Fréttir‎ > ‎

Amalía Nanna með gull á AMÍ í sundi

posted Jul 1, 2016, 2:32 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Aldurflokkameistaramót Íslands í sundi var á Akranesi dagana 24.-26. júní árið 2016. Lið ÍRB fór með sigur af hólmi.
Í stigakeppninni hafnaði Sundfélagið Rán í 10 sæti af 16 félögum með 11 stig en tveir keppendur voru frá félaginu á mótin.

Á laugardeginum sigraði Amalía Nanna Júlíusdóttir í 200 m bringusundi á tímanum 2:53.53 í flokki telpna 13 - 14 ára. Í sundinu setti hún níu UMSE met, telpna-, stúlkna - og kvennamet og vann gullverðlaun. Hún bætti met sem Sandra Dögg Guðmundsdóttir setti á AMÍ árið 2002 um rúmar sjö sekúndur.
Amalía byrjaði sundið hratt og bætti sinn fyrri besta árangur einnig í 50 m og 100 m bringusundi. Tíminn eftir 50 m 37.97 og millitími í 100 m 1:22.22 s. Á sunnudeginum gerði hún enn betur þegar hún synti 50 m bringusund á tímanum 37.11. Í sundingu setti hún þrefalt UMSE met. Fleiri UMSE met slegin. Í 800 m skriðsundi stórbætti Agnes Fjóla Flosadóttir sinn fyrra besta árangur. Í sundinu setti hún nýtt UMSE telpnamet. Hún bætti met sem Þorgerður Jóhanna Sveinbjarnardóttir setti á AMÍ árið 2002 um rúmar 24 sekúndur.

Agnes og Amalía bættu sinn fyrri besta árangur í öllum sundum fyrir utan 100 m flugsund þar sem Amalía gerði ógilt vegna þjófstarts.

Þátttökurétt á mótinu öðlast þeir sundmenn sem ná að synda undir AMÍ lágmörkum á starfsárinu.

Tímar og sæti sundmanna Sundfélagsins Ránar voru eftirfarandi:

200 m baksund telpur 13 - 14 ára
Amalía Nanna Júlíusdóttir 2:57.23,  25 sæti

200 m skriðsund telpur 13 - 14 ára
Agnes Fjóla Flosadóttir , 2:30.57, 25 sæti

100 m flugund  telpur 13 - 14 ára
Amalía Nanna Júlíusdóttir, ógilt

50 m skriðsund kvenna
Amalía Nanna Júlíusdóttir, 32.57, 22 sæti

200 m bringusund telpur 13- 14 ára
Amalía Nanna Júlíusdóttir, 2:57.57, 1 sæti
Agnes Fjóla Flosadóttir, 3:02.80, 10 sæti

200 m fjórsund telpur 13- 14 ára
Amalía Nanna Júlíusdóttir, 2:48.45, 16 sæti
Agnes Fjóla Flosadóttir, 3:01.38, 31 sæti

800 m skriðsund telpur 13- 14 ára
Agnes Fjóla Flosadóttir , 10:37.94, 16 sæti

50 m bringusund kvenna
Amalía Nanna Júlíusdóttir, 37,11 5 sæti
Agnes Fjóla Flosadóttir, 42,10 sæti
Comments