Fréttir‎ > ‎

Góður árangur Ránar á AMÍ

posted Jun 30, 2014, 4:35 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Aldurflokkameistaramót Íslands fór fram í Reykjanesbæ dagana 12.-15. júní. Lið ÍRB fór með sigur af hólmi.
Í stigakeppninni hafnaði Sundfélagið Rán í 12 sæti af 19 félögum með 20 stig, en frá félaginu kepptu fjórir sundmenn.
Á föstudeginum bætti Amalía Nanna Júlíusdóttir UMSE meyjametið í 100 m bringusundi og Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson bætti UMSE pilta– og karla metið í 200 m bringusundi. 
Á laugardeginum komust bæði Amalía Nanna og Hjörleifur Helgi á verðlaunapall.
Amalía stórbætti sinn fyrri besta árangur í 200 m bringusundi, setti nýtt UMSE meyjamet og silfurverðlaun fyrir annað sætið.
Hjörleifur Helgi náði bronsverðlaunum í 100 m bringusundi drengja og setti í leiðinni nýtt UMSE pilta– og karlamet.
Í 100 m og 200 m skriðsundi bætti hann einnig UMSE  pilta– og karlamet.  
Þátttökurétt á mótinu öðlast þeir sundmenn sem ná að synda undir AMÍ lágmörkum á starfsárinu. Þrjú félög á Norðurlandi náðu inn sundmönnum á mótið. Þau voru Sundfélagið Óðinn á Akureyri og Samherjar og Rán í UMSE.

Tímar og sæti sundmanna Sundfélagsins Ránar voru eftirfarandi:

200 m bringusund drengja
Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson 3:05,33, 4 sæti


100 m bringusund meyja
Amalía Nanna Júlíusdóttir,1:31,88, 4 sæti
Thelma María Heiðardóttir 1:38,65, 7 sæti
Agnes Fjóla Flosadóttir,1:42,64, 11 sæti

100 m skriðsund meyja
Thelma María Heiðardóttir 1:26,74, 14 sæti
Agnes Fjóla Flosadóttir , 1:35.01, 17 sæti

100 m fjórsund meyja
Thelma María Heiðardóttir 1:33,28, 7 sæti
Amalía Nanna Júlíusdóttir, 1:33.45, 8 sæti


200 m skriðsund drengja
Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson, 2:30,96, 5 sæti


200 m bringusund meyja
Amalía Nanna Júlíusdóttir, 3:14,31, 2 sæti
Agnes Fjóla Flosadóttir, 3:33,05, 6 sæti

100 m bringusund drengja
Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson 1:27,47, 3 sæti


100 m skriðsund drengja
Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson 1:06,35, 6 sæti
Comments