Fréttir‎ > ‎

Amanda Guðrún Íslandsmeistari í höggleik 15-16 ára

posted Jul 21, 2016, 4:54 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Íslandsmótið í höggleik fór fram á Leirdalsvelli hjá GKG um síðustu helgi. Þrír félagara úr Golfklúbbnum Hamri voru meðal keppenda á mótinu. Það voru þau Arnór Snær Guðmundsson, Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Að sögn var árangur þeirra á til fyrirmyndar á mótin. Amanda Guðrún gerði sér lítið fyrir og sigraði. Hún er því Íslandsmeistari í flokki 15-16 ára stúlkna og Snædís Ósk varð í þriðja sæti í sama flokki. Arnór varð í þriðja sæti í flokki 17-18 ára drengja.

Nánar um árangur keppenda frá Golfklúbbnum Hamri á hemasíðu klúbbsins, http://ghdgolf.net/http://ghdgolf.net/


Comments