Fréttir‎ > ‎

Aldursflokkamót UMSE í frjálsíþróttum 29. og 30. ágúst

posted Aug 24, 2012, 7:58 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

UMSE býður til frjálsíþróttamóts á Þórsvelli á Akureyri, 29.-30. ágúst. Mótið er opið öllum, en einnig keppa aðildarfélög UMSE til stiga á mótinu. Mótið hefst kl. 17:00 báða daganna.


Keppnisgreinar:
9 ára og yngri: Þrautabraut.
10-11 ára: 60m, 400 m, langstökk, hástökk, boltakast, kúluvarp og 4x100m.
12-13 ára: 60m, 600 m, langstökk, hástökk, spjótkast, kringlukast, kúluvarp og 4x100m.
14-15 ára: 100m, 600 m, langstökk, hástökk, spjótkast, kringlukast, kúluvarp og 4x100m.
16 ára og eldri: 100m, 200 m, 800 m, langstökk, hástökk, stangarstökk, spjótkast, kringlukast, kúluvarp og 4x100m.

Skráningarfrestur er til kl: 12:00 þriðjudaginn 28. ágúst. Skráning fer fram á mótaforriti FRÍ. Aðildarfélög UMSE eru beðin um að skrá sína keppendur undir sínu félagi.

Nánari upplýsingar um mótið gefur Þorsteinn Marinósson framkvæmdastjóri UMSE (s: 868-3820, tölvup.: umse@umse.is) og Þorgerður Guðmundsdóttir, mótsstjóri (s: 660-2953, tölvup.: frjalsar@umse.is).

Boðsbréfið má nálgast hér
Ċ
Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE,
Aug 24, 2012, 7:58 PM
Comments