Fréttir‎ > ‎

Fyrirmyndarhéraðið UMSE

posted Nov 7, 2017, 3:33 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Nov 7, 2017, 3:09 PM ]

Mánudaginn 13. nóvember mun forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands veita UMSE viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Fyrirmyndarhérað ÍSÍ er gæðavottun íþróttahreyfingarinnar á íþróttastarfi. UMSE tók sér góðan tíma í að klára umsóknarferlið og mikil fagleg vinna að baki. UMSE er fyrsta íþróttahéraðið sem fær þessa viðurkenningu. Einnig verður undirritaður samningur milli UMSE og Bústólpa sem er aðal styrktaraðili héraðsins. Þessu ætlum við að fagna í Íþróttamiðstöðinni á Hrafnagili kl 17-18. 
Þér er boðið að koma og fagna með okkur.  
Comments