Fréttir‎ > ‎

Afhending jólapakkastyrks til UMSE

posted Feb 28, 2013, 3:41 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Feb 28, 2013, 3:43 AM ]
Óskar Þór Vilhjálmsson, UMSE og Óskar Jensson, Landflutningum

Síðastliðinn föstudag afhenti Óskar Jensson, forstöðumaður Landflutninga–Samskipa, Óskari Þór Vilhjálmssyni formanni UMSE, ágóðann af jólapakkasendingum Landflutninga á starfssvæði UMSE fyrir síðustu jól.

Líkt og kunnugt er gerðu UMSE og Landflutningar með sér samkomulag fyrir síðustu jól um að ágóði af jólapakkasendingum Landflutninga á starfssvæði UMSE mundi renna til UMSE og yrði nýtt í þágu barna- og unglingastarfs og til frekari uppbyggingar á því.

Báðir aðilar hafa lýst yfir vilja til frekara samstarfs og í umræðunni er samningur milli þessara aðila til nokkurra ára.

Með þessu vilja Landflutningar leggja sitt af mörkum til þess góða barna- og unglingastarfs sem starfrækt er á starfssvæði UMSE.

UMSE færir Landflutningum bestu þakkir fyrir stuðninginn.Comments