Ágætu félagar, Vegna
ófyrirséðra ástæðna, sem aðallega snúa að kostnaði við mótahald okkar á
Akureyri, höfum við ákveðið að fella niður Aldursflokkamót UMSE 2010. Við
biðjumst velvirðingar á því með hve skömmum fyrirvara þetta er tilkynnt en
miðað við þær forsendur sem hafa skapast teljum við okkur engan annan kost
hafa í stöðunni. Þeim
aðildarfélögum UMSE sem hugðu á þátttöku í héraðsmótinu, þar sem keppa átti til
stiga, verður tilkynnt sérstaklega hvernig málum verður háttað er að þeim lúta.
Það verður gert að loknum næsta fundi frjálsíþróttanefndar UMSE. Þorsteinn Marinósson, framkvæmdastjóri UMSE. |
Fréttir >