Fréttir‎ > ‎

Glímukynningar í grunnskólum á starfssvæði UMSE

posted Dec 9, 2013, 4:05 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Í síðustu viku stóð UMSE fyrir glímukynningum í grunnskólum á starfssvæði UMSE. Kynningarnar voru á meðan skóladegi stóð og tóku krakkar í 5. - 10. bekk þátt í kynningunni. Krakkarni fengu kynningu á helstu reglum og glímubrögðum og fengu svo að sjálfsögðu að spreyta sig. Skólarnir sem tóku þátt í verkefninu voru Árskógarskóli, Dalvíkurskóli, Hrafnagilsskóli, Valsárskóli og Þelamerkurskóli. 
Glímusamband Íslands hafði milligöngu um leiðbeinanda í verkefnið. Kynningarnar tókust vel í alla staði og almenn ánægja var með verkefnið.
UMSE vill þakka skólunum fyrir þátttöku í verkefninu og fyrir að hafa hliðrað til annasamri dagskrá skólanna til að af þessu gæti orðið. Sérstakar þakkir fá þeir kennarar sem aðstoðuðu leiðbeinendurna í kynningunum.
Hér eru nokkrar myndir úr kynningunum sem skólar sendu okkur.


Comments