Fréttir‎ > ‎

Góður formannafundur UMSE á Dalvík í gær

posted Jan 31, 2014, 1:15 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Feb 6, 2014, 9:57 AM ]
Í gær fór fram formannafundur UMSE. Fundurinn var haldinn í safnaðarheimilinu á Dalvík. Á fundinn voru mættir fulltrúar frá Golfklúbbnum Hamri, Sundfélaginu Rán, Hestamannafélaginu Funa, Hestamannafélaginu Hring, Grjótglímufélaginu, Umf. Smáranum, Umf. Reyni, Umf. Svarfdælum og Umf. Þorsteini Svörfuði, auk fulltrúa stjórnar UMSE og framkvæmdastjóra.
Fundurinn var starfssamur og nokkur mikilvæg málefni tekin fyrir. Fulltrúar sögðu stuttlega frá starfi aðildarfélaganna. Auk þess var fjallað um úthlutun lottótekna, styrkjamál sambandsins, farið yfir stöðu stefnumótunar UMSE og unnin verkefni í sambandi við stefnumótunina.
UMSE vill þakka þátttakendum á fundinum kærlega fyrir þátttökuna og afrakstur fundarinn verður gott veganesti inn í starfsárið.
Comments