Fréttir‎ > ‎

Árangur keppenda UMSE á Unglingalandsmóti UMFÍ

posted Aug 24, 2012, 7:40 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Aug 24, 2012, 7:41 PM ]
Keppendur UMSE stóðu sig frábærlega á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fór um verslunnarmannahelgina á Selfossi. Keppendur okkar voru um 65 talsins og kepptu í fjölmörgum greinum íþrótta.

Eftirtaldir unnu til verðlauna á mótinu:

Sund:
Júlía Ýr Þorvaldsdóttir Unglingalandsmótsmeistari í flokki 15-18 ára í 50 m bringusundi,  50 m flugsundi og 100 m fjórsundi.
Sveit UMSE í 15-18 stúlkna varð í 2. sæti 4 x 50 m skriðsundi.
Fimleikar:
Viktor Hugi Júlíusson varð Unglingamótsmeistari með blönduðu liði í flokki 11-13 ára stráka.

Golf:
Jónína Björg Guðmundsdóttir Unglingalandsmótsmeistari í golfi í flokki stúlkna 16-18 ára.
Ólöf María Einarsdóttir Unglingalandsmótsmeistari í golfi í flokki stúlkna 11-13 ára.
Magnea Helga Guðmundsdóttir varð í 3. sæti golfi í flokki stúlkna 11-13 ára.
Arnór Snær Guðmundsson varð í 3. sæti golfi í flokki pilta 11-13 ára.

Glíma:
Guðmundur Smári Daníelsson varð í 2. sæti í glímu í flokki 14 ára stráka.
Sveinborg Katla Daníelsdóttir varð í 3. sæti í glímu í flokki 17-18 ára stelpna.

Starfsíþróttir:
Upplestur:
Embla Eir Haraldsdóttir varð í 3 sæti í upplestri í flokki 11-14 ára.

Taekwondo:
Sveinborg Katla Daníelsdóttir, varð í 2. sæti í Poomsae 15-18 ára stelpna.

Frjálsíþróttir:
Agnesa Kryeziu varð í 3. sæti í þrístökki 13 ára stúlkna.
Arlinda Fejzulahi, varð í 2. sæti í kúluvarpi 16-17 ára stúlkna.
Erla Marý Sigurpálsdóttir, varð í 3. sæti í kringlukasti 14 ára stúlkna.
Guðmundur Smári Daníelsson, varð í 3. sæti í 80 m grindahlaupi 14 ára pilta.
Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir varð unglingalandsmótsmeistari í langstökki, í 2. sæti í spjótkasti og í 3. sæti í 80 m grindarhlaupi 16-17 ára stúlkna.
Karl Vernharð Þorleifsson, varð í 2. sæti í kringlukasti og í 2. sæti í spjótkasti 14 ára pilta.
Katrín Ólafsdóttir varð í 2. sæti í 60 m grindahlaupi 12 ára stúlkna.
Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir varð Unglingalandsmótsmeistari í hástökki 13 ára stúlkna.
Viktor Hugi Júlíusson unglingalandsmótsmeistari 60 m. hlaupi, þrístökki og langstökki 11 ára pilta.
Sveit UMSE varð í 3. sæti í 4x100 m boðhlaupi16-17 ára stúlkna.

Við óskum þeim og öllum öðrum keppendum til hamingju með frábæran árangur á mótinu.
Comments