Fréttir‎ > ‎

Góður árangur hjá frjálsíþróttafólki

posted Feb 15, 2011, 8:15 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Góður árangur náðist hjá frjálsíþróttafólki UMSE um síðustu helgi. Við áttum keppendur á MÍ í fjölþrautum og MÍ öldunga.
Eftir farandi er samamtekt frá Ara þjálfara.

Sigrún Sverrisdóttir Umf. Smáranum varð Íslandsmeistari í kúluvarpi stelpna 45-49 ára með 7,92m ( 4kg kúla )

Anna Rappich Umf.Samherjum varði íslandsmeistaratitil sinn í 60m hlaupi í flokki 45-49 ára og hljóp á tímanum 9,01 sek og varð auk þess Íslandsmeistari í langstökki og stökk 4,37m. Anna fékk einnig silfur í 200m þar sem hún hljóp á 31,45 sek

Ólöf Rún Júlíusdóttir Umf. Reyni hafnaði í fjórða sæti á meistaramótinu í fjölþraut í flokki 17 ára og yngri með 2269 stig.
Árangur Ólafar var eftirfarandi.

60m  gr 10,90 sek 553 stig
hástökk  1,34m    449 stig
kúla 4 kg 8,25m   416 stig
langstökk 4,44m   413 stig
800m 2;52,48 mín  438 stig

Sveinborg Katla Daníelsdóttir Umf.Samherjum varð svo í fimmta sæti í sama flokki með 2064 stig sem er bæting hjá henni í þessari þraut. Árangur Sveinborgar var eftirfarandi.

60m  gr 10,45 sek 630 stig
hástökk  1,37m    481 stig
kúla 4 kg 7,18m   347 stig
langstökk 4,01m   310 stig
800m 3;07,78 mín  296 stig


kv Ari
Comments