Fréttir


Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ, opið fyrir umsóknir

posted Mar 23, 2017, 6:43 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Fræðslu og verkefnasjóð UMFÍ. Umsóknir á þar til gerðu eyðublaði þurfa að berast fyrir 1. apríl næstkomandi en úthlutun úr sjóðnum fer fram 1. maí. UMFÍ hvetur sambandsaðila sérstaklega til þess að sækja um styrki vegna verkefna í samræmi við stefnu UMFÍ en þar er áherslan á ungt fólk, jaðarhópa og eldra fólk.

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ hefur þann tilgang að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar, m.a. með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi.

Nánari upplýsingar um sjóðinn og umsóknareyðublað er að finna á vefsíðu UMFÍ:


Ársskýrslan komin á vefinn

posted Mar 14, 2017, 8:00 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

http://www.umse.is/arsskyrslur/arsskyrsla_umse_2016.pdf?attredirects=0&d=1
Ársskýrsla UMSE 2016 er nú komin á vefinn. Í henni er að finna skýrslu stjórnar UMSE, ársreikninga, ágrip úr starfi aðildarfélaga UMSE ársins 2016 og ýmislegt fleira skemmtilegt.


og hér til að hlaða henni niður.

Við eigum einnig nokkur útprentuð eintök á skrifstofu UMSE fyrir þá sem vilja frekar fletta henni á pappírsformi.

Fréttir af 96. ársþingi UMSE

posted Mar 10, 2017, 1:21 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Mar 10, 2017, 1:37 PM ]

Í gær, 9. mars, fór fram 96. ársþing UMSE á félagsheimilinu Árskógi. Þingið var vel sótt, en 35 af mögulegum 45 fulltrúum voru mættir á þingið, frá 12 af 13 aðildarfélögum og stjórn UMSE, sem gerir um 78 % mætingu. Auk þeirra voru starfsmenn þingsins og gestir frá Dalvíkurbyggð, Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands og Ungmennafélagi Íslands. Voru alls 43 mættir á þingið og verður því að segjast að þingið hafi verið eitt það best sótta í fjölmörg ár.


Töluvert af málum lá fyrir þinginu. Þar má helst nefna reglugerðabreytingar á sjóðum og lottóúthlutun og stefnur um fræðslu- og forvarnir, félagsmál, jafnréttismál og umhverfismál. Hlutfall þeirra lottófjármuna sem runnið hafa til reksturs UMSE var lækkað, en það hlutfalla mun nú renna inn í Fræðslu- og verkefnasjóð UMSE, sem fyrir þingið hét Landsmótssjóður UMSE 2009. Með því var sjóðnum tryggður tekjustofn og lengri líftími, en honum var upphaflega ætlað að greiðast út í heild sinni á 10 árum. Þær málefnastefnur sem samþykktar voru á þinginu eru hluti af vinnu sem ákveðin var á 94. ársþingi UMSE í tengslum við stefnu UMSE 2015-2020 sem samþykkt var á sama þing. Einnig er sú vinna liður í að UMSE öðlist gæðavottunina fyrirmyndaríþróttahérað ÍSÍ, en sú vinna er á lokametrunum.


Á þinginu var fjórum einstaklingum veitt heiðursviðurkenning frá UMSE. Það voru Einar Hafliðason, umf. Þorsteini Svörfuði, Jónína Heiðveig Gunnlaugsdóttir, Umf. Þorsteini Svörfuði, Linda Stefánsdóttir, Umf. Æskunni og Tryggvi Guðmundsson, Umf. Reyni sem öll hlutu starfsmerki UMSE fyrir störf sín í þágu íþrótta- og ungmennafélagsmála. Þorsteinn Marinósson, framkvæmdastjóri UMSE var veitt starfsmerki UMFÍ.


Til setu í stjórn UMSE voru endurkjörnir sem varaformaður Sigurður Eiríksson, Umf. Samherjum og sem gjaldkeri Einar Hafliðason, Umf. Þorsteini Svörfuði. Sömuleiðis voru endurkjörin í varastjórn Guðrún Sigurðardóttir, Umf. Svarfdæla, Björgvin Hjörleifsson, Skíðafélagi Dalvíkur og Elvar Óli Marinósson, Umf. Reyni. 


Í sjóðsstjórn Fræðslu- og verkefnasjóðs UMSE voru kjörin Hringur Hreinsson, Umf. Æskunni og Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Umf. Þorsteini Svörfuði. Sjóðurinn hlaut, sem áður segir, nýtt nafn á þinginu, en hann hét áður Landsmótssjóður UMSE 2009 og sátu þau bæði í sjóðsstjórn hans áður og voru því í raun endurkjörin.
Sem skoðunarmenn reikninga voru endurkjörnar Anna Kristín Árnadóttir og Elín Margrét Stefánsdóttir. Þær koma báðar frá Hestamannafélaginu Funa. Til vara voru kjörnir Haukur Snorrason, Umf. Reyni og Níels Helgason, Umf. Samherjum.


http://docs.google.com/viewer?a=v&pid=sites&srcid=dW1zZS5pc3x1bXNlfGd4OjI2NjUzZDM1MTNjYmQyYw
Uppstillingarnefnd fyrir næsta þing munu skipa formenn hestamannafélaganna þriggja innan UMSE, Hestamannafélagsins Funa, Hestamannafélagsins Hrings og Hestamannafélagsins Þráins.

Hestamannafélagið Hringur hlaut Félagasmálabikar UMSE.

Forsetar þingsins voru Marinó Þorsteinsson og Sveinn Jónsson, frá Umf. Reyni og ritarar Kristlaug María Valdimarsdóttir, Umf. Smáranum og Hólmfríður Gísladóttir, Sundfélaginu Rán. Gestir þingsins voru Þórunn Andrésdóttir úr íþrótta- og æskulýðsráði Dalvíkurbyggðar, Björn Grétar Baldursson, stjórnarmaður UMFÍ, Ingi Þór Ágústson, stjórnarmaður ÍSÍ og Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.

Ársskýrsla UMSE 2016, sem gefin var út á þinginu, er nú aðgengileg hér á vefsíðu UMSE og verður þinggerðin sömuleiðis aðgengileg innan skamms.


Fleiri myndir af þinginu er að finna á Facebook síðu UMSE:


Bæklingur á vegum ÍSÍ um íþróttir og átröskun

posted Feb 28, 2017, 3:56 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Feb 28, 2017, 3:59 AM ]

Út er kominn bæklingur á vegum ÍSÍ um íþróttir og átröskun en um er að ræða endurnýjun á bæklingi sem gefinn var út af ÍSÍ árið 1999.  

Höfundur bæklingsins er Petra Lind Sigurðardóttir sálfræðingur. Hægt er að nálgast bæklinginn á heimasíðu ÍSÍ á slóðunum

og 

eða í prentaðri útgáfu á skrifstofu ÍSÍ.

Ársþing UMSE 9. mars

posted Feb 16, 2017, 3:16 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

96. ársþing UMSE fer fram í félagsheimilinu Árskógi, í Dalvíkurbyggð. Þingið mun hefjast stundvíslega kl. 18:00. Réttur til setu á þinginu er samkv. 6. og 8. grein laga UMSE:

„6. grein. Hvert sambandsfélag hefur rétt til að senda fulltrúa á ársþing þannig: Einn fulltrúi komi fyrir hverja 50 skattskylda félaga eða færri. Þó skal hvert félag ætíð eiga rétt á tveimur fulltrúum. Tala félagsmanna skal miðuð við síðustu áramót og eru 18 ára og eldri skattskyldir.“

„8. grein. Á ársþingi hafa kjörnir fulltrúar og aðalstjórn UMSE atkvæðisrétt og fer hver með eitt atkvæði. Aðeins sá, sem er í félagi innan sambandsins er kjörgengur fulltrúi þess á þingi. Allir þingfulltrúar skulu hafa kjörbréf. Sérhverjum félagsmanni innan UMFÍ og ÍSÍ er heimilt að vera á þingum sambandsins og hafa þar málfrelsi og tillögurétt þó eigi sé hann fulltrúi neins félags.“

Tillögur og málefni, sem félög óska eftir að lagðar verði fyrir þingið, þurfa að berast skrifstofu UMSE í síðasta lagi mánudaginn 20. febrúar. 

Námskeið í Ólympíu

posted Feb 14, 2017, 5:54 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, kven- og karlkyns, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 16. júní-1.júlí n.k. Að þessu sinni er aðal umfjöllunarefnið íþróttastjórnun og ólympíuhreyfingin, en auk þess verður lögð áhersla á siðfræði og menntun.

Flugferðir, gisting og uppihald eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Leitað er að einstaklingum sem náð hafa mjög góðum árangri í íþróttagrein (-greinum) og/eða sinnt kennslu/þjálfun/félagsstörfum innan íþróttahreyfingarinnar, ásamt því að sýna málefnum ólympíuhreyfingarinnar sérstakan áhuga. Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á ensku og/eða frönsku og vera fyrirmynd annars æskufólks í hvívetna.

Umsóknum skal skilað, á þar til gerðum eyðublöðum til skrifstofu ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, ekki seinna en þriðjudaginn 28. febrúar n.k. Umsóknareyðublað er að finna hér neðar á síðunni.

Umsókn skal skilað á ensku á skrifstofu ÍSÍ og skulu fylgja henni tvær passamyndir. 

Frekari upplýsingar veitir Ragnhildur Skúladóttir sviðsstjóri þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sími 514 4000, ragnhildur@isi.is.

Einnig má benda á heimasíður IOA www.ioa-sessions.org/ og www.ioa.org.gr

Helgi og Lovísa með gull á Dalvík

posted Feb 7, 2017, 3:53 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Um síðustu helgi fór fram fyrsta bikarmót vetrarins í flokkið 12-15 ára á alpagreinum. 
Mótið var í umsjón Skíðafélags Dalvíkur og Skíðafélags Ólafsfjarðar og fór það fram á Dalvík. Á laugardaginn var keppt í svigi og í stórsvigi á sunnudag. Þrátt fyrir að snjóleysi hafi herjað á skíðasvæðin þennan veturinn, þá gekk mótshaldið með besta móti.

Keppendur frá Skíðafélagi Dalvíkur stóðu sig með prýði á mótinu. Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir sigraði nokkuð örugglega í svigkeppninni í flokki 14 ára og hafnaði svo í öðru sæti í stórsvigskeppninni. Helgi Halldórsson sigraði bæði í sviginu og stórsviginu í flokki 15 ára með yfirburðum.

Nánari upplýsingar um úrslit og fréttir af mótinu má finna á síðu Skíðafélags Dalvíkur og hjá Skíðasambandi Íslands.

Á mótinu var stórsvigskeppnin sýnd beint í gegnum vefin. Upptökur af því má nálgast hér:

Mynd frá Magnea Helgadóttir.

Mynd frá Magnea Helgadóttir.

Gömul gögn yfirfarin og ljósmyndir færðar á stafrænt form

posted Jan 24, 2017, 3:29 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Jan 26, 2017, 10:00 AM ]

Á síðasta ári hóf stjórn UMSE vinnu við að fara yfir gömul gögn og ljósmyndir sem hafa safnast upp hjá skrifstofunni um ára bil.

Núna hafa rykfallnir pappakassar og möppur fullar af allskonar skjölum verið dregnar fram og hefur Guðmundur Steindórsson, fyrrverandi stjórnarmaður UMSE tekið að sér yfirferð á gögnunum. Markmiðið er að fara yfrir, flokka og undirbúa það sem á að fara á skjalasafn og gera gögnin þannig aðgengileg fyrir sagnaritun og almennt grúsk.

Ljósmyndasafn UMSE sem spannar um 4.000.- myndir hefur verið fært yfir á rafrænt form og standa vonir til þess að hægt verði að gera myndirnar aðgengilegar á netinu á næstu misserum.


Ungmennasambandið er stofnað árið 1922 og nær því þeim áfanga að verða 100 ára eftir 5 ár. Vinnan er liður í undirbúningi fyrir afmælið.
Hér fyrir neðan má sjá mynd af tjaldbúðum UMSE á Landsmóti UMFÍ sem fram fór á Þingvöllum 1957.


Arnór Snær Íþróttamaður UMSE 2016

posted Jan 19, 2017, 1:45 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Jan 19, 2017, 1:47 PM ]

Í kvöld var kjöri íþróttamanns UMSE lýst í Hlíðarbæ í Hörgársveit. Arnór Snær Guðmundsson, golfari úr Golfklúbbnum Hamri var kjörinn Íþróttamaður UMSE 2016. Hann var jafnframt útnefndur golfmaður UMSE 2016. Annar í kjörinu var Guðmundur Smári Daníelsson, frjálsíþróttamaður frá Umf. Samherjum og frjálsíþróttamaður UMSE 2016 og þriðji Viktor Hugi Júlíusson, frjálsíþróttamaður frá Umf. Svarfdælum. Hér má sjá myndskeið af þeim íþróttamönnum sem voru í kjöri til íþróttamanns UMSE (video).

Í kjöri til íþróttamans UMSE voru:
 • Badmintonmaður UMSE 2016, Haukur Gylfi Gíslason, Umf. Samherjum.
 • Borðtennismaður UMSE 2016, Jóhannes Bjarki Sigurðsson, Umf. Samherjum.
 • Frjálsíþróttamaður UMSE 2016, Guðmundur Smári Daníelsson, Umf. Samherjum.
 • Golfmaður UMSE 2016, Arnór Snær Guðmundsson, frá Golfklúbbnum Hamri.
 • Hestaíþróttamaður UMSE 2016, Svavar Örn Hreiðarsson, Hestamannafélginu Hring.
 • Skíðamaður UMSE 2016, Andrea Björk Birkisdóttir, Skíðafélag Dalvíkur.
 • Sundmaður UMSE 2016, Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson, Sundfélaginu Rán.
 • Amanda Guðrún Bjarnadóttir, Golfklúbbnum Hamri, tilnefnd af stjórn UMSE fyrir góðan árangur í golfi.
 • Helgi Halldórsson, Skíðafélagi Dalvíkur, tilnefndur af stjórn UMSE fyrir góðan árangur á skíðum.
 • Eir Starradóttir, Umf. Æskunni, tilnefnd af stjórn UMSE fyrir góðan árangur í frjálsíþróttum.
 • Viktor Hugi Júlíusson, Umf. Svarfdæla, tilnefndur af stjórn UMSE fyrir góðan árangur í frjálsíþróttum.


Við sama tilefni var veitt viðurkenning og styrkur til fimleikadeildar Umf. Svarfdæla fyrir framúrskarandi barna- og unglingastarf. Starfið í þessari ungu deild hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Styrkurinn er veittur af Bústólpa ehf. sem er aðal styrktaraðili UMSE og sér stjórn UMSE um úthlutun styrksins.

Veittar voru viðurkenningar til samtals 25 íþróttamanna sem allir eiga það sameiginlegt að hafa skarað framúr á svið íþróttanna á árinu 2016. Eftirfarandi íþróttafólki voru veittar viðurkenningar fyrir að hafa unnið til Íslandsmeistaratitla, landsmótsmeistaratitla, verið valin í úrvals- eða afrekshópa sérsambanda eða í landslið á árinu 2016:

 • Agnes Fjóla Flosadóttir, unglingalandsmótsmeistari í 50 m skriðsundi, 100 m skriðsundi og boðsundi (blönduð sveit).
 • Amalía Nanna Júlíusdóttir, aldurflokkameistari Íslands í 200 m í bringsundi í flokki 13-14 ára., unglingalandsmótsmeistari í 100 m fjórsund, 50 m bringusund, 50 m flugsundi og boðsundi (blönduð sveit) í flokki 13-14 ára. Er í framtíðarhópi Sundsambands Íslands.
 • Amanda Guðrún Bjarnadóttir, Íslandsmeistari í höggleik 15-16 ára.
 • Andrea Björk Birkisdóttir, B-landslið Skíðasambands Íslands.
 • Axel Reyr Rúnarsson, unglingameistari Íslands í stórsvigi 15 ára.
 • Arnór Snær Guðmundsson, afrekshópur GSÍ, Íslandsmeistari í liðakeppni golfklúbba (sameignlegt lið GHD og GA) 18 ára og yngri.
 • Daði Hrannar Jónsson, unglingameistari Íslands í stórsvigi í flokki 13 ára.
 • Daniel Rosazza, unglingalandsmótsmeistari í fjalllahjólreiðum í flokki 13-15 ára.
 • Guðmundur Smári Daníelsson, Íslandsmeistari utanhúss í stangarstökki, þrístökki, kringlukasti, spjótkasti og sleggjukasti í flokki 18 til 19 ára. Unglingalandsmótsmeistari í 110 metra grindarhlaupi, hástökki pilta, langstökki pilta, kúluvarpi og kringlukast í flokki 18 ára pilta. Unglingalandsmótsmeistari í glímu.
 • Guðni Berg Einarsson, unglingameistari Íslands í svigi og alpatvíkeppni í flokki 13 ára.
 • Haukur Gylfi Gíslason, U19 landsliðshópur í badminton.
 • Heiðmar Sigmarsson, mini-cadet (U-13) hópur BTÍ
 • Helgi Halldórsson, Unglingameistari í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni í flokki 14 ára
 • Hildur Marín Gísladóttir, mini-cadet (U-13) hópur BTÍ
 • Kristín Erna Jakobsdóttir, unglingalandsmótsmeistari í 50 m skriðsundi og 50 m bringusund 11 ára í flokki hreyfihamlaðra og Unglingalandsmótsmeistari í langstökk og 60 m hlaupi í flokki hreyfihamlaðra.
 • Sindri Sigurðarson, mini-cadet (U-13) hópur BTÍ
 • Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir, unglingalandsmótsmeistari í golfi í flokki 16-18 ára.
 • Sveinborg Katla Daníelsdóttir, Íslandsmeistari í stangarstökki kvenna utanhúss 20-22 ára.
 • Trausti Freyr Sigurðsson, mini-cadet (U-13) hópur BTÍ
 • Úlfur Hugi Sigmundsson, mini-cadet (U-13) hópur BTÍ
 • Viktor Hugi Júlíusson, Íslandsmeistari í 100 m hlaupi og þrístökki 15 ára utanhúss. Íslandsmeistari 60 m hlaupi og langstökki 15 ára innanhús. Unglingalandsmótsmeistari í 100 metra hlaupi og 100 metra grindarhlaupi (84 cm) og hástökki pilta 15-16 ára.Ungmennasamband Eyjafjarðar óskar þessum einstaklingum, aðstandendum þeirra og þjálfurum til hamingju með árangur sinn á sviði íþrótta á árinu 2016.

Íþróttamaður UMSE 19. janúar

posted Jan 15, 2017, 1:37 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Jan 15, 2017, 1:42 PM ]

Kjöri íþróttamanns UMSE verður lýst í Hlíðarbæ í Hörgársveit 19. janúar. Kjörið hefst kl. 18:00.

Í kjörinu eru að þessu sinni:
Amanda Guðrún Bjarnadóttir, Golfklúbbnum Hamri
Andrea Björk Birkisdóttir, Skíðafélagi Dalvíkur
Arnór Snær Guðmundsson, Golfklúbbnum Hamri
Guðmundur Smári Daníelsson, Umf. Samherjum
Haukur Gylfi Gíslason, Umf. Samherjum
Helgi Halldórsson, Skíðafélagi Dalvíkur
Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson, Sundfélaginu Rán
Jóhannes Bjarki Sigurðsson, Umf. Samherjum
Eir Starradóttir, Umf. Æskunni
Svavar Örn Hreiðarsson, Hestamannafélginu Hring
Viktor Hugi Júlíusson, Umf. Svarfdæla

Veittar verða viðurkenningar til þeirra sem í kjörinu eru. Auk þess verða veittar sérstakar viðurkenningar til þeirra sem hafa unnið til Íslandsmeistaratitla, bikarmeistaratitla eða Landsmótstitla, verið valdir í úrvals eða afrekshópa sérsambanda eða landslið á árinu 2016.

Vakin er athygli á því að áður hafði verið auglýst að kjörið hæfist kl. 20:00 en vegna viðburða sem fara fram í Eyjafjarðarsveit og Dalvíkurbyggð þennan sama dag hefur því verið flýtt til kl. 18:00.

Hlíðarbær
1-10 of 269