Fréttir‎ > ‎

Frábær þátttaka á Knattspyrnumóti UMSE í yngriflokkum

posted Aug 24, 2012, 7:51 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Miðvikudaginn 22. ágúst fór fram knattspyrnumót UMSE í yngriflokkum. Keppt var í flokkum 13-16 ára og 12 ára og yngri.

Lið frá Umf. Samherjum, Umf. Smáranum, Umf. Svarfdæla tóku þátt, auk þess sem gestalið frá Umf. Smára í Varmahlíð tóku þátt.
Samtals kepptu 14 lið á mótinu og í þeim um 130-140 krakkar, bæði stelpur og strákar.

Umf. Smárinn stóð uppi sem sigurvegari í flokki 13-16 ára og Umf. Svarfdæla sigruðu í flokki 12 ára og yngri.

Mótið var í alla staði skemmtilegt og fór vel fram, þrátt fyrir að heldur svalt hafi verið í veðri.
Comments