Fréttir‎ > ‎

98.Ársþing UMSE 2019

posted Mar 5, 2019, 10:06 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Mar 5, 2019, 10:14 AM ]
Ársþing UMSE 2019 verður haldið í Grunnskóla Þelamerkur 21. mars n.k kl. 18:00. Það er Umf.Smárinn sem er okkur innan handar við undirbúning þess. 

 Réttur til setu á þinginu er samkv. 6. og 8. grein laga UMSE:

„6. grein. Hvert sambandsfélag hefur rétt til að senda fulltrúa á ársþing þannig: Einn fulltrúi komi fyrir hverja 50 skattskylda félaga eða færri. Þó skal hvert félag ætíð eiga rétt á tveimur fulltrúum. Tala félagsmanna skal miðuð við síðustu áramót og eru 18 ára og eldri skattskyldir.“

„8. grein. Á ársþingi hafa kjörnir fulltrúar og aðalstjórn UMSE atkvæðisrétt og fer hver með eitt atkvæði. Aðeins sá, sem er í félagi innan sambandsins er kjörgengur fulltrúi þess á þingi. Allir þingfulltrúar skulu hafa kjörbréf. Sérhverjum félagsmanni innan UMFÍ og ÍSÍ er heimilt að vera á þingum sambandsins og hafa þar málfrelsi og tillögurétt þó eigi sé hann fulltrúi neins félags.“Comments