Fréttir‎ > ‎

98.ársþing UMSE

posted Mar 22, 2019, 1:31 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Mar 22, 2019, 1:53 PM ]
Fimmtudaginn 22. mars fór fram 98. ársþing UMSE í Þelamerkurskóla. Þingið var vel sótt, en 34 af mögulegum 52 fulltrúum voru mættir á þingið, frá 11 af 13 aðildarfélögum og stjórn UMSE.  Auk þeirra voru starfsmenn þingsins og gestir frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands og Ungmennafélagi Íslands.

Nokkur mál lágu fyrir þinginu en þar má helst nefna orðalag í reglugerð um val á Íþróttamanni UMSE, niðurgreiðslu á keppnisgjöldum á Unglingalandsmót og hvernig skuli afla upplýsinga úr sakaskrá fyrir þjálfara og aðra sem vinna með börnum og unglingum. Félagsmenn voru hvattir til að mæta á Landsmót 50+ á Neskaupsstað og Unglingalandsmót á Höfn í Hornafirði í sumar og einnig hvattir til að efla innra starf  félaganna. Þá var rætt um að félög gerðust Fyrirmyndarfélög ÍSÍ.

Á þinginu var níu einstaklingum veitt heiðursviðurkenning frá UMSE.

Starfsmerki hlutu:

Ø  Dagbjört Ásgeirsdóttir, Hestamannafélaginu Hring.

Ø  Gígja Kristín Kristbjörnsdóttir, Guðmundur Stefán Jónsson og Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, Golfklúbbnum Hamri.

Ø  Íris Daníelsdóttir, Blakfélaginu Rimum.

Ø  Ingólfur Kristinn Ásgeirsson, Hestamannafélaginu Þránni.

Ø  Kristlaug María Valdimarsdóttir, Umf. Smáranum.

Gullmerki hlutu:

Ø  Elín Björk Unnarsdóttir, Sundfélaginu Rán.

Ø  Sigurður Jörgen Óskarsson, Golfklúbbnum Hamri.

 

Til setu í stjórn UMSE voru endurkjörin sem varaformaður Þorgerður Guðmundsdóttir, Umf. Samherjum og sem gjaldkeri Einar Hafliðason, Umf. Þorsteini Svörfuði. Sömuleiðis voru endurkjörin í varastjórn Guðrún Sigurðardóttir, Umf. Svarfdæla, Björgvin Hjörleifsson, Skíðafélagi Dalvíkur og Edda Kamilla Örnólfsdóttir, Hestamannafélaginu Funa.

Í sjóðsstjórn Fræðslu- og verkefnasjóðs UMSE voru kjörin Hringur Hreinsson, Umf. Æskunni og Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Umf. Þorsteini Svörfuði. Þau hafa bæði setið í sjóðsstjórn hans áður og voru því í raun endurkjörin.

Þau Gerður Olafsson, Skíðafélagi Dalvíkur og Gestur Hauksson, Umf. Smáranum voru kosin skoðunarmenn reikninga. 

Uppstillingarnefnd fyrir næsta þing munu skipa formenn þriggja félaga innan UMSE. Félögin eru Umf. Æskan, Umf. Þorsteinn Svörfuður og Umf. Samherjar. 

Umf. Samherjar hlaut Félagsmálabikar UMSE.

Forsetar þingsins voru þeir Árni Arnsteinsson og Ásgeir Már Hauksson, frá Umf. Smáranum og ritari þingsins var Kristlaug María Valdimarsdóttir, Umf. Smáranum. Gestir þingsins voru Haukur Valtýsson formaður UMFÍ, Viðar Sigurjónsson og Ingi Þór Ágústsson frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands.

Myndir af þinginu er að finna á Facebook síðu UMSE:

www.facebook.com/ungmennasamband.eyjafjardar

 

Comments