Fréttir‎ > ‎

Guðmundur Smári á Norðurlandamót U19 í frjálsíþróttum

posted Aug 15, 2017, 7:30 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Aug 15, 2017, 7:32 AM ]
Guðmundur Smári Daníelsson, frjálsíþróttamaður úr Umf. Samherjum, var valinn í U19 landsliðshóp FRÍ til þátttöku á Norðurlandamóti U19 í frjálsíþróttum.
Guðmundur er einn 15 íslenskra keppenda á mótinu, en Ísland teflir fram sameiginlegu liði með Danmörku. Mótið fer fram dagana 19.-20. ágúst nk. í Umea, Svíþjóð.

Guðmundur sem hefur lagt mesta áherslu á Tugþrautarkeppni, var valinn til þátttöku í þrem greinum á mótinu: spjótkasti, þrístökk og 4×400.

Nánari upplýsingar um valið og einnig verður hægt að fylgjast með gangi mála á vefsíðu Frjálsíþróttasambands Íslands:

Comments