Fréttir‎ > ‎

Góður árangur á MÍ 15-22 ára í frjálsíþróttum

posted Feb 6, 2013, 1:37 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Árangur UMSE á meistaramóti Íslands 15-22 ára í frjálsíþróttum var mjög góður. Fyrri daginn unnust tvö silfur og 4 brons.

Aþena Marey Jónsdóttir hlaut bronsverðlaun í 60 m hlaupi í 15 ára flokki, tími hennar var: 8,63 sek. Steinunn Erla Davíðsdóttir varð í öðru sæti í 60 m hlaupi í flokki ungkvenna, 20-22 ára, tími hennar: 8,01 sek. Guðmundur Smári Daníelsson hlaut tvö brons, í kúluvarpi með árangrinum 11,98 m og í langstökki hvar hann stökk 5,33 m.

Oddrún Marteinsdóttir varð í þriðja sæti í 800 m hlaupi í flokki 15 ára stúlkna á tímanum: 3:09,26. Sveinborg Katla Daníelsdóttir varð í öðru sæti í kúluvarpi í flokki 18-19 ára stúlkna er hún varpaði kúlunni 7,37 m.

Árangur keppenda UMSE var einnig góður á seinni degi Meistaramótsins.

Júlíana Björk Gunnarsdóttir varð Íslandsmeistari í stangarstökki 15 ára stúlkna er hún stökk yfir 2,75 m. Ólöf Rún Júlíusdóttir hlaut bronsverðlaun í sömu grein í flokki 16-17 ára stúlkna en hún fór yfir 2,50 m. Guðmundur Smári Daníelsson átti góðan dag, varð Íslandsmeistari í þrístökki með stökki uppá 11,30, fékk bronsverðlaun í 60 m hlaupi á tímanum 9,61 s. og silfurverðlaun í stangarstökki er hann fór yfir 3,00 m en hann keppir í flokki 15 ára pilta. Sveinborg Daníelsdóttir fékk silfur í stangarstökki 18-19 ára stúlkna en hún fór yfir 2,90 m. Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir fékk brons í 60 m hlaupi 16-17 ára stúlkna á tímanum 9,38 s. Að lokum fékk sveit UMSE í flokki 15 ára stúlkna silfur í 4 x 200 m hlaup á tímanum 2:04,35.

 

Við óskum þessum keppendum til hamingju með árangurinn.

Comments