Fréttir


Auglýst eftir umsóknum í Afreksmannasjóð

posted Nov 13, 2019, 7:25 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

UMSE auglýsir eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga eða hópa, 
innan UMSE, sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni.

Umsóknir um styrk úr sjóðnum skulu berast fyrir 1. desember ár hvert og fer úthlutun fram 15. desember.
 
Ef póstleggja á umsóknina vinsamlegast gerið það í tíma þannig að þær séu komna 1. des á skrifstofu. 


Vakin er athygli á því að að úthlutað í samræmi við reglugerð sjóðsins, sem samþykkt var árið 2013  og er hún aðgengileg á vefsíðu UMSE. Stjórn UMSE úthlutar úr sjóðnum.

http://www.umse.is/reglugerdhir/afreksmannasjodhur-umse

Umsóknareyðublað er að einnig að finna neðst á síðunni


Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri UMSE.

Þorsteinn tekur við sem framkvæmdastjóri

posted Nov 7, 2019, 7:26 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Smávægilegar breytingar verða á starfsemi á skrifstofu UMSE á næstunni. Ásdís Sigurðardóttir hefur fengið tímabundið leyfi frá störfum. Í fjarveru hennar mun Þorsteinn Marinósson gegna stöðu framkvæmdastjóra UMSE og tekur hann formlega við starfinu 15. nóvember.

Steini, eins og hann er kallaður, er starfssemi sambandsins vel kunnugur, en hann starfaði sem framkvæmdastjóri UMSE frá árinu 2006 til ársins 2017.

Stjórn UMSE býður Steina velkominn aftur til starfa.

F.h. stjórnar,
Sigurður Eiríksson,
formaður UMSE

Umsóknarfrestur í Ferðasjóð og Fræðslu- og verkefnasjóð.

posted Sep 18, 2019, 2:38 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Umsóknarfrestur í ofantalda sjóði er til og með 30. september ár hvert.   Skorað er á aðildarfélög og iðkendur að sækja um styrki í sjóðina.  Reglugerðir og umsóknareyðublöð má finna hér til vinstri á síðunni undir "Starfsemi og útgáfa" - "Styrkir". 
Útfylltar umsóknir er ágætt að fá í tölvupósti á umse@umse.is en ef umsókn er send í hefðbundnum pósti skal gæta þess að hún sé ekki póstlögð síðar en 30. september.

Skrifstofa UMSE er því miður lokuð næstu vikurnar.

posted Sep 18, 2019, 1:34 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Framkvæmdastjóri UMSE er í veikindaleyfi og því er ekki viðvera á skrifstofu á auglýstum tímum.  Formaður stjórnar, Sigurður Eiríksson, sími 862-2181, tölvupóstur sigeiriks@gmail.com, og gjaldkeri UMSE, Einar Hafliðason, sími 849-7718, tölvupóstur einarhaf@gmail.com, sjá um framkvæmdastjórn sambandsins meðan á veikindaleyfinu stendur. 
Ef menn þurfa einhverra hluta vegna að hitta okkur á skrifstofunni er hægt að mæla sér mót við okkur þar.  En flest mál ætti að vera hægt að leysa í síma eða tölvupósti.

Nýr knattspyrnuvöllur á Dalvík vígður

posted Sep 1, 2019, 6:50 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Nýr gervigrasvöllur var vígður á Dalvík 31.ágúst og óskum við Dalvíkingum til hamingju með nýja völlinn. UMSE notaði tækifærið og veitti Birni Firðþjófssyni gullmerki en hann hefur verið ötull í sjálfboðaliðastarfi á Dalvík. 

Björn Friðþjófsson, Ungmennafélagi Svarfdæla. 
Björn hefur unnið mikið og gott starf í þágu knattspyrnu á Dalvík um áratuga skeið. 
Hann spilaði á árum áður með Reyni Árskógsströnd og Dalvík og hefur setið í stjórn knattspyrnu á Dalvík til fjölda ára og um árabil í stjórn KSÍ. Hann hefur verið driffjöður í öllu starfi í kringum knattspyrnuna á Dalvík og drifið áfram uppbyggingu íþróttasvæða í byggðarlaginu. Þá hefur hann setið í nefndum og ráðum fyrir hönd UMFS. Hann er ávallt fyrstur á staðinn ef eitthvað þarf að gera hvort sem það er að snyrta svæði, undirbúa leiki eða skipuleggja samkomur. Hann fylgist með gengi liðanna á Dalvík og hvetur og styður einstaklinga frá Ungmennafélagi Svarfdæla sem fara til keppni og æfinga. Óþrjótandi áhugi og dugnaður hafa einkennt hann í gegnum árin og hefur fjölskyldan staðið vel við bakið á honum alla tíð og deilt þessu áhugamamáli með honum. Vinnuframlag hans í þágu ungmennafélagsins er gríðarmikið og verður seint verður fullþakkað.
Björn hefur farið fyrir samninganefnd Ungmennafélags Svarfdæla sem staðið hefur að öllum undirbúningi hins nýja gervigrasvallar gagnvart sveitarfélaginu, hönnun og öðru sem viðkom undirbúningi þess verkefnis. Hann er búinn að stýra framkvæmdum og allri sjálfboðavinnu sem hefur verið unnin. Það er ekki sjálfgefið að fólk í sjálfboðavinnu leggi slíkan tíma, vinnu og metnað fram í þágu samfélagsins. Það er Ungmennafélagi Svarfdæla ómetanlegt að eiga slíkan auð sem Björn er fyrir félagið.
Björn hlýtur í dag gullmerki UMSE fyrir starf sitt í þágu íþrótta- og ungmennafélagsmála.

Ferðastyrkir - opið fyrir umsóknir

posted Aug 25, 2019, 1:57 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Aug 25, 2019, 1:58 AM ]

Stjórn UMSE auglýsir eftir umsóknum um ferðastyrki til íþróttafólks innan UMSE. Styrkjunum er úthlutað eftir vinnureglum sem stjórn UMSE setur og miðast upphæð styrkjanna við samþykkta fjárhagsáætlun hverju sinni.

Hver einstaklingur getur einungis fengið einn styrk á hverju ári. Íþróttafólk getur sótt sjálft um styrkinn til stjórnar, en umsóknina þarf að staðfesta af forráðamanni íþróttafélagsins. Einnig geta aðildarfélög sótt um styrki fyrir hönd iðkenda. Úthlutað er einu sinni á ári í október.

Umsóknarfrestur fyrir úthlutun ársins er til og með 30. september.

Umsóknum þarf að skila til skrifstofu UMSE á þar til gerðum umsóknareyðublöðum. Umsóknir sem senda á með pósti þarf að póstleggja með minnsta kosti viku fyrirvara þannig að þær séu örugglega komnar a skrifstofu UMSE þann  30. sept. Einnig hægt að senda umsóknir rafrænt á umse@umse.is

Nánar um styrkina og vinnureglur um úhlutun er að finna á vefsíðu UMSE www.umse.is/styrkir. Þar er einnig að finna umsóknareyðublöð.

Ef þið þurfið aðstoð eða upplýsingar hafið þá samband við framkvæmdastjóra í síma 898-3310

Myndaniðurstaða fyrir ferðalag

Landsmót 50+ á Neskaupstað 28.-30.júní.

posted Jun 13, 2019, 2:30 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Landsmót UMFÍ 50+ verður að þessu sinni haldið í Neskaupstað dagana 28. – 30. júní. Mótið er blanda af íþróttakeppni og annarri skemmtun þar sem fólk á besta aldri hefur gaman saman. Mótið er opið öllum þátttakendum sem verða 50 ára á árinu og eldri. Keppt verður í 16 íþróttagreinum. Þar á meðal í boccía, golfi og pútti, línudansi ringó og pönnukökubakstri sem fyrir löngu er orðin klassísk grein. En nýjungar verða á mótinu eins og keppni í lomber, pílukasti og garðahlaupi sem er opið fyrir 18 ára og eldri. Ekki þarf að vera skráð/ur í íþrótta- eða ungmennafélag. Þátttökugjald á mótið er 4.900 krónur. Fyrir eitt gjald er hægt að skrá sig í margar greinar.

Nánari upplýsingar um keppnisgreinar og skráning á vefslóðinni:https://www.umfi.is/verkefni/landsmot-50plus/Unglingalandsmót 2019 - Höfn í Hornafirði

posted Jun 13, 2019, 2:02 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Jun 13, 2019, 2:03 AM ]

Það verður fjölbreytt dagskrá að vanda á Unglingalandsmóti á Höfn í Hornafirði. 

Mótið er opið öllum á aldrinum 11-18 ára. 

Nánari upplýsingar á heimasíðu mótsins.


UMSE er með facebook hóp fyrir unglingalandsmótið sem heitir UMSE á Unglingalandsmót UMFÍ - vinsamlegast skráið ykkur inn í hópinn. 
Næringfræði fyrirlestur fyrir félagsmenn UMSE

posted May 17, 2019, 3:45 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Jun 13, 2019, 2:12 AM ]Þann 23. maí næstkomandi, kl. 17:30 mun Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur halda fyrirlestur um næringu og árangur í íþróttum í stóra sal Háskólans á Akureyri.

Í þessum fyrirlestri verður m.a farið í:
• Hvað er heilsusamlegur lífsstíll?
• Lykilatriði að árangri
• Tímasetningar máltíða fyrir æfingar
• Hlutverk orkuefnanna
• Vökvaþörf
• Algengar mýtur (ranghugmyndir) um heilsu, næringu og árangur í íþróttum
• Þurfum við fæðubótarefni?

Geir Gunnar er með mastersgráðu (M.Sc.) í næringarfræði frá Kaupmannahafnarháskóla. Auk þess er hann með gráðu í einkaþjálfun frá ISSA og crossfit þjálfararéttindi.
Geir Gunnar starfar sem næringarfræðingur hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og sem ráðgjafi á sviði heilsueflingar hjá Heilsugeiranum (www.facebook/heilsugeirinn).

Fyrirlesturinn er í boði ÍBA, UMSE, ÍSÍ, HA og íþróttadeildar Akureyrarbæjar og er hann ókeypis fyrir þátttakendur. Hann er ætlaður fyrir iðkendur 13 ára og eldri ásamt þjálfurum, foreldrum og öðrum sem áhuga hafa. Vonumst til þess að sjá ykkur sem flest á þessum spennandi fræðslufyrirlestri sem nýtist okkur öllum.


Það var mjög góð mæting á fyrirlesturinn milli 350-400 manns sýndu þessum fyrirlestri áhuga.

98.ársþing UMSE

posted Mar 22, 2019, 1:31 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Mar 22, 2019, 1:53 PM ]

Fimmtudaginn 22. mars fór fram 98. ársþing UMSE í Þelamerkurskóla. Þingið var vel sótt, en 34 af mögulegum 52 fulltrúum voru mættir á þingið, frá 11 af 13 aðildarfélögum og stjórn UMSE.  Auk þeirra voru starfsmenn þingsins og gestir frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands og Ungmennafélagi Íslands.

Nokkur mál lágu fyrir þinginu en þar má helst nefna orðalag í reglugerð um val á Íþróttamanni UMSE, niðurgreiðslu á keppnisgjöldum á Unglingalandsmót og hvernig skuli afla upplýsinga úr sakaskrá fyrir þjálfara og aðra sem vinna með börnum og unglingum. Félagsmenn voru hvattir til að mæta á Landsmót 50+ á Neskaupsstað og Unglingalandsmót á Höfn í Hornafirði í sumar og einnig hvattir til að efla innra starf  félaganna. Þá var rætt um að félög gerðust Fyrirmyndarfélög ÍSÍ.

Á þinginu var níu einstaklingum veitt heiðursviðurkenning frá UMSE.

Starfsmerki hlutu:

Ø  Dagbjört Ásgeirsdóttir, Hestamannafélaginu Hring.

Ø  Gígja Kristín Kristbjörnsdóttir, Guðmundur Stefán Jónsson og Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, Golfklúbbnum Hamri.

Ø  Íris Daníelsdóttir, Blakfélaginu Rimum.

Ø  Ingólfur Kristinn Ásgeirsson, Hestamannafélaginu Þránni.

Ø  Kristlaug María Valdimarsdóttir, Umf. Smáranum.

Gullmerki hlutu:

Ø  Elín Björk Unnarsdóttir, Sundfélaginu Rán.

Ø  Sigurður Jörgen Óskarsson, Golfklúbbnum Hamri.

 

Til setu í stjórn UMSE voru endurkjörin sem varaformaður Þorgerður Guðmundsdóttir, Umf. Samherjum og sem gjaldkeri Einar Hafliðason, Umf. Þorsteini Svörfuði. Sömuleiðis voru endurkjörin í varastjórn Guðrún Sigurðardóttir, Umf. Svarfdæla, Björgvin Hjörleifsson, Skíðafélagi Dalvíkur og Edda Kamilla Örnólfsdóttir, Hestamannafélaginu Funa.

Í sjóðsstjórn Fræðslu- og verkefnasjóðs UMSE voru kjörin Hringur Hreinsson, Umf. Æskunni og Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Umf. Þorsteini Svörfuði. Þau hafa bæði setið í sjóðsstjórn hans áður og voru því í raun endurkjörin.

Þau Gerður Olafsson, Skíðafélagi Dalvíkur og Gestur Hauksson, Umf. Smáranum voru kosin skoðunarmenn reikninga. 

Uppstillingarnefnd fyrir næsta þing munu skipa formenn þriggja félaga innan UMSE. Félögin eru Umf. Æskan, Umf. Þorsteinn Svörfuður og Umf. Samherjar. 

Umf. Samherjar hlaut Félagsmálabikar UMSE.

Forsetar þingsins voru þeir Árni Arnsteinsson og Ásgeir Már Hauksson, frá Umf. Smáranum og ritari þingsins var Kristlaug María Valdimarsdóttir, Umf. Smáranum. Gestir þingsins voru Haukur Valtýsson formaður UMFÍ, Viðar Sigurjónsson og Ingi Þór Ágústsson frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands.

Myndir af þinginu er að finna á Facebook síðu UMSE:

www.facebook.com/ungmennasamband.eyjafjardar

 

1-10 of 323