Fréttir‎ > ‎

Ágætur árangur keppenda á Landsmóti 50+

posted Jul 9, 2015, 6:28 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
5. Landsmót UMFÍ 50+ fór fram á Blönduósi síðustu helgina í júní. Um 400 keppendur voru skráðir til leiks. Mótið fór vel fram að venju og má segja að mótið hafi nú fest sig í sessi sem árleg íþrótta- og heilsuhátíð. Keppt var í 18 íþróttagreinum og var þátttaka almennt góð. Veðrið lék við keppendur og aðstæður til fyrirmyndar á keppnisstað.


Keppendur frá UMSE voru 14 talsins.

Gígja Kristín Kristbjörnsdóttir varð í 3. sæti  og Hlín Torfadóttir varð í 4. sæti í flokki 65 ára í golfi. Marsibil Sigurðardóttir varð í 2. sæti í flokki 50-64 ára í golfi. Þær koma allar úr Golfklúbbnum Hamri. 

Arna Hafsteinsdóttir frá Umf. Svarfdælum tók þátt í frjálsíþróttakeppninni í flokki 50-54 ára. Hún sigraði í langstökki og kringlukasti og  varð önnur í spjótkasti og lóðakasti.

Tvær bridge-sveitir, þrír keppendur í golfi og einn í frjálsíþróttum.  Brigesveit UMSE 1, tókst ekki að vera titilinn frá síðasta ári en sveitirnar enduðu í 12. og 14. sæti.

UMSE óskar keppendum til hamingju með árangurinn á mótinu og þakkar UMFÍ og USAH fyrir frábært mót.

Comments