Fréttir‎ > ‎

Góður árangur þátttakenda frá UMSE á Unglingalandsmóti UMFÍ

posted Aug 11, 2015, 4:44 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Aug 13, 2015, 4:40 AM ]
Unglingalandsmót UMFÍ fór fram á Akureyri um verslunarmannahelgina. UMSE var að venju með fjölda þátttakenda á mótinu. Rúmlega 90 keppendur lögðu leið sína til keppni og tóku þátt í fimleikum, frjálsíþróttum, knattspyrnu, körfuknattleik, fjallahjólreiðum, götuhjólreiðum, borðtennis, badminton, strandblaki, sundi, hestaíþróttum, golfi, skák, júdói, tölvuleik, stafsetningu og bogfimi.

Í tjaldbúðum UMSE voru um þó nokkur fjöldi þrátt fyrir nálægð. Samkomutjaldið stóð fyrir sínu og aðstaðan þar vel nýtt af keppendum og aðstandendum þeirra. Í árlega grillveislu mættu um 200 manns og heppnaðist hún vel að vanda.

UMSE færir þeim þeim aðilum sérstakar þakkir sem styrku þátttökuna á mótinu. Það voru Bústólpi ehf. aðal styrktaraðili UMSE, Landflutningar styrktaraðili UMSE, Nettó, Kaffibrennslan, Ölgerðin, Félgasbúið Áshóli.


Eftirfarandi keppendur unnu til verðlauna á mótinu:

Borðtennis
Katrín Sigurðardóttir, 2. sæti í flokki 14-15 ára stúlkna.
Kolbrá Brynjarsdóttir , 3. sæti í flokki 14-15 ára stúlkna.
Kristín Brynjarsdóttir, 1. sæti í flokki 16-18 ára stúlkna.

Fimleikar
Rakel Sjöfn Stefánsdóttir 2. sæti A-deild með blönduðu liði.
Elín Brá Friðriksdóttir 1. sæti B-deild með blönduðu liði.

Frjálsíþróttir
Viktor Hugi Júlíusson, 1. sæti í spjótkasti 14 ára pilta, 2. sæti í 100 metra hlaupi pilta 14 ára, 2. sæti í 80 metra grindarhlaupi pilta 14 ára, 2. sæti í hástökki pilta 14 ára, 2. sæti í langstökki pilta 14 ára, 3. sæti í kúluvarpi pilta 14 ára.
Guðmundur Smári Daníelsson 2. sæti í  110 metra grindarhlaupi pilta 16-17 ára, 3. sæti í 4x100 metra boðhlaupi pilta 16-17 ára með blandaðri sveit, 2. sæti í langstökki pilta 16-17 ára, 2. sæti í kúluvarpi (5,0 kg) pilta 16-17 ára, 2. sæti í spjótkasti pilta 16-17 ára.
Andrea Björg Hlynsdóttir, 2. sæti í 60 metra grindarhlaupi stúlkna 11 ára, 3.-5. sæti í hástökk stúlkna 11 ára, 
Júnía Efemía Felixdóttir, 3. sæti í 4x100 metra boðhlaupi stúlkna (blönduð sveit).
Hafrún Mist Guðmundsdóttir, 2. sæti í 4x100 metra boðhlaupi stúlkna 13 ára (blönduð sveit).
Katrín Ólafsdóttir, 2. sæti í 100 metra hlaupi stúlkna 15 ára, 3. sæti í spjótkasti stúlkna 15 ára.

Golf
Amanda Guðrún Bjarnadóttir, 1. sæti í golfi stúlkna 14-15 ára.
Ólöf María Einarsdóttir, 1. sæti  í golfi stúlkna 16-18 ára.
Magnea Helga Guðmundsdóttir, 2. sæti  í golfi stúlkna 16-18 ára.

Hestaíþróttir.
Sunneva Ólafsdóttir, 3. sæti  í tölti í barnaflokki á Birtu frá Skriðu..
Ólöf Antonsdóttir, 3. sæti í fimmgangi unglinga á Ómari frá Ysta-gerði.
Anna Ágústa Berharðsdóttir, 3. sæti í fjórgangi barna á Mílu frá Skriðu.
Hjöleifur Helgi Sveinbjarnarson, 1. sæti í 100 metra skeiði á Náttar frá Dalvík.
Sunneva Ólafsdóttir, 3. sæti í 100 metra skeiði á Embla frá Litlu Brekku.

Parkour
Viktor Hugi Júlíusson, 1. sæti í flokki drengja 11-15 ára.

Sund
Amalía Nanna Júlíusdóttir, 1. stæti í 50m bringusund, 2. sæti í 100m bringusundi, 3. sæti  í 4 x 50m skriðsundi (blönduð sveit)  13 - 14 ára stúlkna.
Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson, 1. sæti í 50m flugsundi, 2. sæti í 50m bringusundi, 2. sæti í 100m fjórsundi pilta 15-18 ára.
Agnes Fjóla Flosasóttir, 3. sæti  í 4 x 50m skriðsundi (blönduð sveit)  13 - 14 ára stúlkna.

Tölvuleikur – FIFA 2015
15-18 ára
1. sæti, Dallas Mavericks: Heiðar Andri Gunnarsson  og Viktor Snær Guðlaugsson.
2. sæti, Denver Nuggets: Patrekur Máni Guðlaugsson og Hilmar Örn Gunnarsson.

Handknattleikur
Guðmundur Smári Daníelsson, 1. sæti (Blandað lið).

Ólympískar lyftingar (liðakeppni).
Guðmundur Smári Daníelsson, 2. sæti (Blandað lið).

Comments