Fréttir‎ > ‎

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ, opið fyrir umsóknir

posted Mar 23, 2017, 6:43 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Fræðslu og verkefnasjóð UMFÍ. Umsóknir á þar til gerðu eyðublaði þurfa að berast fyrir 1. apríl næstkomandi en úthlutun úr sjóðnum fer fram 1. maí. UMFÍ hvetur sambandsaðila sérstaklega til þess að sækja um styrki vegna verkefna í samræmi við stefnu UMFÍ en þar er áherslan á ungt fólk, jaðarhópa og eldra fólk.

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ hefur þann tilgang að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar, m.a. með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi.

Nánari upplýsingar um sjóðinn og umsóknareyðublað er að finna á vefsíðu UMFÍ:


Comments