Fréttir‎ > ‎

Fréttir af 91. ársþingi UMSE

posted Mar 27, 2012, 8:52 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Ársþing UMSE var haldið í Félagsheimilinu Árskógi, laugardaginn 24. mars. Þingið var vel sótt og fór vel fram að venju og ályktaði þingið um nokkur mikilvæg málefni sem munu móta starf sambandsins fram að næsta þing. Þingforsetar voru Bjarnveig Ingvadóttir og Birkir Örn Stefánsson.

Gestir þingsins voru Friðrik Einarsson, stjórnarmaður ÍSÍ, Bolli Gunnarsson, stjórnarmaður UMFÍ, Guðmundur St.

Jónsson, forseti bæjarstjórnar í Dalvíkurbyggð.

Jóhanna Gunnlaugsdóttir, stjórnarmaður UMSE var sæmd Gullmerki ÍSÍ og Bjarni Valdimarsson var sæmdur starfsmerki UMFÍ á þinginu.

Óskar Þór Vilhjálmsson var endurkjörinn formaður UMSE og Kristlaug María Valdimarsdóttir var endurkjörin ritari. Jóhanna Gunnlaugsdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn UMSE. Í hennar stað var Þorgerður Guðmundsdóttir, kjörin meðstjórnandi. Í vara stjórn voru kjörnar þær Guðrún Sigurðardóttir, Edda Kamilla Örnólfsdóttir og Svanbjört Brynja Bjarkadóttir. Auk þeirra sitja í stjórn UMSE og voru ekki í kjöri Kristín Hermannsdóttir, varaformaður og Einar Hafliðason, gjaldkeri.

Í kaffisamsæti þingsins var að venju veittur fjöldinn allur af viðurkenningum. Björgvin Björgvinsson, skíðamaður UMSE 2011, var kjörinn íþróttamaður UMSE 2011 og var það áttunda árið í röð sem hann hlýtur titilinn. Aðrir í kjöri um íþróttamanninn voru:

Anna Kristín Friðriksdóttir, hestaíþróttamaður UMSE 2011

Eva Hrönn Arnardóttir,  Sundmaður UMSE 2011

Kristinn Þór Björnsson,  knattspyrnumaður UMSE 2011

Kristján Godsk Rögnvaldsson, frjálsíþróttamaður UMSE 2011

Sigurður Ingvi Rögnvaldsson, Golfmaður UMSE 2011

Stefán Sveinbjörnsson, bridgemaður UMSE 2011

Einnig voru Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir, Stefanía Andersen Aradóttir, Steinunn Erla Davíðsdóttir, tilnefndar fyrir góðan árangur í frjálsíþróttum árið 2011.

Veittar voru viðurkenningar til yfir þrjátíu annarra íþróttamann fyrir afrek sín á síðasta ári. (Nánar um veitingu viðurkenninga á þinginu má sjá í ársskýrslu UMSE sem birt verður á heimasíðu UMSE  www.umse.is innan skamms.)

Stjórn UMSE veitti bæði starfsmerki UMSE og Gull merki UMSE á þinginu. Starfsmerki hlutu:

Ivan Petersen, Umf. Samherjum

Karl Ingi Atlason, Umf. Þorsteini Svörfuði

Ari Jósavinsson, Umf. Smáranum

Stefán Sveinbjörnsson, Umf. Æskunni

Kristján Sigurðsson, Umf. Reyni

Helena Frímannsdóttir, Umf. Reyni

Björn Friðþjófsson, Umf. Svarfdæla

Gullmerki UMSE hlutu:

Birgir Marinósson, Umf. Reyni

Sveinn Jónsson, Umf. Reyni

Hestamannafélagið Funi hlaut félagsmálabikar UMSE, en hann hlýtur það félag sem talið er að hafi starfað hvað best í þágu félags- og íþróttamála á hverju ári. Sitjandi stjórn UMSE úthlutar bikarnum.

Umf. Reynir hafði umsjón með veitingum og aðstoðaði við undirbúning þingsins. Þeim eru færðar sérstakar þakkir fyrir það.

Ungmennasamband Eyjafjarðar þakkar öllu sem komið hafa að og stutt við starf sambandsins á síðasta ári.

Comments