Fréttir‎ > ‎

Æskulýsvettvangurinn

posted Feb 4, 2021, 1:35 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Félagar UMSE eiga aðild að Æskulýðsvettvangnum í gegnum UMFÍ.

Æskulýðsvettvangurinn vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi og stuðlar að heilbrigðum, uppbyggjandi, vönduðum og öruggum aðstæðum í slíku starfi.

Tilgangur og markmið félagsins er að stuðla að samræðu og samstarfi aðildarfélaganna á sviði leiðtogaþjálfunar, fræðslu- og forvarnarmála, útbreiðslu og kynningar sem og á öðrum sviðum eftir því sem þurfa þykir. Tilgangi sínum og markmiðum hyggst félagið ná með því að standa fyrir námskeiðum, ráðstefnum og öðrum sameiginlegum verkefnum sem lúta að hagsmunum barna og ungmenna.

Á vef Æskulýðsvettvangsins er að finna ýmis gagnleg verkfæri, skjöl og námskeið sem geta nýst íþrótta- og ungmennafélögum í daglegu starfi.

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu samtakanna www.aev.is

www.aev.is

Comments