Fréttir‎ > ‎

Breytingar á samkomutakmörkunum tóku gildi í dag

posted Nov 18, 2020, 1:00 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
mynd af www.umfi.is
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi í dag, 18. nóvember og hafa þær gildistíma til 1. desember. Birtar hafa verið viðbótar upplýsingar um reglugerðina hjá heilbrigðisráðuneytinu og ákveðið að grímuskylda eigi ekki við um börn í 5.-7. bekk.

Frá 18. nóvember gildir því eftirfarandi:

  • Æfingar barna á leik- og grunnskólaaldri f. 2005 og síðar eru heimilar jafnt úti sem inni, það á einnig við um sundæfingar.
  • Ekki þarf að halda sömu hópaskiptingu í íþróttastarfi eins og er í grunnskólastarfi.
  • Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi.
  • Leikskólabörn og börn í 1.-4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.-10. bekk að hámarki 25. saman.
  • Grímuskylda þjálfara gildir gagnvart börnum í 8.-10. bekk sé ekki mögulegt að viðhafa 2m fjarlægð.
  • Börn í 1.-7. bekk eru undanþegin grímuskyldu, sé ekki unnt fyrir börn í 8.-10. bekk að viðhafa 2m fjarlægðarreglu utan æfingasvæðis ber þeim að nota grímu.

Sund og baðstöðum og líkamsræktarstöðvum verður áfram lokað. Sundæfingar mega fara fram þótt sundlaugar séu áfram lokaðar almenningi. Sóttvarnalæknir hefur þó sagt að ekki sé í skoðun nú að opna sundlaugar strax.

Íþróttir fullorðinna fæddra 2004 og fyrr, þar með taldar æfingar og keppnir, hvort sem er innan eða utandyra, með eða án snertingar, eru áfram óheimilar. Einstaklingsbundnar æfingar fullorðinna fæddra 2004 og fyrr án snertingar eru heimilar, svo sem útihlaup og sambærileg hreyfing.

Ráðherra getur veitt undanþágu frá banni við íþróttastarfi fyrir einstaka viðburði, svo sem vegna alþjóðlegra keppnisleikja hér á landi, enda sé gætt fyllstu sóttvarnaráðstafana að öðru leyti.

(upplýsingar fengnar af vefsíðum www.umfi.is og www.isi.is)
 

Comments