Fréttir‎ > ‎

Gömul gögn yfirfarin og ljósmyndir færðar á stafrænt form

posted Jan 24, 2017, 3:29 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Jan 26, 2017, 10:00 AM ]
Á síðasta ári hóf stjórn UMSE vinnu við að fara yfir gömul gögn og ljósmyndir sem hafa safnast upp hjá skrifstofunni um ára bil.

Núna hafa rykfallnir pappakassar og möppur fullar af allskonar skjölum verið dregnar fram og hefur Guðmundur Steindórsson, fyrrverandi stjórnarmaður UMSE tekið að sér yfirferð á gögnunum. Markmiðið er að fara yfrir, flokka og undirbúa það sem á að fara á skjalasafn og gera gögnin þannig aðgengileg fyrir sagnaritun og almennt grúsk.

Ljósmyndasafn UMSE sem spannar um 4.000.- myndir hefur verið fært yfir á rafrænt form og standa vonir til þess að hægt verði að gera myndirnar aðgengilegar á netinu á næstu misserum.


Ungmennasambandið er stofnað árið 1922 og nær því þeim áfanga að verða 100 ára eftir 5 ár. Vinnan er liður í undirbúningi fyrir afmælið.
Hér fyrir neðan má sjá mynd af tjaldbúðum UMSE á Landsmóti UMFÍ sem fram fór á Þingvöllum 1957.


Comments