Fréttir‎ > ‎

Af aðalfundi Umf. Þorsteins Svörfuðar

posted Apr 27, 2012, 4:11 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Fyrr í kvöld hélt Umf. Þorsteinn Svörfuður sinn 91. aðalfund. Mætingin var góð hjá þeim sem mættu, sem því miður voru alltof fáir. Það breytir því þó ekki að fundurinn var góður. Um margt var rætt venju samkvæmt, svo sem ástand fótboltavallarins, álegg á pítstur, utandeildina, brúsmót, bingó, vel heppnuð búningakaup og kynjahlutfall í nefndum svo fátt eitt sé nefnt.

Kosið var um tvo menn í stjórn; Jón Haraldur Sölvason formaður og Herbert Hjálmarsson meðstjórnandi gáfu báðir kost á sér áfram og voru endurkjörnir. Auk þeirra sitja í stjórn Gunnar Guðmundsson varaformaður, Einar Hafliðason gjaldkeri og Jónína Heiðveig Gunnlaugsdóttir ritari.Þrjár tillögur voru samþykktar;
1) Félagið innheimtir ekki árgjöld vegna ársins 2012
2) Samþykkt að félagið greiði æfingagjöld fyrir félagsmenn sem stunda
frjálsar íþróttir og knattspyrnu undir handleiðslu menntaðs þjálfara.
Upphæðin verði þó aldrei hærri en 15.000 kr. á ári fyrir félagsmann.
3) Samþykkt að félagið greiði kostnað vegna þátttökugjalda fyrir utandeild KDN 2012
en leikmenn sem taka þátt greiði annan kostnað.

Þá kom fram að félagið stefnir á að endurtaka leikinn og halda annað brúsmót síðar á árinu auk þess sem að halda annað bingó næsta vetur.

Nefndir félagsins 2012 eru þannig skipaðar;
Íþróttanefnd:
Jónína Heiðveig Gunnlaugsdóttir
Herbert Hjálmarsson
Jón Bjarki Hjálmarsson
Sigurlaug Hanna Hafliðadóttir

Sjoppunefnd:
Einar Hafliðason
Ari Þórsson
Jónína Heiðveig Gunnlaugsdóttir

Brennunefnd:
Karl Ingi Atlason
Karl Heiðar Friðriksson
Gunnar Guðmundsson
Jón Haraldur
Bergþóra Sigtryggsdóttir

Eins og sést varð enn frekar ágengt við að jafna kynjahlutfall í nefndum félagsins, og það þrátt fyrir að formaður UMSE hafi ekki mætt á fundinn.
Sérstaklega ber að fagna því að nú hefur kona loks tekið sæti í brennunefnd félagsins.

Ýmislegt fleira var rætt á fundinum en því verða ekki gerð frekari skil hér.
Comments