Fréttir‎ > ‎

Fyrri úthlutun ársins 2013 úr Landsmótssjóði UMSE 2009

posted Jun 5, 2013, 2:48 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Úthlutað hefur verið úr Landsmótssjóði UMSE 2009. Um var að ræða fyrri úthlutun ársins 2013. Alls bárust að þessu sinni 9 umsóknir í sjóðinn og hlutu 6 aðilar úthlutun. Eftirfarandi aðilar fá úthlutað núna:

  • Umf. Þorsteinn Svörfuður vegna 30.000.-  kr. áhaldakaupa.
  • Barna-og unglingaráð knattspyrnudeildar Umf. Svarfdæla 80.000.- kr. vegna endurmenntunar knattspyrnuþjálfara.
  • Smárinn Uppbygging íþróttasvæðis á Þelamörk 30.000
  • Umf. Samherjar 80.000.- kr. vegna kynningar á starfsemi og námskeið þjálfara 
  • Hestamannafélagið Hringur 60.000.- kr. til kennslu í barna- og unglingastarfi.
  • Frjálsíþróttadeild Umf. Svarfdæla 30.000.- kr. vegna kaupa á hástökksdýnu

Samtals var því að þessu sinni úthlutað 310.000.- kr. vegna fjölbreyttra verkefna. 

Næsta úthlutun úr sjóðnum fer fram 1. nóvember og skulu umsóknir berast fyrir 1. október.

Nánar um úthlutun úr sjóðnum má sjá í reglugerð sjóðsins með því að smella hér.


Comments