Sigmundsson
Meistarafl. Knattspyrna Umf. Samherjar (25 manna hópur)


Fræðslu- og verkefnasjóður úthlutaði einnig nýverið úr sjóðnum. Hann hefur frá stofnun stutt vel við margvísleg verkefni. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að því að öflugara starfi hjá UMSE og aðildarfélögum þess og styrkir ýmis verkefni í innra starfi UMSE svo sem:
-Fræðslustarf – m.a. námskeiðshald og fyrirlestra fyrir þjálfara, leiðbeinendur, starfsmenn og/eða dómara, félagsmenn og iðkendur innan UMSE.
-Útbreiðslu- og kynningarstarf í því skyni að gera UMSE sýnilegra og vekja athygli á fjölþættu starfi sambandsins.
-Önnur verkefni sem sjóðsstjórn metur að séu til þess fallin að efla innra starf UMSE.
Í þetta sinn fengu eftirfarandi úthlutað úr sjóðnum:
Hestamannfélagið Funi
Sundfélagið Rán
Skíðafélag Dalvíkur
Knattspyrnudeild Umf. Svarfdæla


Öllum þessum aðilum óskum við til hamingju og velfarnaðar á næsta ári.

Breytingar á sóttvarnarráðstöfunum taka gildi 10. des.

posted Dec 8, 2020, 12:41 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Dec 8, 2020, 12:43 PM ]

Upplýsingar fengnar frá ÍSÍ:

Búið er að birta reglugerðir um þær breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að taki gildi 10. desember nk. og gilda til 12. janúar 2021. 
Breytingarnar eru að mestu í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem fram koma í minnisblöðum hans sem fylgja hér neðar í póstinum. 

Reglur varðandi íþróttastarfið verða eftirfarandi:

·         Öll keppni í íþróttum, bæði barna og fullorðinna, eru óheimil.

·         Íþróttaæfingar einstaklinga fæddra 2004 og fyrr, með snertingum, eru óheimilar innandyra sem utandyra.

·         Íþróttaæfingar einstaklinga fæddra 2004 og fyrr, án snertinga, eru heimilar utandyra.
Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands eru heimilar.  
Íþróttaæfingar einstaklinga fæddra 2004 og fyrr, með eða án snertingar, í efstu deild kvenna og karla í hverju sérsambandi innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, eru heimilar.
Hámarksfjöldi í hverju rými er 25 manns. Sameiginleg búningsaðstaða verði lokuð. Sameiginleg áhöld verði sótthreinsuð a.m.k. tvisvar á dag og þess gætt að loftræsting sé í lagi og loftað vel út nokkrum sinnum yfir daginn.
Ráðherra getur veitt undanþágu frá banni við íþróttastarfi fyrir einstaka viðburði, svo sem vegna alþjóðlegra keppnisleikja hér á landi eða vegna æfinga í næst efstu deild sérsambands Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands ef hún er skilgreind á sama afreksstigi og efsta deild, enda sé gætt fylltu sóttvarnaráðstafana að öðru leyti.

 

Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru ekki heimilar. 
·         Íþróttaæfingar barna fæddra 2005 og síðar, inni og úti, með og án snertingar eru heimilar með þeim fjöldatakmörkunum sem gilda í skólastarfi.

·         Sund og baðstaðir: Heimilt verður að hafa opið fyrir allt að 50% af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Börn fædd 2005 og síðar teljast ekki þar með.

Nánari upplýsingar er að finna á vef heilbrigðisráðuneytisins og í eftirfarandi reglugerðum heilbrigðisráðherra og minnisblöðum sóttvarnalæknis:

 

Endurskoðunarákvæði eru í reglugerðum um sóttvarnaráðstafanir sem kveða á um að stjórnvöld skuli endurmeta þörf á takmörkunum eftir því sem efni stganda til, hvort heldur til aukinna tilslakana eða hertra aðgerða eftir atvikum.

Styrkir til fjölskyldna fyrir íþrótta- og tómstundastarf barna

posted Nov 19, 2020, 1:08 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Frétt af vefsíðu UMFÍ www.umfi.is

Félagsmálaráðuneytið hefur nú opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Markmiðið með þeim er að jafna tækifæri barnanna til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.

Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga. Alls verður um 900 milljónum króna varið í verkefnið árin 2020 og 2021.

Ásmundur kynnti aðgerðina í vor og er hún hluti af aðgerðapakka sem ætlað er að veita mótvægi vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 faraldurinn hefur haft á afkomu efnaminni heimila í landinu. Í framhaldinu verður ráðist í vitundavakningu á því í samstarfi við menntamálaráðuneytið, sveitarfélög, ÍSÍ og UMFÍ.

Ráðuneytið hefur jafnframt búið til myndbönd á níu mismunandi tungumálum þar sem styrkirnir og fyrirkomulag þeirra er kynnt.  

Svona er sótt um styrk:
Hægt er að sækja um styrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars – júlí 2020.

Styrkurinn er 45.000 kr. á hvert barn og um 13.000 börn eiga rétt á styrknum. Sveitarfélögin annast afgreiðslu styrkumsókna eftir að búið er að kanna rétt til styrksins inni á Ísland.is. 

Styrkina er hægt er að nota til  niðurgreiðslu á þátttökugjöldum vegna íþróttaiðkunar, tónlistanáms eða annarra tómstunda. Sveitarfélög setja reglur um úthlutun styrkjanna en fyrirkomulag getur verið breytilegt á milli sveitarfélaga til dæmis varðandi hvaða íþrótta- og tómstundastarf er styrkhæft, hvaða gögnum beri að skila með umsókn og afgreiðslutími umsókna.

Rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt er að halda sem flestum börnum virkum í íþrótta- og frístundastarfi og tryggja jafnt aðgengi barna og unglinga að slíku starfi. Lögð hefur verið áhersla á að ná til sem flestra forráðamanna og hefur því verið komið af stað kynningarátaki á fjölda tungumála um íþrótta- og tómstundastyrkina.

Nánari upplýsingar er að finna á vef stjórnarráðsins:

Auglýst er eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE

posted Nov 18, 2020, 1:10 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

UMSE auglýsir eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga eða hópa, innan UMSE, sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni.

Umsóknir um styrk úr sjóðnum skulu berast fyrir 1. desember ár hvert og fer úthlutun fram 15. desember.
Ef póstleggja á umsóknina vinsamlegast gerið það í tíma þannig að þær berist til skrifstofu fyrir 1. des. 

Vakin er athygli á því að að úthlutað í samræmi við reglugerð sjóðsins, sem samþykkt var árið 2013. Reglugerðin er aðgengileg á vefsíðu UMSE. Stjórn UMSE úthlutar úr sjóðnum.


Umsóknareyðublað er að einnig að finna á síðunni.


Nánari upplýsingar veitir skrifstofa UMSE.

Breytingar á samkomutakmörkunum tóku gildi í dag

posted Nov 18, 2020, 1:00 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

mynd af www.umfi.is
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi í dag, 18. nóvember og hafa þær gildistíma til 1. desember. Birtar hafa verið viðbótar upplýsingar um reglugerðina hjá heilbrigðisráðuneytinu og ákveðið að grímuskylda eigi ekki við um börn í 5.-7. bekk.

Frá 18. nóvember gildir því eftirfarandi:

  • Æfingar barna á leik- og grunnskólaaldri f. 2005 og síðar eru heimilar jafnt úti sem inni, það á einnig við um sundæfingar.
  • Ekki þarf að halda sömu hópaskiptingu í íþróttastarfi eins og er í grunnskólastarfi.
  • Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi.
  • Leikskólabörn og börn í 1.-4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.-10. bekk að hámarki 25. saman.
  • Grímuskylda þjálfara gildir gagnvart börnum í 8.-10. bekk sé ekki mögulegt að viðhafa 2m fjarlægð.
  • Börn í 1.-7. bekk eru undanþegin grímuskyldu, sé ekki unnt fyrir börn í 8.-10. bekk að viðhafa 2m fjarlægðarreglu utan æfingasvæðis ber þeim að nota grímu.

Sund og baðstöðum og líkamsræktarstöðvum verður áfram lokað. Sundæfingar mega fara fram þótt sundlaugar séu áfram lokaðar almenningi. Sóttvarnalæknir hefur þó sagt að ekki sé í skoðun nú að opna sundlaugar strax.

Íþróttir fullorðinna fæddra 2004 og fyrr, þar með taldar æfingar og keppnir, hvort sem er innan eða utandyra, með eða án snertingar, eru áfram óheimilar. Einstaklingsbundnar æfingar fullorðinna fæddra 2004 og fyrr án snertingar eru heimilar, svo sem útihlaup og sambærileg hreyfing.

Ráðherra getur veitt undanþágu frá banni við íþróttastarfi fyrir einstaka viðburði, svo sem vegna alþjóðlegra keppnisleikja hér á landi, enda sé gætt fyllstu sóttvarnaráðstafana að öðru leyti.

(upplýsingar fengnar af vefsíðum www.umfi.is og www.isi.is)
 

Umfangsmiklar stuðningsaðgerðir við íþróttastarf í undirbúningi

posted Oct 31, 2020, 8:39 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Frétt af vef ÍSÍ:

Nú rétt í þessu birtist fréttatilkynning frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um umfangsmiklar stuðningsaðgerðir við íþróttastarf í landinu. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Ásmundur Daði Einarsson félags- og barnamálaráðherra kynntu fyrirhugaðar aðgerðir fyrir forystu íþróttahreyfingarinnar á fjarfundi í morgun.

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær tillögur ráðherranna tveggja þess efnis að ráðist verði í aðgerðir til að koma til móts við íþrótta- og æskulýðsfélög landsins vegna þeirra röskunar sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á starf þeirra. Í aðgerðum stjórnvalda verður stefnt að því að útvíkka úrræði Vinnumálastofnunar þannig að tryggt verði að í þeim tilvikum sem íþróttafélagi eða samstarfsaðilum ÍSÍ er gert að láta af starfsemi sinni vegna sóttvarna geti félagið sótt um styrki vegna launagreiðslna til starfsmanna sem ekki geta sinnt starfi sínu á því tímabili sem sóttvarnaaðgerðir standa yfir. Gert er ráð fyrir því að styrkirnir nemi sömu fjárhæðum og kveðið er á um í lögum sóttkvíagreiðslur.

Þá verður íþrótta- og æskulýðsfélögum, ásamt sambandsaðilum ÍSÍ, gert kleift að sækja um sérstaka styrki vegna tekjufalls á tímabilinu 1. júní sl. til 1. október sl. Einnig verður þessum aðilum gert kleift að sækja um styrki vegna verktakakostnaðar frá 1. október sl. og þar til starfsemi hreyfingarinnar kemst í eðlilegt horf. Orsakir þessa tekjufalls og verktakagreiðslna þurfa að hafa verið vegna sóttvarna á því tímabili sem sóttvarnaaðgerðir standa yfir.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands mun sjá um umsýslu aðgerðarinnar.

Endanlegar útfærslur á tillögunum verða unnar í samstarfi við íþróttahreyfinguna og gert er ráð fyrir að útfærslan liggi fyrir eigi síðar en 10. nóvember.

 

Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ:  „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir íþróttahreyfinguna að fá þessa afstöðu nú þegar búið er að loka fyrir íþróttastarfið enn á ný og alger óvissa er um hvenær hægt er að hefja það að nýju. Mörg af félögum ÍSÍ voru farin að sjá fram á þurfa að segja upp starfsfólki en hættu við þær fyrirætlanir sínar þegar fréttist af þessum væntanlegu aðgerðarpökkum. Úrræði Vinnumálastofnunar hafa fram að þessu ekki nýst vel fyrir íþróttahreyfinguna en nú verður breyting á því. Heimildir íþróttahreyfingarinnar til að leita stuðnings vegna launa-og verktakagreiðslna þegar sóttvarnaraðgerðir hindrar starfsemi hennar verður risastórt öryggisnet fyrir starfsemi íþróttahreyfingarinnar. Við erum mjög ánægð með þessar fyrirætlanir. Að fá einnig stuðning frá  stjórnvöldum vegna tekjufalls á tímabilinu júní til september, líkt og gert var vegna tímabilsins mars til maí, er mjög mikilvægt fyrir íþróttahreyfinguna og hjálpar til við að koma starfseminni af stað aftur þegar slakað verður aftur á sóttvarnaaðgerðum.Við erum afar þakklát fyrir þann skilning sem stjórnvöld hafa á mikilvægi íþróttastarfs í landinu og þessir aðgerðarpakkar sem verið er að vinna að  fylla okkur bjartsýni að nýju um að hægt verði að halda úti öflugu íþróttastarfi þegar takmörkunum sem við nú búum við verður aflétt.“

 

Fréttatilkynningu ráðherranna má lesa í heild sinni með því að smella hér.

Íþróttastarf fellur niður til 17. nóvember

posted Oct 30, 2020, 7:40 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Tekið af vefsíður UMFÍ:

Íþróttastarf verður óheimilt og sundlaugum lokað um allt land næstu 2-3 vikurnar eða til 17. nóvember, samkvæmt nýjum hertum sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi á miðnætti í kvöld. Til viðbótar þrengjast fjöldatakmarkanir úr 20 manns í 10. Einungis börn fædd 2015 og yngri eru undanþegin 2 metra reglu og grímuskyldu.

Ríkisstjórnin gerði grein fyrir hertum sóttvarnareglum í dag sem byggja að stórum hluta á minnisblaði sóttvarnalæknis. Ríkisstjórnin fundaði um tillögurnar í morgun.  

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði samfélagssmit töluvert útbreidd og þurfi því að herða aðgerðir.

Í minnisblaði sóttvarnalæknis kemur fram að smit í samfélaginu sé enn mikið, þrátt fyrir hertar sóttvarnaaðgerðir sem gripið var til 20. október. Því sé hætta á að hópsýkingar brjótist út og valdi enn meira álagi á heilbrigðiskerfið sem sé mikið fyrir. 

 

Íþróttastarf óheimilt
Reglugerð heilbrigðisráðherra var birt samhliða blaðamannafundinum. Þar er áréttað frekar að íþróttir, þar með talið æfingar og keppnir, barna og fullorðinna hvort sem er innan- eða utandyra, með eða án snertingar eru óheimilar. Einstaklingsbundnar æfingar án snertingar eru heimilar, svo sem útihlaup og sambærileg hreyfing.

Sund- og baðstöðum sem og líkamsræktarstöðvum skal lokað.

 

Undanþágur frá alþjóðlegum keppnisleikjum
Ráðherra getur þó veitt undanþágur frá takmörkun á samkomum vegna samfélagslega ómissandi innviða sem mega ekki stöðvast en líka undanþágu frá íþróttastarfi fyrir einstaka viðburði, svo sem vegna alþjóðlegra keppnisleikja hér á landi, enda sé gætt fyllstu sóttvarnaráðstafana að öllu leyti.

Tekið er sérstaklega fram í reglugerð ráðherra að við veitingu undaþágu skuli leitast við að grípa til annarra aðgerða þannig að gætt sé að smitvörnum eins og kostur er.

Ítarlegt minnisblað um áhrif COVID á íþróttastarf frá UMFÍ

posted Oct 30, 2020, 4:55 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Minnisblað um áhrif COVID á íþróttastarfid_19_2020.png?width=600&height=850
Á sambandsráðsfundi UMFÍ í gær kynnti stjórn UMFÍ minnisblað þar sem sameinaðar eru hugmyndir ungmennafélagshreyfingarinnar um stöðu mála og aðgerðir. Allar tillögurnar eru í samræmi við stefnu UMFÍ.

Á fundinum og í minnisblaðinu kom fram að miklar áhyggjur eru af stöðu mála í ungmennafélagshreyfingunni vegna neikvæðra áhrifa COVID-10. Staða einstakra félaga er mjög mismunandi. Tilgangurinn með minnisblaði sem UMFÍ hefur tekið saman er að taka saman stutt yfirlit um áhrifin og umræðuna. Áhyggjur og áskoranir félaganna eru miklar og fjölbreyttar um allt land. 

Bæði er um að ræða aðgerðir í vörn og sókn, enda lykilatriði í góðu íþróttastarfi að huga að báðum þáttum til að ná árangri.


1-10 of 368