Ferðasjóður íþróttafélaga hefur fengið árlegt framlag á Fjárlögum Alþingis, allt frá árinu 2007, til úthlutunar til íþrótta- og ungmennafélaga í landinu vegna keppnisferða innanlands. Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var falin umsjón á útreikningi og úthlutunum úr sjóðnum. Umsóknarfrestur um styrk vegna keppnisferða innanlands á fyrirfram ákveðin styrkhæf mót á árinu 2020 er til miðnættis 11. janúar 2021. Umsóknarferlið í ár er með sama hætti og áður en þar sem mótahald á árinu 2020 var afar óhefðbundið vegna afleiðinga Covid-19 þá gæti komið til breytinga á úthlutunum þannig að heildarframlag sjóðsins verði ekki allt til úthlutunar. Nánari upplýsingar um ferðasjóðinn er að finna á vefsíðu Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. |
Fréttir >