Fréttir‎ > ‎

Góður árangur keppenda UMSE á MÍ 15-22 ára í frjálsíþróttum

posted Aug 15, 2013, 5:24 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
UMSE sendi góðan hóp keppenda á MÍ 15-22 ára í frjálsíþróttum sem fram fór í Kópavogi um síðustu helgi.

Steinunn Erla Davíðsdóttir, Umf. Smáranum varð fjórfaldur Íslandsmeistari í flokki ungkvenna 20 - 22 ára. Hún sigraði 100 metrahlaupi á tímanum 12,72 sek., 200 metrahlaupi á tímanum 25,94 sek og í 400 metrahlaupi á tímanum 59,40 sek. Auk þess var hún í sveit UMSE sem sigraði í 4*100 metra boðhlaupi í sama flokki.

Sveinborg Katla Daníelsdóttir, Umf. Samherjum, varð Íslandsmeistari í stangarstökki stúlkna 18-19 ára með stökk upp á 2,80 metra. Hún varð einni í þriðja sæti í 100 metra grindarhlaupi, kringlukasti, sleggjukasti og spjótkasti í sínum flokki. Einnig var hún í sigursveit UMSE í 4*100 metra boðhlaupi ungkvenna 20 - 22 ára.

Eir Starradóttir, Umf. Æskunni, varð Íslandsmeistari sleggjukasti í flokki stúlkna 18-19 ára með kast upp á 39,29 metra. Hún varð einnig í 2. sæti í kringlukasti.

Guðmundur Smári Daníelsson, Umf. Samherjum, varð tvöfaldur Íslandsmeistari í flokki 15 ára pilta í sleggjukasti, með kast upp á 55,93 metra og í stangarstökki með stökk upp á 3,05 metra. Guðmundur varð einnig í 2. sæti í þrístökki og 3. sæti í kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti.

Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir, Umf. Samherjum, varð önnur í spjótkasti stúlkna 16 - 17 ára og í 3. sæti í langstökki. Hún var einnig í sigursveit UMSE í 4*100 metra boðhlaupi ungkvenna 20 - 22 ára.

Karl Vernharð Þorleifsson, Umf. Svarfdæla varð annar í kúluvarpi og spjótkasti 15 ára pilta.

Ólöf Rún Júlíusdóttir, Umf. Reyni, varð í 2. sæti í stangarstökk stúlkna 16 - 17 ára

Hulda Kristín Helgadóttir, Umf, Smáranum, varð í 3. sæti í þrístökk stúlkna 15 ára.

Sveit UMSE sigraði í 4*100 metra boðhlaupi ungkonur 20 - 22 ára á tímanum 53,28 sek. Í sveitinni voru Sveinborg Katla Daníelsdóttir, Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir, Erla Marí Sigurpálsdóttir og Steinunn Erla Davíðsdóttir

Nánari úrslit af mótinu má finna á Mótaforriti FRÍ mot.fri.is

Comments