Fréttir‎ > ‎

Amalía Nanna valin í framtíðarhóp SSÍ fyrir Tokyo 2020

posted Feb 3, 2016, 8:45 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Sundsamband Íslands hefur valið sundkonuna Amalíu Nönnu Júlíusdóttir úr Sundfélaginu Rán í framtíðarhóp SSÍ til að taka þátt í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana árið 2020 sem fram fara í Tokyo.

Amalía Nanna hefur náð lágmörkum í 200 m bringusundi sem SSÍ setur fyrir Tokyo 2020. Amalía náði lágmörkum miðað við 25 m laug á AMÍ 2015. Í dag á hún besta árangur á landinu í 50 m bringusundi í sínum árgangi.

Fyrsta verkefni Amalíu Nönnu er þátttaka í æfingabúðum í Reykjavík um næstu helgi.


Comments