Fréttir‎ > ‎

Aldursflokkamót UMSE - opið mót

posted Aug 6, 2010, 6:14 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Aldursflokkamót UMSE 2010 fer fram á Íþróttaleikvangnum við Hamar á Akureyri dagana 21. og 22. ágúst 2010.

Sú nýjung verður á mótinu að þessu sinni að það verður öllum opið. Þetta er gert til þess að mótið verði veglegara, harðari keppni skapist og meiri stemmning myndist. Mótið verður þó jafnframt héraðsmót UMSE og því stigakeppni fyrir aðildarfélög UMSE.

Við viljum því hvetja þau félög sem verða á svæðinu t.d. vegna bikarkeppni FRÍ 16 ára og yngri að vera með í mótinu á frábærum íþróttavelli á Akureyri.

 

Félögin skrá keppendur sína í mótaforrit FRÍ undir Aldurflokkamót UMSE 2010.

Skráningu lýkur um miðnætti fimmtudaginn 19. ágúst.

Athugið að ekki verður tekið við skráningum á staðnum!

 

Keppendur 10 ára og yngri fá þátttökuverðlaun. Í flokkum 11 ára og eldri verða veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin. Verðlaun vegna stigakeppni í héraðsmóti verða afhent á uppskeruhátíð frjálsra íþrótta hjá UMSE sem verður auglýst síðar.

 

Keppnisgreinar í mótinu verða eftirtaldar:

8 ára og yngri:

60 m, langstökk, boltakast og 4x100m boðhlaup.

9-10 ára:

60 m, langstökk, boltakast og 4x100m boðhlaup.

11-12 ára:

60 m, 600m, langstökk, spjótkast, kúluvarp, hástökk, og 4x100m boðhlaup.

Aukagrein (gildir ekki til stiga í héraðsmóti): Sleggjukast.

13-14 ára:

100 m, 800m, langstökk, spjótkast, kúluvarp, hástökk og 4x100m boðhlaup.

Aukagrein (gildir ekki til stiga í héraðsmóti): Sleggjukast

15-16 ára

100m, 200m, 800m, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, langstökk, hástökk, þrístökk og 4x100m boðhlaup.

Aukagrein (gildir ekki til stiga í héraðsmóti): Sleggjukast

Karlar og konur 17 ára og eldri:

100m, 200m, 800m, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, langstökk, hástökk, þrístökk og 4x100m boðhlaup.

Aukagreinar (gilda ekki til stiga í héraðsmóti): Stangastökk, hindrunnarhlaup, sleggjukast.


Keppnisfyrirkomulag.

·            10 ára og yngri

o      Keppendur fá 3 tilraunir í langstökki og boltakasti.

o      Tímar í riðlum gilda í öllum hlaupum, engin úrslitahlaup. Raðað er random í riðla.

·            11 ára og eldri

o      Keppendur í langstökki og þrístökki fá 4 stökk og lengsta gildir.

o      Keppendur í kúluvarpi, spjótkasti, sleggjukasti og kringlukasti fá 4 köst og lengsta gildir.

o      Tímar í riðlum gilda í öllum hlaupum og engin úrslitahlaup, nema ef keppendur í grein eru fleiri en 16. Raðað er í riðla eftir árangri ársins.

 ·       Nafnakall fer fram 20 mínútum fyrir grein. Æfingaköst og stökk eru leyfileg allt þar til 5 mín. fyrir skráðan rástíma.

  

Þátttökugjald:

Í aldursflokkamóti UMSE er þátttökugjaldið 500.- kr. á hverja grein og 1.000. kr. fyrir hverja boðhlaupssveit.

Nánari upplýsingar um mótið gefur Þorsteinn Marinósson, framkvæmdastjóri UMSE í tölvupósti: umse@umse.is eða Kristín Hermannsdóttir í tölvupósti: merkigil@nett.is .

Einnig má sjá nánar um mótið á www.umse.is .

  

Með von um góða þátttöku og skemmtilegt mót

Fyrir hönd frjálsíþróttanefndar UMSE

Kristín Hermansdóttir

 

 

 


Hér fylgja með reglur um stigagjöf á Aldursflokkamóti UMSE.

(Athugið að þessar reglur eru fyrir aðildarfélög UMSE vegna héraðsmóts UMSE.)

 

Stigakeppni félaga.

Mótið er stigamót og eru stig gefin fyrir 4 fyrstu sætin í einstaklingsgreinum, 5 stig fyrir 1. sæti, 3 fyrir 2. sæti, 2 fyrir 3. sæti og 1 fyrir 4. sæti.

Í boðhlaupum eru einnig gefin stig fyrir 4 fyrstu sætin og gefa 8 stig fyrir 1. sæti, 5 fyrir 2. sæti, 3 fyrir 3. sæti og 1 fyrir 4. sæti.

Keppendur geta keppt upp fyrir sig um einn flokk í þeim greinum sem ekki er boðið upp á í þeirra aldursflokki og telst árangur þeirra eingöngu til stiga í stigakeppni félaganna.

Það félag sem fær flest stig í heildina fær afhentan farandbikar.

Stigakeppni einstaklinga.

Veitt er viðurkenning fyrir stigahæstu einstaklinganna meðal karla og kvenna í tveimur flokkum.

1. flokkur 11-14 ára

2. flokkur 15 ára og eldri

Stig eru gefin fyrir 4 fyrstu sætin í einstaklingsgreinum, 5 stig fyrir 1. sæti, 3 fyrir 2. sæti, 2 fyrir 3. sæti og 1 fyrir 4. sæti.

Einungis teljast til stiga þær greinar sem viðkomandi aldursflokki er boðið að keppa í, það er í 1. flokki 6 greinar og 2. flokki 9 greinar.

Boðhlaup gefa ekki stig í stigakeppni einstaklinga.

Comments