Fréttir‎ > ‎

Ársþing UMSE 24. mars

posted Mar 6, 2012, 7:43 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Ársþing UMSE fer fram laugardaginn 24. mars n.k. Þingið verður að þessu sinni haldið í félagsheimilinu Árskógi. Þingið mun hefjast kl. 10:00. 
Réttur til setu á þinginu er samkv. 6. og 8. grein laga UMSE:

„6. grein. Hvert sambandsfélag hefur rétt til að senda fulltrúa á ársþing þannig: Einn fulltrúi komi fyrir hverja 35 skattskylda félaga eða færri. Þó skal hvert félag ætíð eiga rétt á tveimur fulltrúum. Tala félagsmanna skal miðuð við síðustu áramót og eru 16 ára og eldri skattskyldir.“

„8. grein. Á ársþingi hafa kjörnir fulltrúar og aðalstjórn UMSE atkvæðisrétt og fer hver með eitt atkvæði. Aðeins sá, sem er í félagi innan sambandsins er kjörgengur fulltrúi þess á þingi. Allir þingfulltrúar skulu hafa kjörbréf. Sérhverjum félagsmanni innan UMFÍ og ÍSÍ er heimilt að vera á þingum sambandsins og hafa þar málfrelsi og tillögurétt þó eigi sé hann fulltrúi neins félags.“

Tillögur, sem félög óska eftir að lagðar verði fyrir þingið og sendar út með síðara þingboði, þurfa að berast skrifstofu UMSE fyrir þriðjudaginn 6. mars. Lagabreytingar sem leggja á fyrir þingið þurfa, samkvæmt 5. gr. laga UMSE, að berast stjórn UMSE a.m.k. 4 vikum fyrir þing.

Rétt er að minnast á að UMSE fagnar 90 ára afmæli á þessu ári og er það okkar von að þingið verði með líflegra móti og í veglegri kantinum. Við hvetjum félög til að undirbúa þátttöku sína á þinginu og nýta fulltrúarétt sinn að fullu. Ársþing UMSE er æðsta vald UMSE og er þar vettvangur til að móta stefnu sambandsins í ungmenna- og íþróttamálum á þessu afmælisári. 

Comments