Fréttir‎ > ‎

Andrea Björk fánaberi á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar

posted Jan 25, 2015, 2:21 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Jan 25, 2015, 2:27 PM ]
Tólfta Vetrarólympíuhátíð Æskunnar var sett núna í kvöld í Vorarlberg í Austurríki. Átta keppendur frá Íslandi taka þátt að þessu sinni. Fimm keppendur munu keppa í alpagreinum á hátíðinni, tveir keppa í skíðagöngu og ein stúlka keppir í listhlaupi á skautum.

Andrea Björk Birkisdóttir, frá Skíðafélagi Dalvíkur, sem var nýlega útnefnd skíðamaður UMSE ársins 2014, er meðal keppenda í alpagreinum á hátíðinni. Hún var fánaberi íslenska liðsins á setningarathöfninni.

Hægt er að fylgjast með Ólympíuhátíðinni á síðunni http://www.eyowf2015.org

Einnig verða birtar fréttir á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands www.isi.is

Comments