Á 771. stjórnarfundi UMSE var ferðastyrkjum til íþróttafólks innan UMSE úthlutað. Alls bárust stjórninni 6 umsóknir að þessu sinni. Allar voru þær vegna þátttöku í æfingaferðum eða keppnisferðum erlendis. Fimm umsóknir voru frá einstaklingum og ein vegna hóps. Allir umsækjendur hlutu úthlutun og nam heildar upphæð styrkjanna 500.000.- kr. Eftirtaldir hlutu styrk:
Stjórn UMSE hefur á hverju ári undanfarin ár veitt ferðastyrki til íþróttafólks innan UMSE vegna æfinga- og keppnisferða. Hægt er að sækja um fyrir einstaklinga eða hópa. Stjórnin setur sér vinnureglur um þessa styrki og miðast þeir við fjárhag sambandsins að hverju sinni. Hver einstaklingur getur einungis fengið einn styrk á hverju ári. Íþróttafólk getur sótt sjálft um styrkinn til stjórnar, en umsóknina þarf að staðfesta af forráðamanni íþróttafélagsins. Einnig geta aðildarfélög sótt um styrki fyrir hönd iðkenda. Úthlutað er tvisar á ári, í júní og október. Umsóknarfrestur er til 31. maí og 30. september. Nánari upplýsingar um styrkina og vinnureglur stjórnar vegna veitingu þeirra er að finn hér: |
Fréttir >