Fréttir‎ > ‎

Golfklúbburinn Hamar gerir samning við efnilega kylfinga

posted Jul 7, 2016, 4:44 AM by Þorsteinn Marinósson
Golfklúbburinn Hamar hefur lagt mikinn metnað í barna- og unglingastarf undanfarin ár og er það stefna klúbbsins að gera vel við þá einstaklinga sem ná framúrskarandi  árangri. Við upphaf Meistaramóts GHS í gær voru undirritaðir samningar milli félagsins og þriggja ungra og efnilegra kylfinga í félaginu.
Arnór Snær Guðmundsson undirritaði afrekskylfings samning við félagið og þær Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir undirrituðu styrktarsamning. Með þessum samningum styrkir GHD krakkana til æfinga og keppni og á móti skuldbinda þau sig til að leggja sig fram á æfingum og vera fyrirmynd fyrir aðra félaga í GHD innan vallar sem utan.
Þessir þrír einstaklingar sem undrrituðu samninga í dag standa mjög framarlega í sínum flokkum á landsvísu. Margir yngri meðlimir GHD hafa einnig sýnt góðan árangur í sumar þannig að framtíðin er björt hjá klúbbnum.

Nánar á heimasíðu golfklúbbsins http://www.ghdgolf.net/

Marsibil Sigurðardóttir formaður GHD með Snædísi, Amöndu og Arnóri. (Mynd fengin af heimasíðu GHD)
Comments