Fréttir‎ > ‎

Fréttabréf UMSE komið á netið

posted Dec 30, 2014, 12:02 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Nýverið samþykkti stjórn UMSE að útgáfa fréttabréfs sambandsins yrði framvegis á rafrænu formi en hingað til hefur fréttabréfinu verið dreift á öll heimili á starfssvæði UMSE. Hægt verður að nálgast fréttabréfið hér á vefsíðu UMSE auk þess sem hægt verður að fá það sent í tölvupósti. Einnig geta þeir sem þess óska fengið bréfið sent til sín á pappír.
Vonir standa til að með þessari breytingu verði hægt að gefa út fleiri fréttabréf en gert hefur verið undanfarin misseri.

Nýjasta fréttabréfið má nálgast hér.
Comments