Fréttir‎ > ‎

Gautaborgarleikar

posted Jul 8, 2010, 7:20 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Nokkrir frjálsíþróttakrakkar fóru til Gautaborgar til þátttöku á Gautaborgarleikunum. Eftirfarandi er árangur þeirra á mótinu:

Karl Vernharð Þorleifsson ( Dalvík ) gerði sér lítið fyrir og náði 5. sæti í spjótkasti 12 ára stráka á Gautaborgarleikunum. Venni kastaði 34,15m. Venni varð svo 15. í kúlu (3kg) og kastaði 7,64m.

Stefanía Aradóttir Dalvík varð 9. í sleggjukasti 15 ára stelpna en var nokkuð frá sínu besta en hún kastaði 38,60m, Stefanía stökk 2,03 í stangarstökki og varð 19. 

Guðmundur Smári Daníelsson Samherjum varð 10. í spjótkasti 12 ára stráka þegar hann kastaði 30,23m.

Júlíana Björk Gunnarsdóttir varð 11. í stangarstökki 13 ára stelpna( Júlíana er bara 12 ára) og stökk hún 1,63m en það truflaði hana að keppa á sama tíma í hástökki en þar stökk hún 1,36m og varð 15.Júlíana varð einnig 15. í spjótkasti með 19,39m og 17. í 60m grind.

Sveinborg Katla Daníelsdóttir Samherjum náði sér ekki á strik í stangarstökkinu og stökk 2,24m en lenti engu að síður í 13.sæti.

Ólöf Rún Júlíusdóttir varð 14. í stangarstökki 14 ára stelpna með bætingu 2,35m og 17. í spjótkasti með 28,51m. Ólöf var svo langt frá sínu besta í kúlunni en þar hafnaði hún í 20, sæti.

Guðfinna Rós Sigurbrandsdóttir Samherjum náði 23. sæti í 60m grind 12 ára stelpna.

Ofangreint var tekið saman af Ara þjálfara og birtist á bloggsíðunni hans http://jonasari.blogcentral.is/
Comments