Fréttir‎ > ‎

Dótið farið af stað til Egilsstaða í boði Samskipa

posted Aug 1, 2017, 4:37 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Það fylgir því töluverður búnaður að vera með stóran hóp þátttakenda á Unglingalandsmótin UMFÍ. Í gær fóru allt sem fylgir UMSE á mótið af stað til Egilsstaða, samkomutjaldið, bekkir, borð og stólar. Síðast en ekki síst grillið, fyrir árlega grillveislu UMSE á mótinu.

Búnaðinum var hlaðið á bretti hjá Samskipum á Dalvík og meistararnir þar kláruðu svo að vefja það plasti og setja það þá bíl. Samskip hefur núna í nokkur ár flutt allan okkar búnað án endurgjals og segjast stoltir af því að styðja okkur með þessum hætti. Þeir skila þessu beint upp á tjaldstæði til okkar og sækja það svo aftur að loknu mótinu.


Comments