Fréttir‎ > ‎

Arnór Snær í piltalandsliðið í golfi sem keppir á EM í Póllandi

posted Aug 10, 2017, 5:51 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Arnór Snær Guðmundsson, Golfklúbbnum Hamri, hefur verið valinn í piltalandsliðið sem keppir í 2. deild á Evrópumóti piltalandsliða. Mótið fer fram í Kraków í Póllandi dagana 20.-23. september.

Arnór hefur gert það gott á síðustu misserum í golfinu. Hann var m.a. valinn íþróttamaður Dalvíkurbyggðar og íþróttamaður UMSE fyrir árið 2016.

Nánar um piltalandsliðið á vefsíðu Golfsambands Íslands:
Comments