Fréttir


Amanda kjörin íþróttamaður UMSE annað árið í röð

posted Jan 21, 2020, 3:07 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Kjöri Íþróttamanns UMSE var lýst laugardaginn 18. janúar í Þelmerkurskóla. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, frá Golfklúbbnum Hamri, var kjörin íþróttamaður UMSE 2019. Þetta er annað árið í röð sem Amanda er kjörin. Hún var jafnframt útnefnd Golfmaður UMSE 2019.
Í öðru sæti í kjörinu var frjálsíþróttamaðurinn Guðmundur Smári Daníelsson, úr Umf. Samherjum og í þriðja sæti var Mikael Máni Freysson, frisbígolfari úr Umf. Samherjum.

Í kjörinu voru:
Amanda Guðrún Bjarnadóttir, Golfíþróttamaður UMSE.
Andrea Björk Birkisdóttir, Skíðamaður UMSE.
Bjarki Fannar Stefánsson, Tilnefndur fyrir góðan árangur í                    hestaíþróttum.
Elín Björk Unnarsdóttir, Sundmaður UMSE.
Guðmundur Smári Daníelsson, Frjálsíþróttamaður UMSE.
Heiðmar Örn Sigmarsson, Borðtennismaður UMSE.
Friðrik Örn Ásgeirsson, Bandýmaður UMSE.
Mikael Máni Freysson, Frisbýgolfmaður UMSE.
Ivalu Birna Falck-Petersen, Badmintonmaður UMSE.
Svavar Örn Hreiðarsson, Hestaíþróttamaður UMSE.
Sveinn Margeir Hauksson, Knattspyrnumaður UMSE.Við þetta tækifæri voru einnig veittar viðurkenningar vegna góðs árangurs í íþróttum. Þær viðurkenningar hljóta þeir einstaklingar eða hópar sem hafa unnið til Íslandsmeistara- eða bikarmeistaratitla, sett Íslandsmet, átt sæti í landsliðum, afreks- eða úrvalshópum sérsambanda eða hafa unnið Landsmóts- eða Unglingalandsmótstitla á árinu 2019.

Eftirfarandi einstaklingar hlutu viðurkenningar:
Amanda Guðrún Bjarnadóttir, Kvennalandslið Íslands í golfi og Íslandsmeistari í höggleik 19-21 árs.
Andri Már Mikaelsson, í landsliði Íslands í Bandý.
Auðunn Arnarsson, í landsliði Íslands í Bandý.
Dagur Ýmir Sveinsson, unglingalandsmótsmeistari í strandblaki 13-14 ára.
Erla Adolfsdóttir, Íslandsmeistari í öldungaflokki GSÍ, karlar 65+.
Friðrik Örn Ásgeirsson, í landsliði Íslands í Bandý.
Jóhann Peter Andersen, Íslandsmeistari í öldungaflokki GSÍ, karlar 65+.
Jónas Hjartarson, í landsliði Íslands í Bandý.
Kristín Erna Jakobsdóttir, unglingalandsmótsmeistari Fatlaðra í 60 metra hlaupi, 600 metra hlaupi, langstökki         og kúluvarpi stúlkna 14 ára og  í 50 metra baksundi, 100 metra bringusundi og 100 metra skriðsundi.
Hafþór Andri Sigrúnarson, í afrekshóp Bandýnefndar Íslands.
Heiðmar Örn Sigmarsson, í unglingalandsliðshóp Borðtennissambands Íslands.
Jónas Godsk Rögnvaldsson, í afrekshóp Bandýnefndar Íslands.
Markús Máni Pétursson, unglingameistari í stórsvigi 12 ára drengja, unglingalandsmótsmeistari í 100 metra            hlaupi pilta 13 ára og strandblaki 13-14 ára.
Ólafur Ingi Sigurðsson, í landsliði Íslands í Bandý.
Pétur Elvar Sigurðsson, í landsliði Íslands í Bandý.
Róbert Andri Steingrímsson, í landsliði Íslands í Bandý.
Sigmundur Rúnar Sveinsson, í landsliði Íslands í Bandý.
Sveinn Margeir Hauksson, úrtakshópur U19 Knattspyrnusamband Íslands.
Trausti Freyr Sigurðsson, í unglingalandsliðshóp Borðtennissambands Íslands.
Úlfur Hugi Sigmundsson, í unglingalandsliðshóp Borðtennissambands Íslands.
Þorsteinn Jón Thorlacius, í landsliði Íslands í Bandý.
Landsmótsmeistarar 50+ í Bridds.
        o Hákon Viðar Sigmundsson.
        o Kristján Þorsteinsson.
        o Kristinn Kristinsson.
        o Gylfi Pálsson.

Aðal styrktaraðili UMSE, Bústólpi ehf., veitir í samstarfi við stjórn UMSE á hverju ári styrk vegna góðs árangurs í barna- og unglingastarfi. Að þessu sinni hlaut Skíðafélag Dalvíkur styrkinn.

Stjórn UMSE óskar öllum verðlauna- og viðurkenningahöfum til hamingju með árangurinn og þakkar þeim sem komu að kjöri Íþróttamans UMSE 2019 kærlega fyrir veittan stuðning.

 


Kjöri íþróttamanns UMSE lýst laugardaginn 18. janúar

posted Jan 14, 2020, 3:14 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Kjöri íþróttamanns UMSE 2019 verður lýst laugardaginn 18. janúar. Viðburðurinn fer fram í Þelamerkurskóla og hefst kl. 13:00. Veittar verða viðurkenningar til þeirra íþróttamanna sem eru í kjörinu og eru útnefndir íþróttamenn íþróttagreina.

Í kjöri til íþróttamanns UMSE eru að þessu sinni 11 íþróttamenn.

 • Amanda Guðrún Bjarnadóttir, Golfmaður UMSE 
 • Andrea Björk Birkisdóttir, Skíðamaður UMSE
 • Bjarki Fannar Stefánsson, Fyrir góðan árangur í hestaíþróttum
 • Elín Björk Unnarsdóttir, Sundmaður UMSE
 • Friðrik Örn Ásgeirsson, Bandýmaður UMSE
 • Guðmundur Smári Daníelsson, Frjálsíþróttamaður UMSE
 • Heiðmar Örn Sigmarsson, Borðtennismaður UMSE
 • Ivalu Birna Falck-Petersen, Badmintonmaður UMSE
 • Mikael Máni Freysson, Frisbígolfmaður UMSE
 • Svavar Örn Hreiðarsson, Hestaíþróttamaður UMSE
 • Sveinn Margeir Hauksson, Knattspyrnumaður UMSE

Einnig verða veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í íþróttum á árinu 2019.

Stjórn UMSE útnefnir íþróttamenn hverrar íþróttagreinar, út frá tillögum aðildarfélaga og tilnefnir í kjörið. Stjórnar- og varastjórnarmenn UMSE hver fyrir sig og stjórnir aðildarfélaganna hver fyrir sig kjósa svo íþróttamann UMSE í leynilegri kosningu.

Jólakveðja

posted Dec 24, 2019, 2:05 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE


Í dag fer fram 800. stjórnarfundur UMSE

posted Dec 3, 2019, 2:54 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Dec 3, 2019, 2:55 AM ]

Stjórn UMSE hittist að jafnaði einu sinni í mánuði allt árið um kring. Í dag er venjan að allir í bæði aðal- og varastjórn eru boðaðir til fundar. Þannig er varastjórnarfólk að fullu þátttekndur í þeim umræðum sem framfara.

Fyrir nokkrum árum kannaði Kristlaug María Valdimarsdóttir ritari UMSE aðeins sögu stjórnarfunda UMSE og samkvæmt því eru bókaðir stjórnarfundir orðnir 799 talsins.

Í dag fer því fram fundur númer áttahundruð, á þeim 97 árum sem UMSE hefur starfað.

Frekari upplýsingar um stjórnarfólk UMSE, vinnureglur og aðrar upplýsingar um stjórn UMSE er að finna hér.

Úthlutað úr fræðslu- og verkefnasjóði UMSE

posted Nov 20, 2019, 3:44 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Nýverið úthlutaði sjóðsstjórn Fræðslu- og verkefnasjóðs styrkjum. 
Sjóðurinn hefur frá stofnun stutt vel við margvísleg verkefni. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að öflugara starfi hjá UMSE og aðildarfélögum þess. Sjóðurinn styrkir ýmis verkefni í innra starfi UMSE – svo sem:

-Útbreiðslu- og kynningarstarf í því skyni að gera UMSE sýnilegra og vekja athygli á fjölþættu starfi sambandsins.-Fræðslustarf – m.a. námskeiðshald og fyrirlestra fyrir þjálfara, leiðbeinendur, starfsmenn og/eða dómara, félagsmenn og iðkendur innan UMSE.

-Önnur verkefni sem sjóðsstjórn metur að séu til þess fallin að efla innra starf UMSE.

Að þessu sinni var úthlutað styrkjum til sex verkefna:

Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður, vegna útgáfu afmælisrits.
Golfklúbburinn Hamar, vegna eflingar barna- og unglingastarfs / golfskóla.
Ungmennafélagið Samherjar, vegna búnaðar til bandýiðkunar.
Ungmennafélagið Samherjar, vegna borðtennis fyrir eldra fólk.
Sveinn Torfason, Skíðafélagi Dalvíkur, vegna þjálfararáðstefnu hjá norska skíðasambandinu.
Aldís Lilja Sigurðardóttir, Umf. Samherjum, vegna þjálfaranámskeiðs.

Í sjóðsstjórn fræðslu- og verkefnasjóðs UMSE sitja Hringur Hreinsson (Umf. Æskunni), Jóhanna Gunnlaugsdóttir (Umf. Þorsteini Svörfuði) og Edda Kamilla Örnólfsdóttir (fulltrúi stjórnar UMSE).

Næst úthlutun úr sjóðnum fer fram 1. nóvember 2020 og er umsóknarfrestur til 1. október 2020.

Nánari upplýsingar um úthlutun og reglur þar um veitir skrifstofa UMSE.


Auglýst eftir umsóknum í Afreksmannasjóð

posted Nov 13, 2019, 7:25 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

UMSE auglýsir eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga eða hópa, 
innan UMSE, sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni.

Umsóknir um styrk úr sjóðnum skulu berast fyrir 1. desember ár hvert og fer úthlutun fram 15. desember.
 
Ef póstleggja á umsóknina vinsamlegast gerið það í tíma þannig að þær séu komna 1. des á skrifstofu. 


Vakin er athygli á því að að úthlutað í samræmi við reglugerð sjóðsins, sem samþykkt var árið 2013  og er hún aðgengileg á vefsíðu UMSE. Stjórn UMSE úthlutar úr sjóðnum.

http://www.umse.is/reglugerdhir/afreksmannasjodhur-umse

Umsóknareyðublað er að einnig að finna neðst á síðunni


Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri UMSE.

Þorsteinn tekur við sem framkvæmdastjóri

posted Nov 7, 2019, 7:26 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Smávægilegar breytingar verða á starfsemi á skrifstofu UMSE á næstunni. Ásdís Sigurðardóttir hefur fengið tímabundið leyfi frá störfum. Í fjarveru hennar mun Þorsteinn Marinósson gegna stöðu framkvæmdastjóra UMSE og tekur hann formlega við starfinu 15. nóvember.

Steini, eins og hann er kallaður, er starfssemi sambandsins vel kunnugur, en hann starfaði sem framkvæmdastjóri UMSE frá árinu 2006 til ársins 2017.

Stjórn UMSE býður Steina velkominn aftur til starfa.

F.h. stjórnar,
Sigurður Eiríksson,
formaður UMSE

Umsóknarfrestur í Ferðasjóð og Fræðslu- og verkefnasjóð.

posted Sep 18, 2019, 2:38 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Umsóknarfrestur í ofantalda sjóði er til og með 30. september ár hvert.   Skorað er á aðildarfélög og iðkendur að sækja um styrki í sjóðina.  Reglugerðir og umsóknareyðublöð má finna hér til vinstri á síðunni undir "Starfsemi og útgáfa" - "Styrkir". 
Útfylltar umsóknir er ágætt að fá í tölvupósti á umse@umse.is en ef umsókn er send í hefðbundnum pósti skal gæta þess að hún sé ekki póstlögð síðar en 30. september.

Skrifstofa UMSE er því miður lokuð næstu vikurnar.

posted Sep 18, 2019, 1:34 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Framkvæmdastjóri UMSE er í veikindaleyfi og því er ekki viðvera á skrifstofu á auglýstum tímum.  Formaður stjórnar, Sigurður Eiríksson, sími 862-2181, tölvupóstur sigeiriks@gmail.com, og gjaldkeri UMSE, Einar Hafliðason, sími 849-7718, tölvupóstur einarhaf@gmail.com, sjá um framkvæmdastjórn sambandsins meðan á veikindaleyfinu stendur. 
Ef menn þurfa einhverra hluta vegna að hitta okkur á skrifstofunni er hægt að mæla sér mót við okkur þar.  En flest mál ætti að vera hægt að leysa í síma eða tölvupósti.

Nýr knattspyrnuvöllur á Dalvík vígður

posted Sep 1, 2019, 6:50 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Nýr gervigrasvöllur var vígður á Dalvík 31.ágúst og óskum við Dalvíkingum til hamingju með nýja völlinn. UMSE notaði tækifærið og veitti Birni Firðþjófssyni gullmerki en hann hefur verið ötull í sjálfboðaliðastarfi á Dalvík. 

Björn Friðþjófsson, Ungmennafélagi Svarfdæla. 
Björn hefur unnið mikið og gott starf í þágu knattspyrnu á Dalvík um áratuga skeið. 
Hann spilaði á árum áður með Reyni Árskógsströnd og Dalvík og hefur setið í stjórn knattspyrnu á Dalvík til fjölda ára og um árabil í stjórn KSÍ. Hann hefur verið driffjöður í öllu starfi í kringum knattspyrnuna á Dalvík og drifið áfram uppbyggingu íþróttasvæða í byggðarlaginu. Þá hefur hann setið í nefndum og ráðum fyrir hönd UMFS. Hann er ávallt fyrstur á staðinn ef eitthvað þarf að gera hvort sem það er að snyrta svæði, undirbúa leiki eða skipuleggja samkomur. Hann fylgist með gengi liðanna á Dalvík og hvetur og styður einstaklinga frá Ungmennafélagi Svarfdæla sem fara til keppni og æfinga. Óþrjótandi áhugi og dugnaður hafa einkennt hann í gegnum árin og hefur fjölskyldan staðið vel við bakið á honum alla tíð og deilt þessu áhugamamáli með honum. Vinnuframlag hans í þágu ungmennafélagsins er gríðarmikið og verður seint verður fullþakkað.
Björn hefur farið fyrir samninganefnd Ungmennafélags Svarfdæla sem staðið hefur að öllum undirbúningi hins nýja gervigrasvallar gagnvart sveitarfélaginu, hönnun og öðru sem viðkom undirbúningi þess verkefnis. Hann er búinn að stýra framkvæmdum og allri sjálfboðavinnu sem hefur verið unnin. Það er ekki sjálfgefið að fólk í sjálfboðavinnu leggi slíkan tíma, vinnu og metnað fram í þágu samfélagsins. Það er Ungmennafélagi Svarfdæla ómetanlegt að eiga slíkan auð sem Björn er fyrir félagið.
Björn hlýtur í dag gullmerki UMSE fyrir starf sitt í þágu íþrótta- og ungmennafélagsmála.

1-10 of 328