Fréttir‎ > ‎

Æfingabúðir og þjálfaranámskeið í borðtennis um næstu helgi

posted Sep 15, 2015, 7:30 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
EINSTAKT TÆKIFÆRI – FYRIR ÍÞRÓTTAKENNARA OG ÁHUGAMENN UM BORÐTENNIS.

BorðtennisÞjálfaranámskeið á Norðurlandi – nánar tiltekið að Hrafnagili dagana 19. og 20. september. Námskeiðið kostar kr. 10.000 og stendur frá kl. 9:00 til 17:00 báða dagana. Leiðbeinandi verður Bjarni Bjarnason frá Borðtennissambandi Íslands. 
Námskeiðið er haldið í samstarfi Íþróttafélagsins Akurs, Umf. Samherja, Umf. Æskunnar, Ungmennasambands Eyjafjarðar og Borðtennissambands Íslands.  Námskeiðið er öllum opið en íþróttakennarar og leiðbeinendur íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga eru sérstaklega hvattir til að mæta. 


VIÐ ENDURTÖKUM LEIKINN – ÆFINGABÚÐIR Í BORÐTENNIS. 

Verða haldnar að Hrafnagili dagana 19. og 20. september. 
Borðtennissamband Íslands heldur æfingabúðir í borðtennis í samstarfi við íþróttafélög á Norðurlandi.  Búðirnar eru fyrir alla aldursflokka og standa frá 13:00 til 17:00 báða dagana. Umsjónarmaður búðanna er Bjarni Bjarnason og leiðbeinendur með honum verða þátttakendur í þjálfaranámskeiði sem fer fram sömu daga.   
Þátttaka í búðunum kostar einungis 2.000 krónur fyrir hvern þátttakenda. 

Skráning í búðirnar og á þjálfaranámskeiðið fer fram á staðnum eða hjá Elvari hjá Íþróttafélaginu Akri, Sigurði hjá Umf. Samherjar, Starra hjá Umf. Æskunni eða Þorsteini Marinóssyni framkvæmdastjóra UMSE.
www.samherjar.is   http://aeskan.umse.is/  www.bjargendur.is/is/akur www.umse.is www.bordtennis.is 

Comments