Fréttir‎ > ‎

Bústólpi og UMSE endurnýja samning

posted Aug 20, 2014, 2:10 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Í dag var undirritaður nýr styrktarsamningur milli UMSE og Bústólpa, en Bústólpi hefur verið aðal styrktaraðili UMSE til fjölda ára. Bjarnveig Ingvadóttir, formaður UMSE og Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri Bústólpa, undirrituðu samninginn í höfuðstöðvum Bústólpa á Akureyri. Samningurinn gildir til árin 2014, 2015 og 2016. 
Á samningstímanum veitir Bústólpi árlegan fjárstyrk til sambandsins líkt og í fyrri samningum. 

Nýjung að þessu sinni er að Bústólpi mun á samningstímanum veita árlega sérstakan styrk til uppbyggingar barna- og unglingastarfi. Styrkinn mun hljóta aðildarfélag UMSE sem að mati stjórnar UMSE hefur með einhverjum hætti skarað fram úr í barna- og unglingastarfi eða haft á sínum vegum sérverkefni sem miðar að uppbyggingu og/eða útbreiðslu barna- og unglingasstarfsins.

Með samningnum eru undirstöður reksturs UMSE enn frekar tryggðar og mun starfsemi sambandsins þannig haldast öflug áfram.

Stjórn UMSE færir Bústólpa bestu þakkir fyrir stuðninginn og samstarfið.
Comments