Fréttir‎ > ‎

Æskudagurinn, næsta laugardag

posted Aug 31, 2010, 2:22 PM by Þorsteinn Marinósson
Laugardaginn næstkomandi, 4. September, verður  haldinn hátíðlegur á Æskuvellinum Svalbarðsströnd líkt og undanfarin ár. Það sem gerir þennan Æskudag enn sérstakari en undanfara hans, er að í ár heldur Æskan uppá 100 ára afmæli sitt sem ungmennafélag.

Dagskrá dagsins byrjar á frjálsíþróttakeppni sem hefst klukkan 11:00 og stendur til 13:30. Þar verður keppt í ýmsum greinum og finna má nánari upplýsingar í viðhengi. Völlurinn var gerður upp fyrir 2 árum og er hann lagður gerfiefnum að hluta.

Að lokinni keppni verður haldið í skógreitinn sem m.a. ungmennafélgar hafa ræktað í 99 ár. Þar verður grillaðar pylsur fyrir mannskapinn og verðlaun veitt fyrir keppni dagsins. Hann er staddur við hlið Safnasafnsins sem einmitt hýsir sögusýningu Æskunnar. Hana verður hægt að skoða til að glöggva sig enn betur á einnar aldar starfi ungmennafélagsins.

 

Ég vona að sem flestir sjái sér fært að kíkja við


Kveðja,


Birkir Örn Stefánsson.

Formaður Umf. Æskunnar

Comments