Fréttir‎ > ‎

Góð mæting á fræðslufyrirlestra á Hrafnagili

posted Nov 26, 2015, 2:39 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Um þrjátíu manns mættu á síðasta þriðjudag, 24. nóvember, á tvo fræðslufyrirlestra sem fram fóru á Hrafnagili. Þar fjallaði Ragnheiður Runólfsdóttir, íþróttalífeðlisfræðingur og fyrverandi landsliðsmaður í sundi um hvað það er að vera afreksmaður í íþróttum. Hún fór stuttlega yfir sinn feril en ræddi svo almennt um hvað þarf til að skara framúr í íþróttum. í kjölfarið fræddi Hannes Bjarni Hannesson, sjúkraþjálfari þátttakendur um íþróttameiðsl. Hann lagði áherslu á forvarnir og helstu viðbrögð við meðslum.

Við þökkum þeim Ragnheiði og Hannesi fyrir þeirra aðkomu. Sérstakar þakki fá Nettó, en verslunin bauð upp á ávexti í hléinu á milli fyrirlestranna.


Comments