Fréttir‎ > ‎

8 gullverðlaun til UMSE á MÍ 15-22 ára í frjálsíþróttum

posted Aug 29, 2016, 1:24 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Fjórir keppendur frá UMSE voru þátttakendur á Meistaramót Íslands 15-22 ára, en mótið fór fram við frábærar aðstæður í Hafnarfirði síðastliðna helgi. Á mótinu voru alls sett 5 aldursflokkamet, 39 mótsmet og 245 persónuleg met. Blíðskapar veður var alla helgin og vindur löglegur.

Keppendur UMSE áttu frábært mót en þau voru fjögur á meðal keppenda á mótinu. Þau unnu samtals til átta gullverðlauna, fimm silfurverðlauna og þriggja bronsverðlauna. Keppendur UMSE voru Eir Starradóttir, Umf. Æskan, Guðmundur Smári Daníelsson, Umf. Samherjar, Sveinborg Katla Daníelsdóttir Umf. Samherjar og Viktor Hugi Júlíusson Umf. Svarfdæla.

Guðmundur Smári Daníelsson varð fimmfaldur Íslandsmeistari í flokki 18-19 ára. Hann sigraði í stangarstökki (4,10 m Pb.), þrístökki (14,03 m Sb.), kringlukasti (37,12 m), sleggjukasti (49,48 m) og spjótkasti (53,16 m). Þá varð hann í öðru sæti í 110 m grindarhlaupi, öðru til þriðja sæti í hástökki og þriðja sæti í kúluvarpi.

Viktor Hugi Júlíusson setti mótsmet og sigraði í 100 metra hlaup og þrístökki pilta 15 ára. 100 metrana hljóp hann á 11,58 sek og í þrístökkinu stökk hann 12,64 m. Auk þess varð hann annar í 100 metra grindarhlaupi og hástökki og þriðji í langstökki og spjótkasti.

Sveinborg Katla Daníelsdóttir varð Íslandsmeistari í stangarstökki í flokki stúlkna 20-22 ára með stökk upp á 2,90 m.

Eir Starradóttir varð í öðru sæti í sleggjukasti stúlkna 20-22 ára.

Glæsilegur árangur þeirra á mótinu.

Öll úrslit af mótinu má nálgast á mótaforriti FRÍ og einnig má sjá lista yfir þau met sem sett voru á mótinu hér.

Comments