Fréttir‎ > ‎

Að loknu skemmtilegu Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki.

posted Aug 11, 2014, 5:57 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Aug 11, 2014, 5:58 AM ]
Fjölmargir keppendur frá UMSE tóku þátt á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór um verslunarmannahelgina á Sauðárkróki. Keppendur UMSE voru að þessu sinni 63 talsins. Krakkarnir tóku þátt í fjölmörgum greinum s.s. körfuknattleik, frjálsíþróttum, sundi, knattspyrnu, golfi, starfsíþróttum, strandblaki, hestaíþróttum, skák og FIFA-tölvuleik. Mótið var gott í alla staði og frammistaða krakkanna frábær, enda aðstaða til þess að halda Unglingalandsmót frábær á Sauðárkróki.

UMSE var að venju með stórt samkomutjald, þar sem boðið var upp á drykki og brauð á kvöldin og var fólk duglegt að hittast í tjaldinu. Líkt og undanfarin ár var boðið til grillveislu fyrir keppendur og aðstandendur þeirra á laugardagskvöldinu og má ætla að um 160-180 manns hafi tekið þátt í grillveislunni.
UMSE vill færa öllum þeim sem lögðu hönd á plóg kærar þakkir. Einnig þökkum við þeim fyrirtækjum sem lögðu okkur lið, en það voru Félagsbúið Áshóli, Ölgerðin, Nettó, Kaffibrennslan og Bústólpi, aðal styrktaraðili UMSE. 

Eftifarandi keppendur unnu til verðlauna á mótinu:

Frjálsíþróttir
Guðmundur Smári Daníelsson 2. sæti í kúluvarpi piltar 16 - 17 ára
Helgi Pétur Davíðsson, 1. sæti í 100 m., 1. sæti í 800 m., 1. sæti í 80 m. grindahlaupi og 3. sæti kúluvarp í flokki pilta 14 ára.
Hrannar Snær Magnússon, 2. sæti 600 m. og 2. sæti í 60 m. grindahlaupi í flokki pilta 13 ára.
Kristín Brynjarsdóttir, 2. sæti í kúluvarpi stúlkna 15 ára.
Ólöf Rún Júlíusdóttir, 3. sæti í kúluvarpi stúlkna 18 ára.
Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir, 1. sæti í hástökk stúlkna 15 ára.
Viktor Hugi Júlíusson, 1. sæti í langstökk, 2. sæti í 80 m. og 2. sæti í spjótkasti í flokki pilta 13 ára.

Golf
Ólöf María Einarsdóttir 1. sæti í flokki, 14-15 ára stúlkna.
Hestaíþróttir
Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson, varð í 1. sæti í 100m skeiði unglingaflokkur (14-17 ára)á Náttar frá Dalvík.

Knattspyrna
Lið UMSE flokki 13-14 ára stúlkna sem bar nafnið „Svarta tíkin hennar Helgu“ varð í fyrsta sæti. Í liðinu voru: Kolbrá Kolka Guðmundsdóttir, Rakel Sjöfn Stefánsdóttir, Rósa Dís Stefánsdóttir, Guðfinna Eir Þorleifsdóttir, Sandra Ósk Sævarsdóttir, Bríet Brá Bjarnadóttir, Særún Elma Jakobsdóttir, Ásrún Jana Ásgeirsdóttir, Helga Dís Magnúsdóttir, Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir.
Elvar Óli Marinósson,varð í 1. sæti með liðinu "Ak XI" í flokki 17-18 ára.

Starfsíþróttir
Upplestur
Kristín Brynjarsdóttir, 3. sæti 15-18 ára.

Strandblak
Þorri Mar Þórisson og Arnór Snær Guðmundsson urðu í 2, sæti í flokki stráka 13-15 ára. Liðið þeirra hét: "Reynir FC".
Karl Vernharð Þorleifsson og Guðmundur Smári Daníelsson urðu í 2. sæti í flokki strákar 16-18 ára. Liðið þeirra hét: "Vernharð".

Sund
Agnes Fjóla Flosadóttir varð í 2.sæti í 50 m bringusundi í flokki 11- 12 ára meyja.
Amalía Nanna Júlíusdóttir varði í 1. sæti í 100 m og 50 m bringusundi í flokki 11- 12 ára meyja og í 2. sæti í 100 m fjórsundi.
Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson, varð í 1. sæti í 50 m bakundi, 2. sæti í 50 m og 100 m skriðsund og í 2. sæti í 50 m flugsundi og 100 m fjórsundi 15- 18 ára.

Tölvuleikur Fifa
Rúnar Helgi Björnsson og Ívar Breki Benjamínsson urðu í 1. sæti, en þeir skipuðu liðið "We Own FIFA."

Nánari úrslit af mótinu má nálgast á úrslitasíðu mótsins: http://landsmot.umfi.is/

Eftirfarandi kepptu fyrir hönd UMSE á mótinu:
Agnes Fjóla Flosadóttir
Amalía Nanna Júlíusdóttir 
Andrea Björk Karelsdóttir
Anton Breki Snæþórsson
Arnór Snær Guðmundsson
Ásrún Jana Ásgeirsdóttir
Baldur Smári Sævarsson
Björgvin Páll Hauksson
Bríet Brá Bjarnadóttir
Daniel Rosazza
Daði Þórsson
Elvar Óli Marinósson
Freydís Erna Guðmundsdóttir
Guðfinna Eir Þorleifsdóttir
Guðmundur Smári Daníelsson
Guðni Berg Einarsson
Hafþór Júlíusson
Heiðar Andri Gunnarsson 
Heiðar Örn Guðmundsson
Helga Dís Magnúsdóttir
Helgi Pétur Davíðsson
Hilmar örn Gunnarsson 
Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson
Hrannar Snær Magnússon
Hulda Kristín Helgadóttir
Ívar Breki Benjamínsson
Jónatan Marteinn Jónsson
Júlíana Björk Gunnarsdóttir
Karen Perla Konráðsdóttir
Kári Víðisson
Karl Vernharð Þorleifsson
Katrín Ólafsdóttir
Katrín Sigurðardóttir
Kolbrá Brynjarsdóttir
Kolbrá Kolka Guðmundsdóttir
Kristín Brynjarsdóttir
Magnea Helga Guðmundsdóttir
Magnús Rosazza
Nökkvi Þeyr Þórisson
ólöf Antonsdóttir
Ólöf María Einarsdóttir
Ólöf Rún Júlíusdóttir
Orri Þórsson
Ragnar Freyr Jónasson
Rakel Sjöfn Stefánsdóttir
Rósa Dís Stefánsdóttir
Rúnar Helgi Björnsson
Sabrina Rosazza
Sandra Ósk Sævarsdóttir
Snædís Lind Pétursdóttir
Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir
Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir
Sunneva Ólafsdóttir
Svandís Erla Valdimarsdóttir
Sveinn Margeir Hauksson
Særún Elma Jakobsdóttir
Valdís Sigurðardóttir
Vernharður Ingi Snæþórsson
Vigdís Anna Sigurðardóttir
Viktor Hugi Júlíusson
Viktor Snær Guðlaugsson 
Þorri Mar Þórisson
Þorsteinn Örn Friðriksson

Comments