Fréttir


Íþróttamaður UMSE 2018 - Amanda Guðrún Bjarnadóttir

posted Jan 13, 2019, 10:44 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Jan 14, 2019, 10:59 AM ]Kjöri Íþróttamanns UMSE var lýst í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju laugardaginn 12. janúar. Amanda Guðrún Bjarnadóttir golfmaður UMSE 2018 úr Golfklúbbnum Hamri var útnefnd Íþróttamaður UMSE 2018.  

Amanda Guðrún Bjarnadóttir er 18 ára Dalvíkurmær sem æfir og keppir fyrir Golfklúbbinn Hamar.

Árangur erlendis:

·       Lék með U18 landsliði Íslands á Evrópumóti stúlknalandsliða U18 í Kungsbacka í Svíþjóð.

·       European Spring Junior, Murcia Spáni. 9 sæti í flokki stúlkna 17 – 18 ára.

·       Finnish Amateur Championship, Helsinki Finnlandi. 18. sæti í kvennaflokki.

Árangur á Íslandi:

·       Íslandsmeistari í höggleik í flokki stúlkna 17 – 18 ára.

·       Íslandsmeistari í holukeppni í flokki stúlkna 17 – 18 ára.

     (eini kylfingurinn sem hampaði báðum titlunum í ár)

·       12. sæti á Íslandsmóti fullorðinna í höggleik.

·       Hársbreidd frá 8 manna úrslitum á Íslandsmóti fullorðinna í holukeppni. Var jöfn að stigum en með færri unnar holur.

·       Besti árangur á Eimskipsmótaröðinni, mótaröð þeirra bestu, var 4. sæti.

·       Stigameistari á Norðurlandsmótaröðinni í flokki stúlkna 18-21 árs.

Amanda er í 14. sæti á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar en hún lék aðeins á 4 mótum af 6. Einnig var hún valin í kvennalandsliðshópinn fyrir 2019.

Amanda Guðrún hefur á síðustu árum verið fremst í sínum aldursflokki á Íslandsbankamótaröðinni og alltaf bætt sig á milli ára. Í ár dreifði hún álaginu betur í samráði við þjálfara sinn með því að leggja áherslu á stærstu mót hvorrar mótaraðar, Íslandsbanka og Eimskips, en fórnaði þess í stað möguleikanum á að verja stigameistaratitil sinn á Íslandsbankamótaröðinni.  Hún mætir mjög vel á æfingar og leggur sig ávallt 100% fram við þau verkefni sem fyrir hana eru lögð á æfingum og í keppni. Hún aðstoðar við þjálfun yngri kynslóðarinnar á sumrin, gerir það vel og er þeim mjög góð fyrirmynd. Amanda stefnir enn lengra í íþrótt sinni og leggur hart að sér við æfingar til að svo megi verða.

Það kemur engum á óvart að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sé helsta fyrirmynd Amöndu en Ólafía er fyrsti Íslendingurinn til að leika á PGA mótaröðinni, hún hefur frábæra sýn á íþróttina og tæklar allt með jákvæðni.

Amöndu finnst skemmtilegast að hitta vinina og hafa það kósý með fjölskyldunni.

 

Í kjöri Íþróttamanns UMSE 2018 voru:

Golfmaður ársins Amanda Guðrún Bjarnadóttir

Skiðamaður ársins - Andrea Björk Birkisdóttir

Sundmaður ársins - Elín Björk Unnarsdóttir

Frjálsíþróttamaður ársins – Guðmundur Smári Daníelsson

Borðtennismaður ársins - Ingvi Vaclav Alferðsson

Bandýmaður ársins - Jónas Hjartarson

Frisbígolfmaður ársins - Mikael Máni Freysson 

Badmintonmaður ársins – Ólafur Ingi Sigurðsson

Knattspyrnumaður ársins – Snorri Eldjárn Hauksson

Hestaíþróttamaður ársins Svavar Örn Hreiðarsson

Við sama tilefni var veitt viðurkenning og styrkur til Golfklúbbsins Hamars frá Bústólpa fyrir framúrskarandi barna- og unglingastarf.

Krakkarnir í Golfklúbbnum Hamri voru duglegir að taka þátt í mótum allt sumarið og margir náðu frábærum árangri. Ungu kylfingarnir frá Hamri vekja ávallt athygli fyrir góða framgöngu á golfvellinum og utan hans. Það er til fyrirmyndar hjá félaginu hvernig staðið er að málum í þjálfun og utanumhaldi barna- og unglingastarfsins en það eru margir hlutir sem þurfa að ganga upp svo að góður árangur náist. Stuðningur við þjálfara og iðkendur, foreldrastarf, sjálfboðaliðastarf og framlög styrktaraðila eru þar á meðal. Þegar þessir þættir eru til staðar er hægt að gera ótrúlega hluti hjá litlum klúbbi. Látum orð formanns barna- og unglingastarfsins vera lokaorðin: „Ef litið er til árangurs þá gæti ég best trúað að Dorrit væri til í að skrifa upp á að við værum einn af „stórustu“ klúbbum landsins“.

Íþrótta- og ólympíusamband Íslands sæmdi Bjanveigu Ingavadóttur gullmerki ÍSÍ fyrr á þessu ári og var henni afhent merkið við þetta tækifæri.

Bjarnveig hefur lengi verið viðloðandi íþrótta- og ungmennafélagashreyfinguna. Hún hefur starfað fyrir Ungmennafélag Svarfdæla á Dalvík og kom meðal annar að fyrsta Unglingalandsmótinu sem haldið var á Dalvík árið 1992. Hún tók sér hlé frá störfum fyrir hreyfinguna en kom svo aftur og var kosin formaður UMSE árið 2014. Því embætti gengdi hún til ársins 2018 og sinnti af miklum sóma. Hún kom ýmsu til leiðar sem formaður UMSE og má nefna að í formannstíð hennar hlaut UMSE fyrst allra íþróttahéraða útnefninguna Fyrirmyndahéraðsamband ÍSÍ. Bjarnveig er útnefnd gullmerki ÍSÍ fyrir störf sín í þágu íþrótta- og ungmennafélagsmála.

Veittar voru viðurkenningar til íþróttamanna sem allir eiga það sameiginlegt að hafa náð góðum árangri á sviði íþróttanna á árinu 2018. Eftirfarandi íþróttafólki voru veittar viðurkenningar fyrir að hafa unnið til Íslandsmeistaratitla, landsmótsmeistaratitla, verið valin í úrvals- eða afrekshópa sérsambanda eða í landslið á árinu 2018.

Bandýlið Samherja,voru valdir í landsliðæfingahóp:

Auðunn Arnarsson, Jónas Godsk Rögnvaldsson, Sigmundur Rúnar Sveinsson, Hafþór Andri Sigrúnarson, Ágúst Örn Víðisson, Andri Már Mikaelsson, Þorsteinn Jón Thorlacius, Pétur Elvar Sigurðsson og Jónas Hjartarson.

Knattspyrnulið Dalvíkur/Reynis fyrir að verða Íslandsmeistarar í 3.deild.

Angantýr Máni Gautason, Atli Fannar Írisarson, Brynjar Skjóldal Þorsteinsson, Einar Örn Arason, Elvar Óli Marinósson, Fannar Daði Malmquist Gíslason, Gunnar Már Magnússon, John S. Connolly, Jóhann Örn Sigurjónsson, Jón Björgvin Kristjánsson, Jón Heiðar Magnússon,   Kelvin W. Sarkorh, Kristinn Þór Björnsson, Nökkvi Þeyr Þórisson, Patrekur Máni Guðlaugsson, Pálmi Heiðmann Birgisson, Rúnar Helgi Björnsson, Snorri Eldjárn Hauksson, Steinar Logi Þórðarson, Sveinn Margeir Hauksson, Þorri Mar Þórisson og Þröstur Mikael Jónasson.

Indíana Auður Ólafsdóttir og Marsibil Sigurðardóttir frá Golfklúbbnum Hamri urðu Íslandsmeistarar eldri kylfinga í 2. deild liðakeppni með sameiginlegu liði frá Golfklúbbi Fjallabyggðar. Einnig urðu þær í fyrsta sæti í sínum flokkum á Landsmóti 50+. Marsibil í flokknum með forgjöf en Indíana án forgjar.

Veigar Heiðarsson Unglingalandsmótsmeistari í golfi 11-13 ára.

Brynjólfur Máni Sveinsson Íslandsmeistari 13 ára drengja í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni. Bikarmeistari 12-13 ára drengja í alpagreinum. Unglingalandsmótsmeistari í strandblaki ásamt Þormari Erni  Guðmundssyni.

Torfi Jóhann Sveinsson Íslandsmeistari 12 ára drengja í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni.

Drengjalið Skíðafélags Dalvíkur 12-13 ára – Bikarmeistarar 2018. Liðið var skipað þeim Brynjólfi Mána Sveinssyni, Torfa Jóhanni Sveinssyni og Jörva Blæ Traustasyni.

Guðni Berg Einarsson Íslands- og bikarmeistari 15 ára í stórsvigi og alpagreinum.

Drengjalið Skíðafélags Dalvíkur 14-15 ára varð Bikarmeistarari 2018. Liðið var skipað þeim Guðna Berg Einarssyni, Daða Hrannari Jónssyni,  Birgi Ingvasyni, Stefáni Daðasyni, Daníeli Mána Hjaltasyni, Magnúsi Rosazza og Styrmi Þey Traustasyni.

Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir Skíðafélagi Dalvíkur Íslandsmeistari 15 ára stúlkna í alpatvíkeppni.

Þormar Ernir Guðmundsson Unglingalandsmótsmeistari 14 ára í strandblaki ásamt Brynjólfi Mána Sveinssyni. Unglingalandsmótsmeistari i sandkastalagerð ásamt Magnúsi Rosazza og Birni Kristjánssyni.

Magnús Rosazza Unglingalandsmótsmeistari í sandkastalagerð ásamt Birni Kristjánssyni og Þormari Erni Guðmundssyni

Brinir Kristjánsson Unglingalandsmótsmeistari í sandkastalagerð ásamt Magnúsi Rosazza og Þormari Erni Guðmundssyni.

Markús Máni Pétursson Unglingalandsmótsmeistari 12 ára í strandblaki ásamt Degi Ými Sveinssyni.

Dagur Ýmir Sveinsson Unglingalandsmótsmeistari 12 ára í strandblaki ásamt Markúsi Mána Péturssyni.

Hildur Marín Gísladóttir Umf. Samherjum er Íslandsmeistari í einliða- og tvenndarleik í borðtennis ásamt Heimari Erni Sigmarssyni í flokki 15 ára og yngri. Auk þess valin í unglingalandslið í borðtennis.

Heiðmar Örn Sigmarsson Umf. Samherjum Íslandsmeistari í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í borðtennis, ásamt Hildi Marín Gísladóttur og Úlfi Huga Sigmundssyni. Heiðmar var einnig valinn i unglingalandslið í boðtennis.

Úlfur Hugi Sigmundsson Íslansmeistari í tvíliðaleik 15 ára og yngri.

Trausti Freyr Sigurðsson valinn í unglingalandslið 15 ára og yngri í borðtennis.

Enok Atli Reykdal Íslandsmeistari í Badminton í B-flokki U-13 ára.

Viktor Hugi Júlíusson Íslandsmeistari í 60 metra hlaupi og þrístökki innanhúss. Hann er einnig í Úrvalshópi Frjálsíþróttasambands Íslands.

Bridge lið UMSE Landsmótsmeistarar 2018

Hákon Sigmundson, Kristján Þorsteinsson, Kristinn Kristinsson og Gylfi Pálsson.

Andrea Björk Birkisdóttir – valin í B landlið Skíðasambands Íslands.

Mikael Máni Freysson – Íslandsmeistari í frisbigolfi 2018.

Jónas Hjartarson – valinn í landsliðsæfinga hóp í bandý.

Guðmundur Smári Daníelsson – fékk námsstyrk fyrir góðan árangur í frjálsum íþróttum.

Elín Björk Unnarsdóttir - Íslandsmeistari í 800 m skriðsundi garpa,  100 m flugsundi garpa og í 100 m fjórsundi garpa.

Ólafur Ingi Sigurðsson - 1.sæti í einliðaleik á Norðurlandsmóti.Kjöri Íþróttamanns UMSE 2018 frestað til 12. janúar

posted Jan 8, 2019, 8:45 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Vegna veðurofsa sem spáð er á morgun þá höfum við áveðið að fresta lýsingunni á kjöri Íþróttamanns UMSE 2018 um þrjá daga.

Athöfnin verður færð til laugardagsins 12. janúar kl. 12:00 og fer fram í  Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju.

Hlökkum til að sjá þig á laugardaginn.

Stjórn UMSE

Íþróttamaður UMSE 2018

posted Jan 6, 2019, 1:11 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Jan 6, 2019, 1:12 AM ]

Kjöri íþróttamanns UMSE verður lýst í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju, miðvikudaginn 9. janúar. kl. 18:00.

Þar verða einnig veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í íþróttum á árinu 2018.

Tilnefndir eru:

Skiðamaður ársins - Andrea Björk Birkisdóttir

Borðtennismaður ársins - Ingvi Vaclav Alferðsson

Hestaíþróttamaður ársins - Svavar Örn Hreiðarsson

Sundmaður ársins - Elín Björk Unnarsdóttir

Golfmaður ársins - Amanda Guðrún Bjarnadóttir

Bandýmaður ársins - Jónas Hjartarson

Frisbýgolfari ársins - Mikael Máni Freysson 

Knattspyrnumaður ársins Snorri Eldjárn Hauksson

Frjálsíþróttamaður ársinsGuðmundur Smári Daníelsson

Badmintonmaður ársins Ólafur Ingi Sigurðsson

Viðburðurinn er opinn öllum - Láttu sjá þig.


Jólakveðja 2018

posted Dec 22, 2018, 3:27 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Dec 22, 2018, 3:29 PM ]


Auglýst eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE 2018

posted Nov 9, 2018, 2:50 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

UMSE auglýsir eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga eða hópa, 
innan UMSE, sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni.

Umsóknir um styrk úr sjóðnum skulu berast fyrir 1. desember ár hvert og fer úthlutun fram 15. desember sama ár. 
Ef póstleggja á umsóknina vinsamlegast gerið það í tíma þannig að þær séu komna 1. des á skrifstofu. 


Vakin er athygli á því að að úthlutað í samræmi við reglugerð sjóðsins, sem samþykkt var árið 2013  og er hún aðgengileg á vefsíðu UMSE.
Stjórn UMSE úthlutar úr sjóðnum.


Umsóknareyðublað er að einnig að finna á vefsíðu UMSE.


Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri UMSE.

Ferðastyrkir - opið fyrir umsóknir 2018 (seinni úthlutun)

posted Sep 16, 2018, 4:13 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Sep 16, 2018, 4:16 PM ]

Stjórn UMSE auglýsir eftir umsóknum um ferðastyrki til íþróttafólks innan UMSE. Styrkjunum er úthlutað eftir vinnureglum sem stjórn UMSE setur og miðast upphæð styrkjanna við samþykkta fjárhagsáætlun hverju sinni.

Hver einstaklingur getur einungis fengið einn styrk á hverju ári. Íþróttafólk getur sótt sjálft um styrkinn til stjórnar, en umsóknina þarf að staðfesta af forráðamanni íþróttafélagsins. Einnig geta aðildarfélög sótt um styrki fyrir hönd iðkenda. Úthlutað er tvisar á ári, í júní og október.

Umsóknarfrestur fyrir seinni úthlutun ársins er til og með 30. september.

Umsóknum þarf að skila til skrifstofu UMSE á þar til gerðum umsóknareyðublöðum.

Nánar um styrkina og vinnureglur um úhlutun er að finna á vefsíðu UMSE www.umse.is/styrkir. Þar er einnig að finna umsóknareyðublöð.

Ef þið þurfið aðstoð eða upplýsingar hafið þá samband við framkvæmdastjóra í síma 898-3310


Myndaniðurstaða fyrir ferðalag

Auglýst eftir umsóknum í Fræðslu- og verkefnasjóð UMSE

posted Sep 16, 2018, 2:42 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Sep 16, 2018, 3:15 PM ]

Umsóknarfrestur er til og með 30. september n.k. 

Úthlutun ársins 2018 fer fram 1. nóvember.

Sjóðurinn hefur frá stofnun stutt vel við margvísleg verkefni. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að öflugara starfi hjá UMSE og aðildarfélögum þess. Sjóðurinn styrkir ýmis verkefni í innra starfi UMSE – svo sem:

-Útbreiðslu- og kynningarstarf í því skyni að gera UMSE sýnilegra og vekja athygli á fjölþættu starfi sambandsins.-Fræðslustarf – m.a. námskeiðshald og fyrirlestra fyrir þjálfara, leiðbeinendur, starfsmenn og/eða dómara, félagsmenn og iðkendur innan UMSE.

-Önnur verkefni sem sjóðsstjórn metur að séu til þess fallin að efla innra starf UMSE.

Vakin er athygli á því að sækja þarf um styrki á sérstöku umsóknareyðublaði.

Umsóknir berist skirfstofu UMSE Búgarði, Óseyri 2, 603 Akureyri eða í tölvupósti á umse@umse.is.

Umsóknareyðublað, nánar um sjóðinn og úthlutunarreglur hans er að finna á vefsíðu UMSE.

http://www.umse.is/reglugerdhir/Frslu--og-verkefnasjur-UMSE

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdasstjóri UMSE í síma 898-3310 

Knattspyrnumót UMSE og Bústólpa 4.sept. 2018

posted Aug 17, 2018, 5:18 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Aug 30, 2018, 1:38 AM ]

Knattspyrnunefnd UMSE hefur ákveðið að halda knattspyrnumót UMSE og Bústólpa á íþróttavellinum á Hrafnagili þriðjudaginn 4.sept. kl. 17:00

Aðalmarkmið mótsins er að börn og unglingar á svæðinu sem áhuga hafa á fótbolta komi saman, kynnist og skemmti sér.

Stefnt er að því að keppa í eftirfarandi flokkum ef næg þátttaka fæst (blönduð lið):

8. flokkur (Börn fædd 2012 og síðar).  5 manna bolti.

7. flokkur (Börn fædd 2010-2011).       5 manna bolti.

6. flokkur (Börn fædd 2008-2009).       5 manna bolti.

5. flokkur (Börn fædd 2006--2007).      5 manna bolti.

4. flokkur (Börn fædd 2004-2005).       5 manna bolti.

3. flokkur (Börn fædd 2002-2003).       5 manna bolti.

17-18 ára (Börn fædd 2001-2000)       5 manna bolti

Mögulega þarf að setja saman einhverja flokka eftir skráningu.


Til að hægt sé að raða niður leikjum og ganga frá pöntun á viðurkenningum er mikilvægt að skráningar berist í síðasta lagi laugardaginn 1.sept kl. 22  á netfangið einarhaf@gmail.com

Í skráningunni þarf að koma fram hve mörg lið félagið sendir, í hvaða flokki þau keppa og fjöldi barna. Endilega hafið samband þó að það náist ekki í fullt lið. Markmiðið er að allir geti tekið þátt svo við munum reyna að koma öllum í lið.


Þátttökugjaldið er 1000 kr. á haus en félög sjá sjálf um að rukka þáttakendur. Innifalið í því er ein pizza sneið og svali. Ef þátttakendur vilja meira þá geta þeir keypt sér það á smápening líkt og aðrir gestir.

Gott að muna:

Staðsetning:  Íþróttavöllurinn á Hrafnagili

Tímasetning:  Þriðjudagurinn 4. sept kl. 17:00

Skráning:  Í síðasta lagi laugardaginn 1.sept kl. 22


Takk fyrir samveru á unglingalandsmóti 2-5. ágúst

posted Aug 11, 2018, 4:05 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Aug 11, 2018, 4:07 AM ]

Þið stóðuð ykkur frábærlega.

Það var flottur hópur vaskra unglinga á aldrinum 11-18 ára sem tók þátt fyrir hönd UMSE á Unglingalandsmóti sem fram fór um verslunarmannahelgina í Þorlákshöfn. Unglingarnir okkar voru til fyrirmyndar á mótinu og náðu að landa nokkrum Unglingalandsmótstitlum. Að þessu sinni voru allir keppendur UMSE á mótinu úr Dalvíkurbyggð og vonumst við til að fleiri aðildarfélög verði með á næsta móti sem haldið verður á Höfn í Hornafirði. Mótið var í alla staði til fyrirmyndar hjá Þorlákshafnarbúum.

Unglingalandsmótið er svo miklu meira en bara íþróttamót því þarna eiga fjölskyldur, vinir og kunningjar yndislegar samverustundir og búa til minningar fyrir lífstíð og eignast nýja vini. Mótið er líka góður liður í forvörnum fyrir unga fólkið okkar og það var frábær upplifun að vera á útihátíð um verslunarmannahelgi og allir edrú að skemmta sér saman.

Árleg grillveisla UMSE fór að venju vel fram og gæddu menn sér á nautasteik. Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og hennar maður Haukur Snorrason stóðu í ströngu við að grilla ofan í keppendur og aðstandendur UMSE og fórst það vel úr hendi.

 

UMSE færir öllum þeim sem komu að þátttöku á mótinu kærar þakkir.

 

Sérstakar þakkir fá þeir aðilar sem studdu við þátttöku UMSE á mótinu. Það voru:

Bústólpi, aðalstyrktaraðili UMSE

Landflutningar Samskip

Félagsbúið Áshóli

Nýja kaffibrennslan

Kristjánsbakarí

Þorvaldsdalsskokkið 2018 - 25 ára afmælishlaup

posted Jul 9, 2018, 5:47 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Þorvaldsdalsskokkið fór fram í 25 sinn laugardaginn 07.07.2018 í allskonar veðri. Það var met þátttaka í hlaupinu en það voru 73 keppendur sem hlupu leiðina og tveir fóru fótgangandi. Það var gaman að sjá keppendur koma í markið sumir búnir að sigra sjálfan sig og aðrir að sigra besta tímann sinn. Keppendur voru sammála um að þetta sé erfiðasta leið sem hlaupin er á landinu. 
Það voru þau Óskar Jakobsson og Elsa Guðrún Jónsdóttir sem komu fyrst í mark í karla og kvenna flokki. Óskar kom fyrstur í mark á 2:20:08 og Elsa á 2:25:29. Í öðrusæti voru það svo Helgi Reynir Árnason á tímanum 02:30:06 og Svava Jónsdóttir 03:01:02 en hún og Elsa eru systur. Í þriðju sætum voru svo Hólmgeir Rúnar Hreinsson 02:31:31 og Þórhildur Ólöf Helgadóttir 03:01:40.
Takk fyrir allir sem komu og tóku þátt í hlaupinu og þeir sem stóðu vaktina í hlaupinu og undirbúningnum.
Flottur hópur keppenda

1-10 of 312