3. flokkur karla hjá Dalvík tók þátt í Fjárðarálsmóti sem fram fór á Reyðarfirði um síðustu helgi. Liðið endaði í 3. sæti með jafn mörg stig og liðið í 2. sæti en með lakara markahlutfall. Strákarnir unnu bæði Þór 1 og 2, Völsung og Fjarðarbyggð 2. Gerðu jafntefli við KF og töpuðu fyrir Fjarðarbyggð 1. Liðið skoraði 7 mörk og fékk aðeins 2 á sig sem var það lægsta á mótinu. Þetta er góður árangur hjá strákunum og gefur þetta fyrirheit um gott knattspyrnusumar hjá þeim. Upplýsingar fengnar af heimasíðu Barna- og unglingaráðs Umf. Svarfdæla http://dalvik.123.is/ |
Fréttir >