Fréttir‎ > ‎

Fræðsla fyrir íþróttafólk á Hrafnagili 2. desember

posted Nov 26, 2014, 12:47 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Nov 26, 2014, 12:51 PM ]
UMSE mun standa fyrir tveim fyrirlestrum á Hrafnagili þriðjudaginn 2. desember.
Fyrirlestrarnir eru ætlaðir íþróttafólki, 11 ára og eldri. Þeir fara fram í Hrafnagilskóla og hefjast kl. 17:00 og 18:15. Stutt hlé verður á milli þeirra og boðið upp á léttar veitingar.
Ekkert þátttökugjald er að fyrirlestrinum og eru foreldrar sérstaklega velkomnir.

Heilbrigður lífsstíll
Kl. 17:00 fjallar Sonja Sif Jóhannsdóttir, íþróttafræðingur, um heilbrigðan lífsstíl:
Mikilvægi þess að borða hollt og vel.
Mikilvægi svefns.
Mikilvægi hvíldar til að ná árangri í íþróttum og lifa heilbrigðu lífi. 
Mikilvægi vatnsneyslu.
Muninn á orkudrykkjum og íþróttadrykkjum.
Jákvæð hugsun.

Markmiðasetning
Kl. 18:15 fjallar Ellert Örn Erlingsson, íþróttasálfræðingur og forstöðumaður íþróttamála á Akureyri, um markmiðasetningu íþróttafólks:
Hvað er markmiðssetning?
Til hvers markmiðssetning?
Árangursrík markmiðssetning!

Comments