Fréttir‎ > ‎

Góður árangur á aðalhluta MÍ í frjálsíþróttum um helgina

posted Jul 27, 2015, 6:32 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Um síðustu helgi fór fram 89. Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum. Mótið var haldið í Kópavogi að þessu sinni og voru um 200 keppendur skráðir til leiks.
Þrír keppendur frá UMSE voru á mótinu. Það voru Eir Starradóttir frá Umf. Æskunni, Guðmundur Smári Daníelsson frá Umf. Samherjum og Sveinborg Katla Daníelsdóttir frá Umf. Samherjum.

Eir Starradóttir var meða keppenda í sleggjukasti. Hún varð í 3. sæti í og kastaði sleggjunni 46,8 6m.

Guðmundur Smári varð í 2. sæti í spjótkasti með kast upp á 54,20 m, 6. sæti í sleggjukasti með kast upp á  38,46 m, 4. sæti í langstökki 6,26 m, 4 í þrístökki 12,78 m og 2. sæti í stangarstökki 3,82 m.

Sveinborg Katla varð í 4. sæti í stangarstökki með stökk upp á 2,82m og 8. sæti í sleggjukasti með kast upp á 28,81 m.


Comments