Fréttir‎ > ‎

Ekki meir, fræðsla um einelti í Dalvíkurskóla í kvöld 5. apríl

posted Apr 5, 2016, 7:27 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Í kvöld (5. apríl) fer fram fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinslu eineltismála 
 kl. 20.00 – 21.30 í Dalvíkurskóla.

Fyrirlesari er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og höfundur bókarinnar EKKI MEIR. EKKI MEIR er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn. Það sem Kolbrún fjallar um er:

·Staðarmenningin og starfsfólkið.

·Forvarnir gegn einelti á vinnustöðum, skólum og í félögum.

·Birtingamyndir eineltis.

·Þolandinn/gerandinn, aðstæður og persónueinkenni.

·Afleiðingar eineltis á sjálfsmyndina.

·Viðbrögð við kvörtun um einelti, vinnsla málsins frá tilkynningu til málaloka.

·Helstu mistök í eineltismálum

Erindið er opið fyrir alla áhugasama og endurgjaldslaust.

Skráning og upplýsingar eru í síma 550 -9803 eða hjá asta@aev.is
Comments