Fréttir‎ > ‎

Ársþing UMSE 16. mars

posted Mar 12, 2016, 5:04 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Ársþing UMSE fer fram 16. mars í Þelamerkurskóla. Þingið hefst kl. 18:00. 
Dagskrá þingsins er hefðbundin. 

Samtals hafa 46 fulltrúar aðildarfélaga og stjórnar UMSE rétt til setu á þinginu. Í lögum UMSE segir í 6. grein:
Hvert sambandsfélag hefur rétt til að senda fulltrúa á ársþing þannig: Einn fulltrúi komi fyrir hverja 50 skattskylda félaga eða færri. Þó skal hvert félag ætíð eiga rétt á tveimur fulltrúum. Tala félagsmanna skal miðuð við síðustu áramót og eru 18 ára og eldri skattskyldir.“

Þingið, sem er æðsta vald UMSE, hefur á hendi meðferð allra sameiginlegra mála innan takmarka sambandsins.

Það er Ungmennafélagið Smárinn sem hefur umsjón með þinginu að þessu sinni.

Comments